Bæjarprýði og falleg byggð

Við trúum því að fólki í Vestmannaeyjum sé almennt annt um sitt nærumhverfi og hafi á því einhverjar skoðanir, þó mishátt þær fari. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa metnaðarfulla og skýra sýn í skipulagsmálum. Miðbærinn okkar getur orðið frábær Ferðamenn sem til Eyja koma spyrja gjarnan hvar miðbærinn okkar er eiginlega að finna? Sjálfstæðisflokkurinn vill styrkja miðbæinn […]
Gerum góða heilbrigðisþjónustu betri

Rík af mannauði í Eyjum Við sem Eyjamenn erum vön því að standa í endurtekinni hagsmunagæslu og eigum það þar af leiðandi til að tala niður ýmsa þjónustu í bænum. Dæmi um slíkt er heilbrigðisþjónustan, það er vissulega margt sem hefur farið aftur á undanförnum árum eins og til dæmis lokun skurðstofunnar, og það er […]
Opinn framboðsfundur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

Opinn framboðsfundur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 verður haldinn í Eldheimum miðvikudaginn 11. maí nk. kl. 20:15. Húsið opnar kl 20:00 og verða léttar veitingar í boði. Fulltrúar framboðanna þriggja, Eyjalistans, Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokksins, verða á fundinum til að kynna framboðin og svara spurningum fundargesta. Dagskrá Einn frambjóðandi frá hverjum lista fá um 5 mín. til […]
Jarðgöng til Vestmannaeyja – hvers vegna ekki!

Á dögunum sótti ég frændur okkar Færeyinga heim vegna vinnu. Þar gafst mér tækifæri til þess að kynna mér mörg þeirra stórhuga verkefni sem ráðist hefur verið í undanfarin ár. Magnað var t.d. að sjá hvernig Þórshöfn er að stórum hluta keyrð á vistvænni raforku sem aflað er með vindmillum fyrir ofan bæinn. Það sama […]
Stelpurnar mæta Fram í dag

Handbolta stelpurnar fá Fram í heimsókn í dag í öðrum leik einvígis liðanna í undanúrslitum. Leikurinn hefst klukkan 19:40! Fram unnu fyrsta leikinn sannfærandi 28-18 og því verðugt verkefni framundan hjá ÍBV að snúa taflinu við. “Stuðningurinn skiptir ótrúlega miklu máli og treystum við á ykkur kæru stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn og láta vel […]
Ísak Rafnsson til ÍBV!

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Ísak Rafnsson til næstu þriggja ára. Ísak þarf nú ekki að kynna fyrir handboltaáhugafólki en hann kemur til liðs við ÍBV frá uppeldisfélagi sínu, FH. Hann hefur leikið allan sinn feril hér heima á Íslandi með FH en lék tímabilið 2018-19 með austurríska liðinu Schwaz Handball Tirol. “Ísak er hávaxinn […]
Stendur vinstrimeirihlutanum í Eyjum virkileg svona mikill stuggur af mér?

Það var ánægjulegt að sjá í skrifum Félaga Ragnars Óskarssonar í Eyjamiðlunum í vikunni að enn virðist honum og öðrum vinstrimönnum í Eyjum standa verulegur stuggur af mér og málflutningi mínum og enn ánægjulegra var að uppgötva að Félagi Ragnar skuli enn minnast mín í pólitískum bænum sínum. Ég las því alla grein hans með […]
Aðalfundur Skógræktarfélags Vestmannaeyja

Aðalfundur Skógræktarfélags Vestmannaeyja verður haldinn í Arnardrangi, Hilmisgötu 11. Mánudaginn 16. maí klukkan 17:30. Efni fundarins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins. 3. Ákvörðun Félagsgjalds. 4. Kosning samkvæmt Félagslögum. 5. Önnur mál. Stjórnin (meira…)
Nýtt útboð – öflug hagsmunagæsla!

Auglýsing Vegagerðarinnar nú fyrir helgina – um nýtt útboð á dýpkun í Landeyjahöfn – felur í sér formlega staðfestingu á því hve miklum árangri bæjaryfirvöld hafa náð í hagsmunagæslu á þessu sviði síðustu fjögur árin. Sjálfur reyndi ég eftir megni sem þingmaður að leggjast á sveif með forráðamönnum bæjarins í þessum efnum – og vonandi […]
Hvar er best að búa?

Viðskiptaráð Íslands hefur frá árinu 2015 haldið úti vefnum Hvar er best að búa, þar sem notendum gefst kostur á að bera saman kostnað við að búa í sveitarfélögum landsins. Á vefnum er hægt að slá inn upplýsingar út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis. Vefurinn Hvar er best að búa er tól til þess að upplýsa […]