Íbúafundur í dag

Í dag verður íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi og Olafur Eliasson kynnir listaverkið. Pallborðsumræður kl. 17:10, Olafur Eliasson, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Fundurinn verður í Eldheimum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 16.30 […]
Tanginn opnaði aftur í dag

Veitingastaðurinn Tanginn opnaði aftur í hádeginu í dag eftir vetrarlokun, og nú geta heimamenn notið þess að gæða sér á ljúffengum mat með einstöku útsýni yfir höfnina. Staðurinn var þétt setinn í hádeginu, enda margir sem höfðu beðið spenntir eftir opnuninni. Á matseðlinum má áfram finna vinsæla rétti eins og súpu og salat, kjúklingasalatið og […]
Látum helvítin blæða

Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi. Að byggja upp gott samfélag er langhlaup og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem við […]
Jóker-vinningur til Eyja

Fyrsti vinningur gekk ekki út í EuroJackpot að þessu sinni en sex miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra tæplega 74 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Slóvakíu, Króatíu, Danmörku, Þýskalandi og á Spáni. Þá voru tuttugu og fjórir með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 10 milljónir króna í sinn hlut. Átján […]
Þrír sækja um embætti lögreglustjóra í Eyjum

Í síðasta mánuði var embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum auglýst laust til umsóknar eftir að Karl Gauti Hjaltason tók sæti á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu sóttu þrír um embættið. „Umsækjendur um setningu í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum voru eftirfarandi: Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Sverrir Sigurjónsson, landsréttarlögmaður, Vilborg Þ.K. Bergman, lögfræðingur.” Í svari […]
Hafa lokið við dýpkun í bili

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn sl. fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna á Landeyjahöfn. Þar greindi hún frá því að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan á höfninni orðin góð. Um 8 metra dýpi er í hafnarmynninu. Álfsnesið hefur lokið dýpkun í bili en verður til taks ef á þarf að halda. Bæjarstjóri fór jafnframt […]
Eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu

Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir afgreiðsla frá stjórn Eyglóar ( eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum) sem samþykkt var á stjórnarfundi 13. mars sl. Í afgreiðslunni segir: „Stjórn Eyglóar samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að eignir Eyglóar verði auglýstar til sölu og að stjórn félagsins fái umboð til þess að ganga frá fyrirvörum […]
Bærinn og GV semja

Í síðustu viku undirrituðu þau Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Sigursveinn Þórðarson, stjórnarformaður Gólfklúbbs Vestmannaeyja tveggja ára samstarfssamning milli klúbbsins og Vestmannaeyjabæjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að megináhersla með samningnum sé skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda, en jafnframt á keppnis- og […]
Litla Mónakó – Íbúðaverð í Vestmannaeyjum rýkur upp

Svona gæti fyrirsögnin litið út í Vestmannaeyjum þegar að árið er gert upp, ef sagan endurtekur sig. Ekki ósvipuð fyrirsögn og Rúv birti í kjölfar mikils uppgangs fiskeldis á Vestfjörðum. „Viðskipti með íbúðir á Vestfjörðum hafa tekið kipp að undanförnu og er árleg velta hærri þar en á sambærilegum svæðum. Fasteignaverð á Vestfjörðum hefur jafnframt […]
„Á að vera aðgengilegur, sýnilegur og girnilegur fyrir öll“

„Við þurfum að stefna að því að gera holla valkostinn að auðveldasta kostinum“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í ræðu hjá embætti landlæknis í gær þegar kynntar voru nýjar íslenskar ráðleggingar um mataræði. Slíkar ráðleggingar voru fyrst gefnar út árið 1986 en hafa síðan þá verið endurskoðaðar fjórum sinnum. Í nýju ráðleggingunum er aukin áhersla […]