Ekki moka burt hrauninu!

Okkur finnst óskiljanlegt að bærinn hafi sett af stað ferli til að moka nær ósnortnum hluta hraunsins í burtu til þess að búa til miðbæ þegar nóg pláss er til staðar til að gera núverandi miðbæ enn betri. Það er ekki eingöngu kostnaðurinn við moksturinn og flutninginn á 680 þúsund rúmmetrum af jarðvegi sem eðlilegt […]
Árangri og áföngum fagnað með hnallþórum

Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga til lands og sjávar gerðu sér dagamun núna undir lok vikunnar í tilefni góðs gengis í starfseminni og því að náðst hafa ýmsir áfangar sem vert er að fagna. Hnallþórur voru á borð bornar í skipum félagsins og kaffistofum þess og dótturfélaganna. Fögnuðurinn náði alla leið til Portúgals þar sem starfsmenn […]
Andlát: Kristín Björnsdóttir

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín Björnsdóttir, frá Bólstaðarhlíð í Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum sunnudaginn 24. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Júlíus Valdimar Óskarsson Ólafur Hjálmarsson, Sigríður Anna Einarsdóttir Þorleifur Dolli Hjálmarsson, Sigurdís Harpa Arnarsdóttir Soffía Birna Hjálmarsdóttir, Sigurður Steinar Konráðsson og barnabörn (meira…)
Rúmlega þúsund manns hlaupa Puffin run í dag

Í dag fer fram árlegt utanvegahlaup, Puffin Run. Hlaupið byrjar kl.12:15 og er upphaf hlaupsins frá Tangagötu við mjölgeymslu Ísfélagsins. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum að Tangagötu verður lokað frá kl.12:00 og á meðan hlauparar leggja af stað. Einnig verður lokað fyrir umferð á Stórhöfðavegi við Klaufina. Lögreglan vill benda ökumönnum á […]
Rán selur Töfra-Álfinn frá SÁÁ

Kraftmikið sölufólk úr fimleikafélaginu Rán undir stjórn Sirríar Bjartar Lúðvíksdóttur verður á ferðinni í verslunum og á bensínstöðvum í Vestmannaeyjum næstu dagana til að selja Töfra-Álfinn frá SÁÁ. Ekki er að efa að Álfinum verður tekið fagnandi í Eyjum líkt og endranær. Þetta er í 34. skipti sem SÁÁ stendur að Álfasölunni, sem er ein […]
Að sturta niður

Mundu að sturta, segja konurnar okkar stundum þegar við erum búnir á klósettinu. Það er ekkert verra en að koma að klósetti með öllu gumsinu frá síðasta notanda. Þetta minnir mann á það hve sjálfsagt okkur finnst vera að sturta niður og óhugsandi þær aðstæður að það væri ekki hægt. Hér áður var vatni safnað […]
Já, er það?

Á dögunum birti ég hér nokkrar pælingar sem upp komu eftir spjall við fólkið í bænum. Ég sagði þar að kannski kæmi frá mér eitthvað meira og nú ætla ég að standa við það. Áður en ég held áfram er rétt að taka fram að fjölmargir hafa haft samband við mig og tjáð sig mjög […]
Eyjalistinn hræðist ekki að bjóða betri þjónustu

Ég hlustaði á útvarpsþátt í gær þar sem tveir oddvitar og einn frambjóðandi flokkanna sem bjóða sig fram í Vestmannaeyjum ræddu saman. Þar talaði oddviti Sjálfstæðisflokksins um það að þeim fannst meirihlutinn hafa forgangsraðað öðruvísi en þau hefðu gert á kjörtímabilinu. Það var þá sem ég hugsaði hvað það var nú gott að Eyjalistinn var […]
Vinnslustöðin og Ísfélagið styrkja stjórnvöld í Úkraínu

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ákveðið að styrkja stjórnvöld í Úkraínu um eina milljóna dala, jafnvirði um 130 milljóna króna. Með þessu vilja fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi leggja sitt af mörkum með von um að bundinn verði endir á hörmungar úkraínsku þjóðarinnar hið fyrsta. Haft verður samráð við íslensk stjórnvöld um ráðstöfun fjárins. Fyrirtækin sem að styrknum […]
Í því felast aukin lífsgæði eldra fólks

Ég ólst mikið til upp í sveit hjá ömmu minni og afa ásamt því að fara í sveit til þeirra á sumrin. Þau voru öflug og sjálfstæð alveg til 90 ára aldurs, þegar þau sóttu íbúð með heimaþjónustu og fengu svo dvöl á hjúkrunarheimili ári eftir það. Eldra fólk er jafn ólíkt og það er […]