Óska eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum varðandi umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi flokkum: Snyrtilegasta eignin Snyrtilegasti garðurinn Snyrtilegasta fyrirtækið Endurbætur til fyrirmyndar Framtak á sviði umhverfismála Tillögur sendist fyrir 26. ágúst á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is (meira…)
Færa fórnir handa álfum og gengu frá kaupum á nokkrum tonnum af kartöflum

Við heyrðum í systkinunum Sigurlínu og Bjarna Árnabörnum, eða þeim Bjarna og Línu í Túni eins og þau eru ávallt kölluð, og fengum þau til að deila upplifun sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þau ólust upp í húsinu Tún sem var austur á Heimaey rétt hjá Kirkjubæ og brölluðu margt á sínum uppvaxtarárum. Dætur Línu […]
Samþykktu reglur um rekstrar- og afreksstyrki

Meðal erinda á fundi bæjarráðs þann 30. júlí sl. voru rekstrar- og afreksstyrkir til aðildarfélaga ÍBV-héraðssambands. Máli af fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var vísað til bæjarráðs þar sem um var að ræða reglur um styrki til efnilegs íþróttafólks vegna landsliðsverkefna. Ungt landsliðsfólk heldur launum Lagt var til að ungt landsliðsfólk haldi launum sé það í […]
Afhentu mynd í minningu fótboltasumarsins 1973

Fyrir Þjóðhátíðarleik ÍBV og Njarðvíkur þann 3. ágúst síðastliðinn afhenti Ólafur Thordersen, fyrir hönd UMFN, forsvarsmönnum ÍBV mynd sem minntist tímans sem Eyjamenn höfðu Njarðvíkurvöll fyrir heimavöll árið 1973, í kjölfar eldgossins í Heimaey. Tekið var vel í þetta skemmtilega framtak. Töpuðu aðeins einum leik Er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Njarðvíkur þá […]
„Verðum áfram með mjög sterk lið báðum megin“

„Liðin eru að koma saman núna og að byrja æfingar. Það eru einhverjir sem eru erlendis, sérstaklega af þessum erlendu leikmönnum sem eru hjá okkur, en þau sem eru hérna í Eyjum eru byrjuð að æfa og svo fer allt á fullt eftir Þjóðhátíð“ segir Garðar B. Sigurjónsson, formaður handknattleiksráðs ÍBV. Hvaða breytingar verða á […]
Orkusalan segir upp samningi

Meðal erinda á fundi bæjarráðs þann 30. júlí sl. var samningur um raforkusölu. Orkusalan hefur sagt upp nýlegum raforkusamningi við Vestmannaeyjabæ. Fram kemur í tilkynningu þess efnis að Orkusalan þurfi að endurskoða ákvæði samnings og býður Vestmannaeyjabæ að gera nýjan samning sem tæki gildi 1.10.2024 Á fundinum lýsti bæjarráð yfir vonbrigðum með að Orkusalan skuli […]
Þjóðhátíðin í Eyjum 2024 meðal þeirra stærstu í sögunni

Þjóðhátíðin í Eyjum 2024 tókst vel að mati þjóðhátíðarnefndar en veðurguðirnir létu hafa fyrir sér. Veðrið var mikil áskorun og muna elstu menn ekki eftir jafn erfiðu veðri alla dagana á Þjóðhátíð en hátíðargestir létu það ekki of mikið á sig fá. Þjóðhátíðin í ár var ein af stærstu þjóðhátíðum sem haldnar hafa verið í […]
Segjast ekki geta afhent gögnin

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest móttöku kæru Vestmannaeyjabæjar á hendur Orkustofnun fyrir að svara ekki ítrekuðum beiðnum um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá fundi þess í síðustu viku. Þá var […]
Halldór B. tók hring um bæinn

Halldór B. Halldórsson fór út að spássera í sólinni og tók myndavélina með sér. Afraksturinn má sjá í myndbandinu hér að neðan. (meira…)
Undirbúningur í gangi og beðið eftir hagstæðu sjólagi

Meðal erinda á fundi bæjarráðs í síðustu viku var tjón á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja sem varð síðasta vetur. Undirbúningsvinna við nýja lögn (NSL4) stendur yfir og er á áætlun eins og fram kemur í fundargerð. Einnig er í gangi undirbúningsvinna við að festa og bæta NSL3 eins vel og hægt er fyrir næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum […]