Í aðdraganda kosninga

Góðir íbúar Vestmannaeyja! Að baki er einstaklega vel heppnað prófkjör Sjálfstæðisflokksins hér í bæ og hefur listi framboðsins verið samþykktur. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir frábærri prófkjörsbaráttu, miklum fjölda fólks sem bauð sig fram og drengilegri baráttu. Allt varð þetta til þess að skila góðri niðurstöðu þar sem valinn maður er […]
Áform um nýsmíði skipa og nýtt botnfiskvinnsluhús Vinnslustöðvarinnar

Hafinn er undirbúningur að uppbyggingu nýs húss fyrir botnfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Innan fárra vikna liggja fyrir frumhugmyndir að hönnun, skipulagi og sjálfum framkvæmdunum. Gömul hús verða rifin og ný byggð í áföngum svo unnt verði að halda fiskvinnslu gangandi allan tímann. Þetta kom fram í máli Guðmundar Arnar Gunnarssonar, stjórnarformanns Vinnnslustöðvarinnar, á aðalfundi félagsins í gær. […]
Bæjarstjórn í beinni

Bæjarstjórn Vestmannaeyja – 1582. fundur 1582. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, 7. apríl 2022 og hefst hann kl. 18:00 Dagskrá: Almenn erindi 1. 202203127 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021 – FYRRI UMRÆÐA – 2. 202002051 – Málefni Hraunbúða Fundargerðir til staðfestingar 3. 202203009F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 362 Liður […]
Kanna samstarf við Römpum upp Ísland

Bæjarráð tók á fundi sínum í dag fyrir bréf stjórnarformanns Römpum upp Ísland verkefnisins til bæjarráðs og bæjarstjóra. Markmið verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun, og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi […]
Funda með dómsmálaráðherra um stöðu sýslumanns

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag. Lagt var fyrir bæjarráðs bréf dómsmálaráðherra til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21. mars sl., um endurskipulagningu sýslumannsembætta. Í bréfinu er kveðið á um gagngera endurskoðun á skipulagi embættanna sem miðar að því að sameinu öll níu embætti landsins í eitt. Fyrir […]
Vestmannaeyjar eiga að hampa Júlíönu

Sýningin Ertu héðan? opnar á laugardaginn í KFUM & K húsinu. Sýningastjórinn er Vala Pálsdóttir en sýningin er afurð meistararitgerðar hennar frá Listaháskóla Íslands og er útskriftarverkefnið hennar frá skólanum. Í ritgerðinni veltir Vala upp þeirri hugmynd að Vestmannaeyjabær taki að sér að halda utan um störf og ævi Júlíönu Sveinsdóttur. „Ég hef lengi verið […]
Breytt deiliskipulag hafnarsvæðis H-2 við Strandveg 104 í botni Friðarhafnar

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 24. mars 2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafnasvæðis við Eiði, vesturhluti, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Helstu breytingar á svæðinu eru að lóða- og byggingarreitur við Strandveg 104 eru stækkuð en fyrirhugað er að byggja seiðaeldisstöð í húsinu. Lóð við Strandveg 104 er stækkuð til […]
framboðslisti Eyjalistans samþykktur

Á fjölmennum félagsfundi Eyjalistans fyrr í kvöld var framboðslisti félagsins fyrir komandi kosningar samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Listann skipa eftirfarandi: 1. Njáll Ragnarsson – Deildarstjóri og formaður bæjarráðs 2. Helga Jóhanna Harðardóttir – Grunnskólakennari 3. Erlingur Guðbjörnsson – Stöðvarstjóri hjá Íslandspósti 4. Hildur Rún Róbertsdóttir – Deildarstjóri í leikskóla 5. Díana Íva Gunnarsdóttir – […]
Skora á bæjarráð að banna lundaveiði í Stórhöfða

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja skora á bæjarráð að friða Stórhöfða eða alfarið banna lundaveiðar þar. Þangað beinum við þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma til Eyja til þess að sjá lundann í sínu náttúrulega umhverfi enda búið að byggja þar lundaskoðunarhús sem almenningur hefur aðgang að. Í Stórhöfða er fylgst með varpi, við sjáum lundapysjurnar vaxa og þar […]
Opna hermamót Ísfélagsins

Golfklúbbur Vestmannaeyja opnaði nýlega frábæra innanhúsaðstöðu til að spila golf við bestu mögulegu aðstæður. Ísfélag Vestmannaeyja kynnir nú fyrsta opna golfmótið í golfhermum. Allir golfarar eru hvattir til að taka þátt. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag, leikreglur og skráningu má finna hér: https://www.isfelag.is/is/page/golf (meira…)