Vilja færanlegra varaaflsstöðva til Vestmannaeyja

Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf voru til umræðu á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Fram kom að bæjarstjóri fundaði með ráðherra orkumála þann 6. janúar sl. Á fundinum fór bæjarstjóri yfir stöðuna á rafmagnsþörf, forgangsorku, varaafli, flutningskerfi, gjaldtöku og þörf með tillit til orkuskipta. Þá hefur bæjarstjóri óskað eftir því við 1. þingmann […]
Nú verða fluttar loðnufréttir

Nýlega var settur í loftið vefurinn lodnufrettir.is, þar má finna ýmsar tölulegar upplýsingar um gang loðnuveiða. Að sögn þeirra sem að verkefninu standa var loðnufréttir sett í loftið til að fylgjast með ævintýralegum aflabrögðum sem eiga sér stað í íslenskri landhelgi þegar loðnan lætur á sér kræla. Eins og flestir hafa heyrt þá stefnir í […]
Fólksflutningarnir miklu á nýjum söguvef í tilefni af fimmtugsafmæli Heimaeyjargossins

Þann 23. janúar 2023 verða liðin 50 ár frá því að rúmlega 5000 íbúar Vestmannaeyja urðu að flýja bæinn sinn. Eldgos var hafið örskotslengd frá sjálfri byggðinni á Heimaey. Um miðja nótt streymdi fólk niður að höfn og fór um borð í 52 báta sem fluttu stærsta hluta íbúanna til Þorlákshafnar. Aðrir voru fluttir á […]
ÍBV-Haukar í dag

Eyjastúlkur mæta Haukum Olís-deild kvenna í dag. Haukastúlkur hafa leikið vel upp á síðkastið og sitja í þriðja sæti deildarinnar 13 stig eftir 11 leiki. ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar með 6 stig úr 8 leikjum. Haukastelpur koma með flugi til Eyja og því ekkert því til fyrirstöðu að flautað verði til leiks […]
Krónan þakkar fyrir sig með afslætti

Krónan býður viðskiptavinum sínum upp á 5 prósent afslátt af öllum vörum í verslunum sínum á morgun, laugardaginn 22. janúar. Tilefnið er að fimmta árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru fyrr í dag. Krónan hlaut hæstu einkunn meðal verslana á matvörumarkaði með marktækum mun […]
Skipstjóri á Herjólfi sigldi eftir að réttindi runnu út

Skipstjóri hjá Herjólfi hefur fengið áminningu í starfi og verið lækkaður í tign, eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. við fréttastofu RÚV. Lögskráningu skipsins var ábótavant, þar sem skipstjórinn hélt áfram að sigla eftir að atvinnuréttindi hans runnu út fyrir jól. […]
Sýnatökur á morgun við HSU

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sýnatökur á morgun laugardag kl 9:30 fyrir þá sem eru að losna úr sóttkví og þá sem finna fyrir einkennum – PCR próf. Þeir sem hafa fengið strikamerki og eru að ljúka sóttkví geta mætt en öðrum sem eru með einkenni og ætla mæta er bent á að skrá […]
Minningarstund í Landakirkju á sunnudagskvöld

Í ljósi samkomutakmarkana mun goslokanefnd standa fyrir minningarstund í Landakirkju þann 23. janúar næstkomandi, rétt eins og í fyrra. Dagskráin verður með svipuðu sniði, þ.e. fluttar verða hugvekjur og eyjalög sungin og spiluð. Minningarstundin hefst kl. 20:00 á sunnudagskvöld og verður hægt að nálgast hlekk á hana á vef Vestmannaeyjabæjar, samfélagsmiðlum bæjarins og á eyjamiðlunum. […]
Sjúkraflug undir fordæmalausu álagi

Staðan á HSU í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum, kom á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu læknamönnunar á Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri hefur, f.h. Vestmannaeyjabæjar, óskað eftir fundi með nýju heilbrigðisráðherra, til þess að ræða stöðu og starfsemi HSU í Vestmannaeyjum, stöðu sjúkraflugs og […]
Slakar flugsamgöngur og illa búið dýpkunarskip

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en þar kom fram að flugfélagið Ernir hóf áætlanaflug til og frá Vestmannaeyjum þann 23. desember sl., að undangenginni verðkönnun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Flugið er starfrækt með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna Covid. Dýpi í Landeyjahöfn hefur versnað og verður dýpkað þegar aðstæður leyfa. Bæjarstjóri […]