Huginn á leið til Eyja með fyrstu loðnuna, aðalvél Kap ekki komin í lag

Huginn er lagður af stað af miðunum fyrir norðan land með fyrstu loðnuna til Vestmannaeyja. Skipið er væntanlegt til hafnar seint í kvöld eða í nótt með um 1.800 tonn til bræðslu. Ísleifur er áfram að veiðum norður af Langanesi, kominn með um 1.300 tonn og heldur að líkindum heim á leið í kvöld. Þá […]

Skorar á ráðherra samgöngumála að ganga rösklega til verks

Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gerði flugsamgöngur við Vestmannaeyjar að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Ræðuna má sjá hér að neðan: Herra forseti. Ég vil nota hér tækifærið til að ávarpa þingheim og minna á þá erfiðu og snúnu stöðu sem Vestmannaeyingar búa við varðandi samgöngur. Vestmannaeyjar eru eina sveitarfélag landsins […]

9. desember – Sólrún Erla Gunnarsdóttir | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

Íbúafundur um umhverfis- og auðlindastefnu í beinni

Vestmannaeyjabær hefur undanfarið unnið að umhverfisgreiningu sem mun liggja til grundvallar fyrir gerð umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins. Á íbúafundinum verða kynntar helstu niðurstöður umhverfisgreiningarinnar og farið yfir helstu viðfangsefni umhverfismála Vestmannaeyjabæjar. Markmið fundarins er einnig að fá fram hugmyndir frá íbúum varðandi aðgerðir fyrir umhverfisstefnu bæjarins. Þeir sem taka þátt í gegnum vefstreymi munu geta […]

Fiskvinnsla VE færir ungu íþróttafólki bókagjöf

Fiskvinnsla VE hefur ákveðið að gefa krökkum/unglingum fæddum 2003-2007 bæði í hand-og fótbolta hjá ÍBV bókina Næringin skapar meistarann eftir Elísu Viðarsdóttur. Bókin er fræðslubók fyrir íþróttafólk og foreldra/forráðamenn, einnig leynast uppskriftir í bókinni ásamt reynslusögum íþróttafólks. Elísa mun mæta til Eyja í dag miðvikudag og kynna bókina ásamt því að bjóða upp á áritun. […]

Óvíst með framhaldið hjá Bergey

Fimm úr áhöfn Bergeyjar VE hafa reynst smitaðir af Covid-19. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra Bergs-Hugins, og spurði hvenær þetta hefði gerst. „Það voru áhafnarskipti í Neskaupstað á fimmtudaginn. Einn sem var að koma í land fór að finna fyrir einkennum á föstudag og var þá kominn til Reykjavíkur. Hann fór í hraðpróf […]

8. desember – Andrea Elín Atladóttir | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir næstu tvær vikur

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv. Þessi ákvörðun er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að viðhalda óbreyttum takmörkunum í ljósi óvissu um þróun faraldursins, […]

Næstu skref bólusetninga í Vestmannaeyjum 

Miðvikudaginn 8. desember hafa 750 manns verið boðaðir í bólusetningu vegna covid. Eru það flestir einstaklingar sem boðaðir eru í örvunarskammt og ættu einstaklingar sem bólusettir voru fyrir 6 mánuðum eða lengur núna að hafa fengið boð.  Bólusett verður í Íþróttahúsinu OPINN TÍMI verður klukkan 15 er og er sá tími ætlaður fyrir einstaklinga sem […]

Íbúafundur um umhverfis- og auðlindastefnu Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær hefur undanfarið unnið að umhverfisgreiningu sem mun liggja til grundvallar fyrir gerð umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins. Á íbúafundinum verða kynntar helstu niðurstöður umhverfisgreiningarinnar og farið yfir helstu viðfangsefni umhverfismála Vestmannaeyjabæjar. Markmið fundarins er einnig að fá fram hugmyndir frá íbúum varðandi aðgerðir fyrir umhverfisstefnu bæjarins. Íbúafundurinn verður haldinn í Eldheimum þann 8. desember 2021 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.