M.is er opið öllum! ..eða opinn öllum?

MSkissur0209 2

Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Árnastofnun kynna nýjasta skriffærið í pennaveskjum landsmanna: íslenskuvefinn m.is sem er nú opinn öllum eftir fyrsta fasa þróunar. M.is er sérsniðinn að þörfum yngra fólks og þeirra sem eru að læra íslensku sem annað tungumál. Markmið hans er að gera orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri og þá sérstaklega með […]

Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn er í dag, 23. október. Landsmenn eru hvattir til að klæðast bleiku til að vekja athygli á krabbameini kvenna. Dagurinn er haldin ár hvert í október og er orðinn mikilvægur þáttur í samfélaginu, ekki bara til þess að vekja athygli á krabbameini kvenna heldur einnig til þess að allar konur sem greinst hafa […]

Dömukvöld ÍBV verður haldið í Golfskálanum

462565664 556477126741216 3387494556977870428 N

Hið árlega dömukvöld ÍBV kvenna í handboltanum verður haldið 8. nóvember nk. í Golfskálanum. Veislustjóri kvöldsins er Mollý úr Iceguys og eru konur hvattar til að mæta í gallafötum, eða ,,denim on denim” í anda hljómsveitarinnar. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Mikil stemming hefur myndast á þessum kvöldum og verður kvöldið í ár vonandi engin undantekning. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt og skemmtileg og […]

Verðlag á matvöru hækkar á ný

Sjalfsafgreidsla Kronan

Eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. Hækkunin milli mánaðanna september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru. Þótt aðrir flokkar hækki meira – súkkulaði hækkar til að mynda enn, mest hjá Nóa Síríus – þá vegur kjötið þyngra í neyslu. Þetta kemur fram […]

Dýrin í hálsaskógi frumsýnd

Leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður frumsýnt um helgina hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Dýrin í Hálsaskógi er einstaklega skemmtileg saga og eitt þekktasta barnaleikrit sögunnar þar sem Lilli klifurmús, Mikki refur, Hérastubbur bakari ásamt fleirum fara á kostum. Fyrstu sýningar fara fram um næstkomandi helgi, dagana 25.-27. október. Uppselt er á sýningarnar þann 25. og 27. október, en miðar eru […]

Minning: Arnar Sighvatsson

Arnar Sighvatsson fæddist 6. ágúst 1934 í Ási í Vestmannaeyjum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 20. september 2024. Foreldrar Arnars voru Guðmunda Torfadóttir húsmóðir, f. 22. apríl 1905 í Hnífsdal, d. 27. september 1983, og Sighvatur Bjarnason skipstjóri og forstjóri, f. 27. október 1903 á Stokkseyri, d. 15. nóvember 1975. Arnar var einn af ellefu […]

ÁTVR – Ný stjórn og fjölbreytt dagskrá

ÁTVR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, hefur skipað nýja stjórn fyrir starfsárið 2024 til 2025. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með það meginmarkmið að styrkja enn frekar starfsemina og efla tengsl Vestmannaeyinga á fasta landinu. Ný stjórn: Formaður: Rúnar Ingi Guðjónsson Varaformaður: Petra Fanney Bragadóttir Gjaldkeri: Hjördís Jóhannesdóttir Ritari: Guðrún Erlingsdóttir Samskiptastjóri: Védís Guðmundsdóttir Næstu […]

Komum gæti fækkað um um 40% 

Cruise Iceland, samstarfsvettvangur þeirra sem þjónusta skemmtiferðaskip lýsir yfir verulegum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda um að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum sem taka á gildi 1. janúar nk.  Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár vegna viðvarana frá Cruise Iceland og fleiri. Nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir um frestun afnámsins en nú er […]

Hættur í Flokki fólksins

Það er svolítið sérstakt að vera ekki í kosningaslag núna eftir rúmlega 3 ár í Flokki fólksins. Ástæða fyrir brotthvarfi mínu úr flokknum má rekja til nokkurra atburða sem áttu sér stað bæði fyrir síðustu kosningar sem og á kjörtímabilinu, en byrjum á síðustu kosningum. Margir af mínum dyggustu stuðningsmönnum höfðu áhyggjur af því, hvernig […]

Ljósaganga á Eldfell

Eldfell Yfir Cr

Á miðvikudaginn næstkomandi verður Bleiki dag­ur­inn haldinn. Krabbameinsfélagið hvetjur landsmenn til að vera bleik – fyrir okkur öll og bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Í Vestmannaeyjum stendur til að halda ljósagöngu í tilefni dagsins. „Við stefnum […]