Danskur Íslendingur kláraði heilan Járnkarl

„Ég flutti til Danmerkur fyrir 31 ári. Er Eyjakona og foreldrar mínir voru Jón S. Þórðarson og Stefanía Stefánsdóttir og við fjölskyldan bjuggum á Boðaslóðinni. Flutti út með níu ára dóttur mína þar hef ég hef búið síðan. Náði mér í kærasta, varð ólétt og eignaðist Stefán Þór sem ég skráði strax sem íslenskan ríkisborgara. […]

Ábendingar til pysjubjörgunarmanna

Nú stendur pysjutíminn sem hæst og margir að hjálpa pysjum aftur út á sjó. Í tilkynningu á Facebook-síðu Sea Life Trust segir að það hafi verið mikið um það að þangað hafi verið komið með slasaðar og illa hirtar pysjur vegna rangrar meðferðar. Starfsmenn Sea Life vilja því árétta nokkrar grunnreglur sem nauðsynlegt er að […]

„Fagmennska í fjölmiðlun er lykilatriði“

Tímamót urðu í Háskóla Íslands fyrr í vikunni, þegar kenndur var fyrsti tíminn í nýju BA-námi í blaðamennsku við stjórnmálafræðideild skólans. Fleiri umsóknir bárust um námið en unnt var að samþykkja og eru nú um tuttugu nemendur skráðir. Nemendur munu meðal annars sinna starfsnámi við fjölmiðla landsins á námstímanum, ásamt því að sitja námskeið sem […]

Bónus-vinningur til Eyja

Lotto 3

Ljónheppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 78 milljónir króna í vinning. Miðinn góði var keyptur í Lottó appinu. Þá voru þrír með bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 352 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Gullnesti, Gylfaflöt 1-3 […]

Auglýsingarveisla í Skvísusundi

Slegið hefur verið upp veisluborðum í Skvísundi sem skreytt er með litríkum borðum og blöðrum. Skýringin er að þarna er verið að taka upp atriði í auglýsingu um Vestmannaeyjar fyrir Íslandsstofu. Aðstoðarleikstjóri er Eyjamaðurinn Haraldur Ari Karlsson. „Við höfum verið að taka upp atriði víða á Heimaey sem lýkur með heljarmikilli veislu hér í Skvísusundinu. […]

Laxey – Færsla frá RAS 2 yfir í RAS3

Seiðastöðin tilbúin „Í gær voru mikil tímamót þegar fyrsti skammturinn var fluttur frá RAS-2 yfir í RAS-3, en það er einmitt síðasta kerfið áður en seiðin verða svo flutt yfir í áframeldið. Þar af leiðandi eru öll kerfi seiðastöðvarinnar orðin starfhæf og stöðin því fullkláruð,“ segir á FB-síðu Laxeyjar. „Seiðin líta mjög vel út og […]

Leiðréttar tölur úr Pysjueftirlitinu

20240811 151050

Seint í gærkvöldi var greint frá því að mikill fjöldi pysja hefði bæst við í skráninguna á lundi.is. ÞAð reyndist ekki alveg rétt. Í nýrri facebook-færslu eftirlitsins segir: Eins og okkur grunaði var toppurinn í fjölda pysja ekki raunverulegur (sjá neðra grafið). Pysjurnar eru núna 3333 talsins. Efra grafið sýnir raunverulega dreifingu. Það var Rodrigo […]

Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]

Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]

Ennþá kemur mikið af pysjum í bæinn

Pysju Sleppt 2024 TMS

Þegar þessi frétt er skrifuð (kl. 11.15) hafa 3601 lundapysjur verið skráðar inn í Pysjueftirlitið á lundi.is. Seint í gærkvöldi voru þær 3535 talsins, en þá kom fram á facebook-síðu eftirlitsins að þetta sé talsvert mikil aukning frá í gær (í fyrradag) þegar 3008 pysjur voru skráðar. Ennfremur segir í færslunni: „Sérstaklega þegar við skoðum […]