Búið er að bólusetja fyrsta skammtinn

„Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum,“ segir á FB-síðu Laxeyjar í morgun. „Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um […]

Herjólfslundur og haustskammdegið

20240801_221926

Fyrir liggur að Lundaballið og litlu jólin í Barnaskólanum hafa verið sameinuð og allir fá epli og annað góðgæti í veislunni. Haustið færist nú yfir og þá er mikilvægt að lundin sé létt. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Með tilmælum ÍBV íþróttafélags og veglegum fjárstuðningi bæjaryfirvalda hefur nú verið ákveðið að gangsetja […]

Festu vinningsmiðann inn í fartölvu til öryggis

Lotto

Það var fleiru smalað en bara sauðfé á Ströndum á laugardag heldur rataði þangað einnig umtalsvert fé frá Lottóinu. Óvenju gestkvæmt var hjá heppinni konu á besta aldri á Hólmavík vegna smölunar, börn og barnabörn í húsi og varð uppi fótur og fit á heimilinu þegar ljóst var að hún hafði unnið óskiptan fyrsta vinning, […]

Á fiskinum lifir þorpið, þorskurinn er fólkinu allt

Við íslendingar eigum mikið undir traustum sjávarútvegi og ábyrgri auðlindanýtingu. Okkur hefur tekist að koma á ágætu jafnvægi á milli nýtingar og verndar þeirra fisktegunda sem að við nýtum. Í sögulegu samhengi er þetta mikilvægt því að ósjálfbærar veiðar voru hér stórt vandamál á árum áður. Með tilkomu kvótakerfisins náðum við stjórn á stífri sjósókn, […]

Mikil umsvif hjá Hampiðjunni í Vestmannaeyjum

Ingi Freyr – Einn víðförlasti netagerðarmaður Íslands „Hampiðjan er í dag stærsti framleiðandi veiðarfæra í heimi með starfsemi á 76 stöðum í 21 landi og með um 2000 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru við Skarfabakka í Sundahöfn en þar eru aðalskrifstofurnar, netaverkstæði og aðallager fyrirtækisins á Íslandi. Hjarta framleiðslunnar á vörum fyrirtækisins er Hampidjan Baltic í Litháen, þar […]

Framúrskarandi fyrirtæki í sjávarútvegi heiðruð

Icefish 24

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, með stuðningi matvælaráðuneytisins og Kópavogsbæjar, voru veitt í gærkvöldi í níunda skipti, að loknum fyrsta degi IceFish 2024. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999.  Verðlaunin heiðra framúrskarandi árangur í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, með sérstakri áherslu á nýsköpun og byltingarkenndar vörur, ásamt því að verðlauna framúrskarandi þjónustu. Viðburðurinn að þessu sinni hófst með að merkum […]

Eyjafréttir í dag – Stútfullt blað af flottu efni

Nýjasta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og er fjölbreytt að efni að venju. Meginstefið er sjávarútvegur í Vestmannaeyjum í sinni víðustu mynd og þjónustan við hann. Tilefnið er Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi sem opnuð verður í dag. Þar verða Eyjafréttir sýnilegar og kynna það sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða í veiðum, vinnslu […]

Þórhallur bauð upp á einlæga stund í Einarsstofu

Þórhallur Helgi Barðason er ekki maður einhamur, syngur, kennir söng, yrkir,  gefur út ljóðabækur,  stjórnar kórum og nær að hrífa fólk með einlægum upplestri úr kvæðum sínum. Allt fékk þetta að njóta sín á yndisstund á fimmtudagskvöldið í Einarsstofu. Aðalstefið var upplestur á ljóðum Þórhalls við undirleik hljómsveitar Þóris Ólafsson. Sjálfur tók Þórhallur lagið og […]

IceFish 2024 hefst í Smáranum á morgun

Íslenska sjávarútvegs-, sjávarrétta- og fiskeldissýningin, IceFish 2024, hefst í Smáranum á morgun 18. september með pomp og prakt og býður hjartanlega velkomna sýnendur og gesti frá öllum heimshornum. Dyrnar opna klukkan 10:00 en formleg opnunarathöfn hefst klukkan 14:00. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, setur sýninguna með formlegum hætti. IceFish fagnar núna 40 ára afmæli og mun […]

Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja á morgun

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Akógessalnum annaðkvöld, miðvikudag 18. september klukkan 20:00. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta […]