Viljum vera í fremstu röð og getum það!

Undanfarin tvö ár hefur Vestmannaeyjabær verið í fyrsta sæti í þjónustukönnun Gallup meðal 20 stærstu sveitarfélaganna þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur. Af því er ég stolt og það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Skólar og leikskólar eru „vinnustaðir“ barna okkar í allt að 14 ár. Mikil umræða hefur verið undanfarin ár […]
Úrslitakeppning hefst í dag hjá Stelpunum

Í kvöld hefst úrslitakeppni Olísdeildar kvenna þegar liðin sem höfnuðu í þriðja til sjötta sæti mætast en liðin sem hrepptu tvö efstu sætin, Fram og Valur, sitja hjá. Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan klukkan 19:40 og í KA-heimilinu Íslandsmeistarar KA/Þórs og Haukar viðureignin hefst klukkan 18. Liðin mætast öðru sinni um helgina í TM-höllinni […]
Sigling á Sjálfstæðisflokknum í Eyjum!

Óhætt er að fullyrða að prófkjör Sjálfstæðismanna, til að stilla upp framboðslista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, hafi gefið flokknum byr í seglin og laðað fólk til fylgis við framboðið. Það er reyndar vel skiljanlegt og eðlilegt því að Sjálfstæðisflokkurinn er eina framboðið í Eyjum sem treysti kjósendum til að stilla frambjóðendum upp á lista sinn. Kjósendur […]
Forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag (uppfært)

Forsala miða á Þjóðhátíð 2022 hefst í dag klukkan 9:00 á dalurinn.is. En tilkynnt hefur verið um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár en fram koma Bríet, Bubbi Morthens, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur og Flott, auk hljómsveitarinnar Hipsumhaps sem spilar á hátíðinni í fyrsta sinn en rætt er við meðlim sveitarinnar á vef fréttablaðisins. Uppfært: Forsölu frestast […]
Búið að opna fyrir strandveiðiumsóknir

Búið er að opna fyrir strandveiðiumsóknir í Ugga. Fyrsti dagur strandveiða verður mánudaginn 2. maí. Til að hefja strandveiðar þann dag þarf umsókn að hafa borist Fiskistofu fyrir kl.13:30, 29.apríl og greiðsluseðill greiddur fyrir 21:00 sama dag. Nánari upplýsingar um strandveiðar má finna hér Eins og áður þarf að skila með rafrænum hætti aflaupplýsingum til Fiskistofu. Auk Fiskistofu […]
Hrafnhildur Hanna áfram hjá ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur til tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið […]
Tveir fulltrúar FIV fara til New York

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var valinn til að taka þátt í ritgerðarsamkeppni um málefni Sameinuðu þjóðanna. Þetta er samvinnuverkefni Oddfellowreglunnar og Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að styðja ungt fólk með leiðtogahæfileika. Verkefnið hófst árið 1949 og var að frumkvæði forsetafrú Bandaríkjanna Eleanor Roosevelt. Nemendur skólans skiluðu inn ritgerðum helguðum hinum ýmsu deildum og hugsjónum […]
1150 skráðir til leiks í The Puffin Run

The Puffin Run fer fram í Vestmannaeyjum þann 7. maí 2022 kl. 12:15. Í boði er einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki sem og boðhlaup 2 og 4 manna í karla-, kvenna-, og blönduðum flokki. Hlauparar geta þá hlaupið 2*10 km eða 4*5 km. Rásmark og endamark verður á Nausthamarsbryggju. Nú styttist í hlaupið og verð […]
Nú mæta allir!!

Nú þegar að það liggur loks fyrir að Manúela er búin að fá töskurnar sem gleymdust í Ísrael þá eru engar afsakanir lengur fyrir að mæta ekki á kvennaleik ÍBV og Stjörnunnar í úrslitakeppninni í handboltanum. Leikurinn er nú á fimmtudaginn kl. 19:30 í Íþróttamiðstöðinni því Týsheimilið er upptekið. En ágætu Eyjamenn, þið eruð að […]
Íslensk saltfiskveisla í Katalóníu samhliða sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Rúmlega 100 veitingastaðir í Katalóníu-héraði á Spáni munu kynna íslenskan saltfisk undir slagorðinu Tellem el Bacallá (Katalónska: Smakkaðu saltfiskinn), og bjóða upp á saltfisk frá Íslandi á matseðli sínum næsta mánuð. Kynningin, sem er samstarf milli markaðsverkefnisins Bacalao de Islandia, Estrella Damm bjórframleiðandans og Félags saltfiskútvatnara á Spáni, hefst í dag og stendur til 5. […]