Aðalfundur Farsæls

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)
Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]
Bæjarráð leggur til lækkun fasteignaskatts

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á næsta ári úr 0,235% í 0,225%. Jafnframt verði hlutfallið óbreytt á opinberar stofnanir, 1,320%, en fasteignaskattur á annað húsnæði, þar á meðal atvinnuhúsnæði, lækki úr 1,325% í 1,315%. Með þessari breytingu er stefnt að því að draga áfram úr áhrifum hækkunar fasteignamats á […]
Kynningafundur í kvöld

Nú er starfið að hefjast aftur hjá Vinum í bata sem eru á andlegu ferðalagi byggðu á 12 sporunum og deila með sér reynslu, styrk og von í nafnleynd og trúnaði. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag , vinna í þessari bók hefur reynst hjálpleg til þess að þróa heilbrigt samfélag við Guð, við aðra og […]
Herjólfur að leggja af stað heim eftir slipptöku

Herjólfur leggur senn af stað úr Hafnarfjarðarhöfn eftir þriggja vikna slipp. Fréttin er skrifuð kl. 0.30 og var þá verið að gera klárt til brottfarar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk vinnan í slippnum mjög vel og komist var yfir ótrúlega mörg verkefni sem þörfnuðust viðhalds. „Í svona skipi eru svo ótrúlega mikið […]
Fjölbreytt vetrarstarf Landakirkju hafið

Vetrarstarf Landakirkju er hafið og er eitthvað um að vera flesta daga vikunnar. Ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því dagskráin er mjög fjölbreytt. Hér kemur dagskrá Landakirkju þennan veturinn. Því stjórna prestarnir, séra Guðmundur Örn og Viðar Stefánsson. Mánudagur 15:00 – Kirkjustarf fatlaðra (aðra hverja viku). 16:30 – Barnakórsæfing. 18:30 – Vinir […]
Hvar er plan B?

Ég hef stundum ekki af ástæðulausu fullyrt að það erfiðasta og leiðinlegasta við hverja utanlandsferð sé ferðin á milli Eyja og Keflavíkur. Ég var einmitt að koma erlendis frá og er ein þeirra sem áttu bókað með seinni ferð Baldurs, sem var verið að fella niður rétt áðan. Ég hef allan skilning fyrir því að […]
Segja sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins í hættu

Skólameistarar íslenskra framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhuguðum kerfisbreytingum sem færa fjármála- og mannauðsvald frá skólunum og telja þær ógna sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins. Þeir gagnrýna skort á samráði og gagnsæi í ferlinu, telja breytingarnar ekki stuðla að bættri þjónustu við nemendur og starfsfólk og benda á að kostnaður við nýjar stjórnsýslueiningar sé óljós […]
Gular viðvaranir víðast hvar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 19.00 á morgun og gildir hún til kl. 6.00 á föstudagsmorgun. Segir í viðvörunarorðum að búist sé við talsverðri eða mikilli […]
Seinni ferð Baldurs felld niður

Herjólfur sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að tekin hafi verið ákvörðu um að fella niður seinni ferð dagsins í dag miðvikudaginn 24.september. Fólk er hvatt til að fylgjast með spá næstu daga þar sem aðstæður til siglinga eru óhagstæðar. Seinni ferð dagsins sem áætluð var til Þorlákshafnar fellur niður vegna veðurs og […]