Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni

Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni er í dag þegar KA menn koma í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14 og fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að sjálfsögðu verður grill fyrir leik og í hálfleik. Áhugasamir geta kíkt við í Týsheimilið fyrir leik og tryggt sér árskort sem gildir á alla deildarleiki mfl karla […]
Funda með hlutaðeigandi aðilum um lundaveiðar í Stórhöfða

Áskorun um friðun Stórhöfða var til umræðu í bæjarráði í dymbilvikunni. Í erindi dagsett 6. apríl sl., skora Ferðamálasamtök Vestmannaeyja á bæjarráð að friða Stórhöfða eða banna alfarið lundaveiðar í höfðanum. Í áskorun samtakanna segir meðal annars “Þangað beinum við þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma til Eyja til þess að sjá lundann í sínu náttúrulega […]
Svæðisskipting á plokkdeginum

Vestmannaeyingar eru ríkir af félagasamtökum og hópum sem láta sig samfélag sitt varða. Slíkir hópar hafa áður tekið virkan þátt í Stóra plokkdeginum með því að taka að sér ákveðin svæði sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Umhverfis- og framkvæmdasvið hefur undanfarna viku sett sig í samband við forsvarsmenn viðkomandi félagasamtaka og hópa. Eru félagsmenn […]
Hvað geta einstaklingar og fyrirtæki gert til að bæta aðgengi?

Við þurfum ekki öll að sigra heiminn. Margt smátt gerir eitt stórt og þannig ber okkur að hugsa þegar kemur að aðgengi. Við skulum fyrst og fremst huga að okkar nærumhverfi og þeim verkefnum sem við sjálf vinnum að og standa okkur nærri. Hér koma nokkrar hugmyndir um hluti sem ég tel mikilvæga og ættu […]
Verkþekking við sjávarsíðuna – arfur til auðs

Á morgun laugardaginn, 23. apríl verður áhugaverð dagskrá í boði í Sagnheimum sem hefst kl 11:00 og lýkur á Sjóminjasafni Þórðar Rafns með viðkomu í anddyri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Um er að ræða málþing á vegum Vitafélagsins – íslenskrar strandmenningar í samstarfi við heimamenn og menningar- og viðskiptaráðuneytið. Dagskrá: Kl. 11:00 Setning og fundarstjórn Sigurhanna […]
Ýmsar brotalamir í úttektarskýrslu um Herjólf

Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs í vikunni sem leið og gerði m.a. grein fyrir úttektarskýrslu um Herjólf, sem unnin var að beiðni Vegagerðarinnar. Um er að ræða framkvæmd eftirlitsskoðunar í samræmi við ákvæði þjónustusamnings ríkisins við Vestmannaeyjabæ um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Meðal annars voru tekin út gæðakerfi (öryggisstjórnunarkerfi), viðhaldskerfi, ástandsskoðun í […]
Stóri plokkdagurinn – Hreinsunardagur á Heimaey 2022

Sunnudaginn 24. apríl n.k. er Stóri plokkdagurinn og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Nú hefur takmörkunum vegna Covid verið aflétt og því mögulegt að halda daginn hátíðlegan á ný. Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera […]
Komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra

Skipstjóri Herjólfs, sem var uppvís að því fyrr á árinu að sigla án atvinnuréttinda, og Herjólfur ohf. hafa komist að samkomulagi um starfslok. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við mbl.is. Mál skipstjóra litið alvarlegum augum Skipstjórinn og Herjólfur ohf. komust aftur á móti að samkomulagi um starfslok sem voru tilkynnt starfsmönnum […]
Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022

Tilkynnt var um val á Bæjarlistamanni Vestmannaeyja í Eldheimum í dag. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs tilkynnti valið og afhenti Laufey Konný Guðjónsdóttur fulltrúa félagsins viðurkenninguna. Á athöfninni fluttu Heiðmar Magnússon og Magdalena Jónasdóttir ljóð og skólalúðrasveit Vesmannaeyja spilaði nokkur lög. Fram kom í ræðu Njáls að bæjarráð var einróma í afstöðu sinni um að félagið […]
Nýr kafli hjá Sjálfstæðisflokknum

Þegar rétt stemning myndast er fátt skemmtilegra en að taka þátt í samheldnu stjórnmálastarfi. Margir Vestmannaeyingar hafa fundið sér farveg til góðra verka í starfi Sjálfstæðisflokksins og það sem er jafnvel enn mikilvægara er að þá hafa margir Eyjamenn fundið vináttu og sterk tengsl sem stundum endast út lífið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sögulega verið sameiningarafl á […]