Gísli Valtýsson – Alltaf traustur bakhjarl

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár.  Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]

Aðalinngangur Íþróttamiðstöðvar lokaður tímabundið

ithrottam

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Íþróttamiðstöð lokar aðalinngangur frá og með 9. janúar. Áætlað er að hefja framkvæmdir nýbyggingar við norðurhlið íþróttasals í þessari viku, þarf því að loka aðalinngangi íþróttamiðstöðvar tímabundið. Allir gestir þurfa að notast við inngang austur hlið hússins (við gamla sal). Verið er að vinna að bættri lýsingu bæði á bílaplani austan […]

Aglow – Fyrsta samvera ársins í kvöld

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur gleðilegs árs. Fyrsta Aglow samvera ársins 2025 verður í kvöld 8. janúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er og horfum […]

Einar Hlöðver  – Vestmannaeyjar 2050

Árið er 2050 og Vestmannaeyjar er fyrirmynd bæjarfélaga um gervöll Norðurlönd. Lítið eyjasamfélag tók stökk með þéttri samvinnu, öflugri nýsköpun, styrkri stefnumótun og skýrri framtíðarsýn. Fjöldi bæjarbúa hefur aukist um fjórðung á síðustu 25 árum og eru komnir yfir 5000 manns í fyrsta sinn síðan fyrir gosið 1973. Hlutfall Vestmannaeyja í heildar landsframleiðslu og þjóðartekjum […]

Hressó fagnar 30 árum

Í dag fagnar líkamsræktarstöðin Hressó 30 ára starfsafmæli, en stöðin opnaði þann 6. janúar 1995. Þrátt fyrir að Hressó hafi verið stór hluti af samfélaginu í þrjá áratugi, mun stöðin loka dyrum sínum þann 31. maí næstkomandi. Hressó hefur ávallt lagt metnað í að bjóða upp á fjölbreytta líkamsræktartíma og hefur staðið fyrir námskeiðum og […]

Meira af glitskýjum

20250105 160441

Líkt og greint var frá í gær hér á Eyjafréttum sáust á lofti glitský í Eyjum og víðar um landið. Ekki er útilokað að hægt verði að sjá þau aftur í dag. Glitský eru marglit ský og eru þau í heiðhvolfi ofan við veðrahvol, í um 45,000 til 90,000 feta hæð. Þau eru frá hæð […]

Helgistund í Stafkirkjunni markaði lok jólanna

Í dag var haldin hin árlega þrettánda helgistund í Stafkirkjunni hér í Eyjum, þar sem gestir komu saman til að njóta kyrrðar og hátíðlegrar stundar. Tríó Þóris Ólafssonar lék og söng fyrir gesti. Séra Guðmundur Arnar Guðmundsson flutti hugvekju, þar sem hann hvatti gesti til að líta til baka með þakklæti og horfa fram á […]

Glit­skýin séð frá Eyjum

Glitský 3L2A7999

Glit­ský sjást nú ágætlega í Eyjum, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. Sigfús Gunnar Guðmundsson, ljósmyndari tók myndirnar í dag. Á vef Veður­stofu Íslands er glit­skýj­um lýst sem fögr­um skýj­um sem mynd­ast í heiðhvolf­inu, gjarn­an í um 15-30 kíló­metra hæð. Þau sjást helst um miðjan vet­ur, um sól­ar­lag eða sól­ar­upp­komu. Glit­ský mynd­ast þegar það er […]

Stórútgerðir í skjóli SFS: Hver ber raunverulega ábyrgð á hnignun fiskistofna?

Thorolfurjulian 541x360 1

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa undanfarið birt greinaskrif og yfirlýsingar sem beinast gegn smábátum og hafa reynt að stilla þeim upp sem aðalvandamáli varðandi sjálfbærni fiskveiða við Ísland. Þó að smábátar eigi vissulega sitt hlutverk í umræddu samhengi, þá er mikilvægt að skoða stærri myndina og beina sjónum að hlutverki stórútgerða og verksmiðjutogara undir […]

Uppgjör við 2024 og pælingar varðandi 2025

gea_opf

Risastórt ár að baki hjá mér og endirinn sennilega hvað skemmtilegastur, en ég upplifði það sem að mig hafði lengi dreymt um, að halda upp á stórafmæli á sólarströnd, sem og ég gerði þann 28. nóvember þegar ég varð sextugur, á Kanaríeyjum. Virkilega skemmtilegt og vel heppnuð ferð. En fleiri stórir atburðir voru í fjölskyldunni, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.