Dagur gleði, þakklætis og framtíðar

Útskriftarræða skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum á skólaslitum haustannar „Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu verkefni hér í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og er nú tilbúið að taka næstu skref út í samfélagið. Þetta er dagur til að fagna áfangasigri – […]

Nítján útskrifuðust af sex mismunandi brautum

Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið föstudaginn 19. desember. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum. „Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu […]

Skattabreytingar á árinu 2026

Peninga

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekið verður upp kílómetragjald á öll ökutæki, samhliða því að olíu- og bensíngjöld verða felld niður. Þá verða gerðar ýmsar verðlagsuppfærslur á gjöldum auk þess sem vörugjöld af ökutækjum breytast talsvert. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er fjallað um helstu […]

Jólakveðja

Ég hef alltaf elskað aðventuna, jólin og stemminguna sem umvefur allt á þessum árstíma. Alveg sérstaklega jólaljósin sem færa okkur birtu og yl á dimmasta tíma ársins. Tíma sem við notum oft til að sýna þakklæti. Þessi árstími  minnir okkur á gleði og kærleika en líka á þær áskoranir sem við höfum unnið úr á árinu […]

Hversu miklu eyða Eyjamenn í jólagjafir?

Íbúar í Vestmannaeyjum verja að jafnaði 7,58% af ráðstöfunartekjum heimila í jólagjafir samkvæmt nýrri samantekt frá Nordregio, sem kortleggur jólagjafaeyðslu á Norðurlöndum eftir sveitarfélögum. Meðalráðstöfunartekjur heimila í Vestmannaeyjum eru metnar á 3.391 evru á mánuði, sem jafngildir um 500 þúsund krónum, miðað við gengi evru. Af þeirri upphæð fara að jafnaði um 257 evrur, eða […]

Jólaveðrið: Hlýr aðfangadagur

Jolatre Radh Lagf

Veðurhorfur á landinu í dag, aðfangadag jóla eru samkvæmt Veðurstofu Íslands þannig: Sunnan og suðvestan 15-25 m/s, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Talsverð eða mikil rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi. Minnkandi sunnanátt á morgun, 10-18 m/s síðdegis og […]

Rausnarleg jólagjöf frá Trölla til Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja fékk í kvöld afhentan rausnarlegan styrk sem safnaðist á aðventunni að frumkvæði Trölla, í samstarfi við bæjarbúa, fyrirtæki og hópa í Vestmannaeyjum. Afhendingin fór fram á heimavelli Trölla í Vöruhúsinu og nam styrkurinn alls 1.180.000 krónum. Í upphafi aðventu hafði Ármann Halldór Jensson samband við Krabbavörn Vestmannaeyja og lýsti yfir áhuga á að […]

Lítil breyting á íbúafjölda í Eyjum frá hausti

höfn_yfir_0324_hbh_fb

Íbúum í Vestmannaeyjum hefur fækkað lítillega á síðustu mánuðum samkvæmt nýjustu tölum. Í dag, 23. desember 2025, eru 4.757 íbúar skráðir í Vestmannaeyjum. Til samanburðar voru 4.762 íbúar skráðir 1. september síðastliðinn, sem þýðir að íbúum hefur fækkað um fimm á tímabilinu. Í frétt Eyjafrétta í september kom fram að íbúafjöldinn hefði verið að mestu […]

Jólin 2025 (spegill sálarinnar)

Þar sem ég fer nú daglega, ef ég get, út að labba með hundinn minn, þá tók ég eftir því að sennilega voru u.þ.b. 90% Eyjamanna annaðhvort byrjaðir eða búnir að skreyta húsin sín fyrir lok nóvember og bara gaman að því. Eitt af því sem ég sakna pínulítið er sá gamli góði siður, sem […]

Frændur en engir vinir

DSC_6428_eis_cr

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.