Forsetahjónin í heimsókn til Eyja

Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason munu koma í sína fyrstu opinberu heimsókn til Vestmannaeyja dagana 8. og 9. janúar nk.. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda. Í heimsókninni munu þau fara víða um Vestmannaeyjar og kynna sér blómlegt og ört vaxandi samfélag Eyjamanna, auk þess sem þau munu eiga fund með bæjarstjórn. […]
Gul viðvörun sunnanlands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir til kl. 21:00 á morgun, fimmtudag. Í viðvörunartexta segir: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma undir Eyjafjöllum. Búast má við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar […]
Orkuskipti á pappír en olía í raun

Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti […]
Undirbúa frumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár. Þetta er í samræmi við áform sem kynnt voru í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í október sl. Í kynningunni kom fram að stefnt væri að því að gera heimildina varanlega og fyrirsjáanlega, en undanfarin ár hefur hún verið […]
Nýtt ár, ný tækifæri

Um áramót – Margrét Rós Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Á vettvangi bæjarmálanna einkenndist árið 2025 af baráttu bæjarstjórnar við ríkisvaldið og baráttu gegn hækkandi skattheimtu og álögum á fyrirtæki og á vinnandi og venjulegt fólk. Þessi aukna skattheimta er óþolandi og kemur mest niður á einmitt, venjulegu fólki. Á meðan ríkir algjört skilningsleysi á málefnum Vestmannaeyja. Vatnslögnin, […]
Grímuball Eyverja – verðlaun, gleði og glaðningur

Hið árlega grímuball Eyverja verður haldið með hefðbundnum hætti á þrettándanum, 9. janúar, í Höllinni kl. 14. Miðaverð er 500 krónur. Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin með glaðningi. Veitt verða verðlaun fyrir flotta búninga og líflega framkomu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)
Krafturinn og samheldnin er allt sem þarf

Um áramót – Stefán Friðriksson – Forstjóri Ísfélagsins Um áramót er gott að líta um öxl og huga því næst að framtíðinni. Í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski áraði nokkuð vel og þó að loðnuvertíðin hafi verið með allra smæsta móti má segja að góð makrílveiði og ágætis afurðaverð í öllum uppsjávartegundunum hafi skipt miklu máli. Þá hefur […]
Skólarnir af stað á ný

Grunnskóli Vestmannaeyja mun fara af stað á ný eftir jólafrí, á morgun 6.janúar. Nemendur og starfsfólk snúa þá aftur til skólastarfs samkvæmt hefðbundinni stundaskrá. Jólafríið hefur staðið yfir frá miðjum desember og markar morgundagurinn upphaf nýrrar annar. Framhaldsskólinn hefst svo miðvikudaginn 7. janúar. (meira…)
Nýárs atskákmót TV

Taflfélag Vestmannaeyja byrjar starfsárið með Nýars-atskákmóti kl. 13.00 sunnudaginn 4. janúar 2026 í skákheimilinu að Heiðarvegi 9. Tími á hvorn keppenda á skák verður 10 mín. + 5 sek. á leik. Reikna má með að hver umferð taki 20-25 mínútur. Þessi tímamörk eru heppileg ekki síst fyrir þá sem hafa lítið hafa teflt atskákir eða […]
Rauðu dagarnir í ár

Í upphafi árs er gaman að fara yfir hvernig frídagar ársins raðast niður. Í ár eru 11 rauðir dagar, en til samanburðar voru þeir 12 í fyrra. Annar í jólum er á laugardegi í ár en jólafrídagarnir í fyrra voru allir á virkum dögum. Nýársdagur (frídagur) Fimmtudagur 1. janúar Þrettándinn Þriðjudagur 6. janúar Bóndadagur, upphaf […]