57 í einangrun í Vestmannaeyjum

Í dag eru 389 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hafa aldrei verið fleiri. Tilfellum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúman þriðjung síðan á mánudag. Alls eru 57 í einangrun í Vestmannaeyjum og hefur þeim fjölgað nokkuð síðustu daga. En 128 eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Alls eru 583 í sóttkví […]

Mest lesið 2021 8. sæti: Hótel Vestmannaeyjar til sölu

Hefð er fyrir því í lok árs að líta yfir farinn veg og skoða vinsælustu fréttir ársins á vefnum hjá okkur. Við munum fara yfir átta mest lesnu fréttir ársins á næstu dögum. Þessi vakti athygli um mitt árið, en Hótelið er enn til sölu. https://eyjafrettir.is/2021/06/15/hotel-vestmannaeyjar-til-solu/ (meira…)

Fara varlega og gæta sérstaklega vel að persónulegum smitvörnum

Bær Eldfell

Vegna fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga bæði á landsvísu og hér í Eyjum vill aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum skora á íbúa að taka höndum saman um að fara varlega og gæta sérstaklega vel að persónulegum smitvörnum, halda tveggja metra fjarlægðarmörkin, nota andlitsgrímur og þvo og spritta hendur reglulega. Þá er afar mikilvægt að virða reglur um […]

Aukið framboð og lítil breyting á verði

Flugeldasala Björgunarfélags Vestmannaeyja opnar á sínum stað í dag við Faxastíg 38 og verður opin alla daga til áramóta. Líkt og í fyrra verður einnig opin vefverslun með flugelda á slóðinni eyjar.flugeldar.is. Adólf Þórsson, sem haft hefur veg og vanda af flugeldasölunni hjá Björgunarfélaginu undanfarin ár sagði að töluvert væri um nýjar vörur á boðstólnum. […]

36 í einangrun 96 í sóttkví

Mikil fjölgun hefur verið á covid-19 smitum í Vestmannaeyjum síðustu daga en HSU birtir reglulega smittölur fyrir Suðurland. Fjöldi í einangrun er nú kominn í 36 en voru 10 þann 24. desember þegar tölurnar voru síðast uppfærðar. Alls eru 96 í sóttkví í Vestmannaeyjum.  Dags:       27.des   27.des Póstnúmer       […]

Fjórir íbúar og átta starfsmenn smitaðir í það minnsta

Fjórir íbúar og átta starfsmenn í það minnsta hafa greinst með covid-19 og óvíst var með prófanir á þremur aðilum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HSU. Sóttvarnarteymi Suðurlands mun koma strax í fyrramálið og skipta upp heimilinu. Frekari aðgerðir eru byrjaðar og halda áfram næstu daga en heimilið er nú alveg lokað […]

Smit hjá starfsmönnum á Hraunbúðum

Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á Hraunbúðum tímabundið vegna þess að tveir starfsmenn á heimilinu hafa greinst smitaðir af COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu sem Hollvinasamtök Hraunbúða sendu frá sér í dag.   (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.