Mesti vindur á Stórhöfða í þrjú ár

Djúp lægð gekk yfir sunnan vert landið í morgun, en Veðurstofan hafði gefið út gular viðvaranir. Veðrið er blessunarlega dottið niður í Eyjum þegar þessi frétt er skrifuð. Í facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings segir að heilt yfir höfum við haft heppnina með okkur að lægðin djúpa hafi ekki komið nær landi en raun ber vitni. […]
Opna nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun á Íslandi

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur opnað nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun Íslendinga, þar sem saman eru tekin gögn frá fjölda aðila. Markmiðið er að veita heildaryfirsýn yfir þróun íþrótta og hreyfingar og gera almenningi kleift að nálgast samanburðarhæfa tölfræði á einum stað. Knattspyrna áfram vinsælust Samkvæmt samantekt ársins 2024 er knattspyrna langvinsælasta íþrótt landsmanna, með 32.108 skráða […]
Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar

Undanfarnar vikur hef ég tjáð mig opinberlega um samfélags- og bæjarmál. Viðbrögðin hafa verið fjölbreytt; flest uppbyggileg, en einnig hafa komið fram raddir sem efast um að ungur einstaklingur eins og ég geti skrifað greinar eða tekið þátt í pólitískri umræðu af fullri alvöru. Margir virðast telja að ungur einstaklingur án háskólamenntunar geti einfaldlega ekki […]
Jólaþorp Vöruhússins opnar á sunnudaginn

Kæru vinir. Við eigendur Vöruhússins viljum vekja athygli á því að litla jólaþorpið okkar opnar á sunnudaginn 14.desember kl. 15. Markmiðið okkar með jólaþorpinu er að allir geti mætt og myndað hefðir og skapað minningar á aðventunni. Þetta lukkaðist gríðarlega vel í fyrra og erum við mjög spennt að taka á móti ykkur aftur í […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðv-runin gildi í fyrramálið kl. 06:00 og gildir til kl. 12:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 35 m/s, hvassast syðst á svæðinu. Varasamt ferðaveður. Suðurland […]
Nýr yfirlæknir sjúkradeildar í Vestmannaeyjum

Magnús Böðvarsson tekur við stöðu yfirlæknis sjúkradeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum frá og með 1. janúar 2026. Magnús er sérfræðilæknir með sérhæfingu í lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands árið 1976 og hélt þaðan til Bandaríkjanna í sérfræðingsnám í almennum lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann hefur starfað sem nýrnalæknir frá árinu 1986, meðal annars […]
Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki

Síðastliðin þrjú ár hefur náttúran leikið aðalhlutverk í raforkumálum á Íslandi. Kaldir og úrkomulitlir vetur ollu skerðingum á raforku frá Landsvirkjun árin 2023 og 2024 og fram í febrúar 2025 en þá skipti náttúran um ham. Vorið og hlýindi komu snemma og innrennsli var með allra mesta móti í miðlunarlón. Þrátt fyrir afar lélegt upphaf […]
Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum

Það er stutt í kosningar og sést það vel á því að menn eru farnir að geysast út á ritvöllinn. Það er ánægjulegt, sér í lagi þegar að kröftugur tónn kemur úr óvæntri átt eins og í tilfelli Jóhanns Inga Óskarssonar. Það er einnig ánægjulegt vegna þess að upplifun mín af samtölum við bæjarbúa um […]
Gul viðvörun fram á kvöld

Veðurstofa Íslands gaf í gær út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til kl. 20.00 í kvöld. Í viðvörunarorðum segir: Norðaustan 15-23 m/s með hviðum upp í 35 m/s undir Eyjafjöllum austur í Mýrdal. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá gaf Herjólfur út í morgun […]
Bað pabba sinn um hjálp – hinn dreymdi um stærra heimili

Tveir spilarar voru heppnastir allra í Lottó um síðustu helgi þegar þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu rúmlega 79,3 skattfrjálsar milljónir hvor. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að annar vinningshafinn sé búsettur á Suðurnesjum, hinn á Norðurlandi og báðir keyptu miðana sína á netinu. „Hvorugt þeirra vissi af vinningnum þegar við […]