Jólin 2025 (spegill sálarinnar)

Þar sem ég fer nú daglega, ef ég get, út að labba með hundinn minn, þá tók ég eftir því að sennilega voru u.þ.b. 90% Eyjamanna annaðhvort byrjaðir eða búnir að skreyta húsin sín fyrir lok nóvember og bara gaman að því. Eitt af því sem ég sakna pínulítið er sá gamli góði siður, sem […]
Frændur en engir vinir

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]
Viðvaranir í öllum landshlutum

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Vestfirðir, Norðurland eystra, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Þá hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna veðurs á þessum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Suðurland: Talsverð eða mikil rigning (Gult […]
Kynnti aðgerðaráætlun fyrir íslenska fjölmiðla

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir íslenska fjölmiðla. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að aðgerðaáætlunin sé afrakstur viðamikils samráð við fjölmiðla landsins, auglýsendur og framleiðendur. Hún telur um tuttugu aðgerðir og hvílir á þremur þáttum: • Fjölmiðar eru grunnstoð í samfélaginu • Alþjóðleg samkeppni grefur undan íslenskum fjölmiðlum • Nauðsynlegt er að horfa […]
Vestmannaeyjabær leggur 30 milljónir í Eyjagöng

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Haraldur Pálsson fyrir hönd félagsins Eyjagöng ehf. undirrituðu samning um 30 milljón króna hlutafjárframlag sem Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að leggja inn í félagið. Markmið félagsins er að fjármagna grunnrannsóknir á jarðlögum milli lands og Vestmannaeyja vegna mögulegrar jarðgangagerðar. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að þetta sé stórt skref og […]
Kílómetragjald fyrir alla bíla tekur gildi um áramótin

Alþingi hefur samþykkt lög um kílómetragjald sem taka gildi um áramót. Með lögunum verða olíu- og bensíngjöld felld niður og í staðinn tekið upp gjald sem miðast við hvern ekinn kílómetra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Kílómetragjald var fyrst tekið upp fyrir rafmagnsbíla 1. janúar 2024 og með nýju lögunum nær […]
Landsnet og Laxey semja

Landsnet og Laxey hafa skrifað undir flutningssamning vegna raforkuafhendingar fyrir landeldi í Vestmannaeyjum. Sagt er frá þessu á vefsíðu Landsnets. Þar segir enn fremur að Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, hafi heimsótt aðalstöðvar Landsnets til að ræða stöðuna og framtíðina. Í flutningssamningnum er miðað við 10 MW flutning og er hann gerður til 10 ára að […]
Makríllinn vannýttur

Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins […]
Tíu fjölskyldur í Eyjum fá matarúttekt

Krónan hefur afhent Landakirkju jólastyrk sem safnað var fyrir í söfnun Krónunnar og viðskiptavina á aðventunni og mun hann nýtast tíu fjölskyldum í Vestmannaeyjum. Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu […]
Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út?

Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á […]