Þrettándablaðið er komið út

Þrettándablað ÍBV fyrir árið 2022 er komið út og er hægt að nálgast það með því að smella hér. Blaðið inniheldur viðtöl við besta leikmann ÍBV í knattspyrnu karla árið 2021, efnilegasta leikmann meistaraflokks kvenna í handknattleik og einn af atvinnumönnum félagsins sem leikur í Þýskalandi. Ásamt því er hugvekja frá sóknarpresti Landakirkju, annáll frá framkvæmdastjóra […]
Úthlutun byggðakvóta 2021/2022

Á fiskveiðiárinu 2021/2022 er almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum. Þrjú byggðarlög fá 300 þorskígildistonna hámarksúthlutun á fiskveiðiárinu 2021/2022 og sextán byggðarlög fá 15 þorskígildistonna lágmarksúthlutun. Úthlutunin byggir á þeim reglum sem fram koma í 4. gr. reglugerðar nr. 919/2021, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021/2022, og upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt […]
Sinntu nokkrum minniháttar verkefnum (myndir)

Bálhvasst var í Vestmannaeyjum í nótt og náði veðrið hámarki um miðnætti en þá var meðalvindhraði á Stórhöfða 31 m/s og fór í 38 m/s í hviðum. Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti nokkrum minniháttar verkefnum að sögn Arnórs Arnórssonar formanns félagsins. Þar á meðal var geymsluskúr sem fauk eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Vegna veðurs […]
Fækkar í sóttkví, 84 í einangrun

Í dag er 576 einstaklingur í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fjölgað um 15 á milli daga. Í Vestmannaeyjum eru 84 einstaklingar í einangrun eða einum fleiri en í gær. Þeim sem eru í sóttkví hefur fækkað og eru 49 í dag en voru 60 í gær. Þetta kemur fram í tölum […]
Þrettándagleði ÍBV með sóttvarnarsniði

Þrettándagleði ÍBV verður laugardaginn 8. janúar 2022. Hátíðin verður með sama sniði og í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Kveikt verður á kertunum á Molda kl. 19:00, í framhaldinu munu Jólasveinarnir horfa til byggða ofan af Há, til að geta veifað til barnanna og svo verður skotið upp flugeldum af Há, Helgafelli […]
Eitt besta rekstrarár í sögu fyrirtækisins

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sendir sendi í gær nýárskveðju til starfsfólks þar sem hann gerir upp liðið ár og áskoranir þess. Binni segir í kveðjunni að ástæða hafi verið til að óttast að COVID hefði veruleg áhrif á rekstur og starfsemi Vinnslustöðvarinnar en það hafi ekki gerst og upplýsir að 2021 hafi verið eitt […]
Við upphaf nýs ár – frá framkvæmdastjóra

Ég óska starfsfólki Vinnslustöðvarinnar og Vestmannaeyingum öllum gleðilegs og farsæls árs með þökk fyrir samstarf og samskipti á liðnum árum. Hver er sinnar gæfu smiður og gæfusmiðir fyrirtækis eru starfsfólk þess. Það sannaðist enn og aftur í tilviki Vinnslustöðvarinnar á árinu 2021. Áskoranir af ýmsu tagi tilheyra amstri dagsins en stærstu áskoranir undanfarinna tveggja ára […]
Grunur um smit í Bergey VE

Grunur er um að smit sé komið upp enn eina ferðina um borð í togaranum Bergey VE. Skipið er komið til hafnar í Vestmannaeyjum og er gert ráð fyrir að sýnataka fari fram í dag. Þetta herma heimildir 200 mílna. Stutt er frá því að stöðva þurfti veiðar þegar skipverjar reyndust smitaðir í desember. Bergey […]
Ársit knattspyrnudeildar komið út

Ársit knattspyrnudeildar ÍBV er komið út fyrir árið 2021, árið var mjög gott hjá ÍBV þar sem karlaliðið tryggði sér sæti í efstu deild á ný með því að enda í 2. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Hlekkur á ársritið. Meistaraflokkur kvenna hjá félaginu hélt sæti sínu í efstu deild og vann glæsta sigra á tímabilinu, […]
Dýpri lægðir sjást varla

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir suðurland sem gildir frá 5 jan. kl. 21:00 – 6 jan. kl. 04:00. Spáð er suðaustan 20-28 m/s, hvassast með suðurströndinni. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát […]