Samfylking heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál

KRISTRUN JOHANN HRINGFERD MYND

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður boða til opins fundar í Vestmannaeyjum 7. september. „Við hlökkum til að eiga samtöl við heimamenn um húsnæðismálin, kjörin og málefni fjölskyldna,“ segir Kristrún en fundirnir eru liður í umfangsmiklu málefnastarfi flokksins um allt land. Málin verða rædd yfir ljúffengri súpu á Tanganum í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. […]

Matey – Suður-Evrópskir verðlaunakokkar

Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. „Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]

Opnunarhátíð MATEY í Sagnheimum í dag

Opnunarhátíð MATEY Seafood Festival verður í Sagnheimum í Safnahúsinu í dag, 4. september kl. 17:00. Þetta árið verða eingöngu konur í forystuhlutverki á MATEY, en allir gestakokkarnir eru öflugir kvenleiðtogar í matreiðslu og koma víða að. Adriana Solis Cavita frá Mexíkó verður á veitingastaðnum GOTT, Rosie May Maguire frá Bretlandi verður á Slippnum, og Renata […]

Rosalegt hrun í málþroska barna

Tryggvi Hjaltason – Auðurinn í drengjunum okkar – Þegar Eyjamenn fá áhuga er árangur aldrei langt undan „Vendipunkt í þessu ferðalagi má rekja til greinar sem ég ásamt hópi öflugs fólks skrifuðu og kölluðum Auðurinn í drengjunum okkar. Í hópnum var áhrifafólk í íslensku samfélagi, Vigdís Finnbogadóttir, margir af stærstu forstjórunum í íslensku atvinnulífi, þekktir […]

Margt forvitnilegt framundan hjá Visku

Haustdagskrá Visku 2024 er orðin nokkuð skýr og margt spennandi í boði. Að sögn Minnu Ágústsdóttur, forstöðumanns verða íslenskunámskeiðin á sínum stað og hefjast vikuna 9.-13. september. Kennt er tvisvar í viku og eru þetta 40 stunda námskeið bæði á level 1 og 2.  „Sara Vilbergsdóttir kemur til okkar með námskeið í pappamassagerð sem er […]

Frekar spennt að læra að lesa og skrifa

Ásgeir Ingi Haukdal Birkisson  Aldur: 5 ára.  Fjölskylda: Pabbi heitir Birkir, mamma heitir Lísa og systur mínar heita Selma Dís og Sunna Karen.  Hvað gerðir þú í sumar? Ég fór oft út að hjóla, ferðalag í hjólhýsinu okkar og svo fór ég á Þjóðhátíð.  Ertu spenntur að byrja í skólanum? Já, frekar spenntur.  Hvað gerir […]

Sæti í efstu deild í sjónmáli

ÍBV Þór

„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar […]

40 ára tilraun sem mistókst

gea_opf

Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta […]

Stórt hrós á sjálfboðaliða ÍBV

Dagur Arnarsson komst í fréttirnar um Þjóðhátíðina, þegar að hann komst naumlega undan brettastæðu sem hrundi úr brennunni á Fjósakletti. Dagur er í genginu sem skvettir olíu á brennuna, en aðstæður voru erfiðar þetta kvöld og því hrundi brennan fram. Þá er Dagur í handboltaliði ÍBV og þar æfa menn af krafti þessa dagana enda […]

Á lúsmýið séns í Eyjar?

Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á landann í að verða áratug núna og er orðinn fastagestur hjá fjölmiðlum á sumrin. Mikil umræða myndast um mýið hvert sumar og þá er ekkert haldið aftur af henni á Facebook-hópnum „Lúsmý á Íslandi“ sem er með hátt í sextán þúsund meðlimi. Þar deilir fólk reynslusögum af bitum, úrræðum og […]