Safnahelgin hefst á morgun

Safnahelgin er fram undan og menningarlífið í Eyjum fer á fullt þegar söfn, gallerí og menningarhús bæjarins sameinast í fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Gestir geta notið ljósmyndasýninga, tónleika, bókakynninga og fræðandi erinda, auk þess sem opnar vinnustofur og sýningar bjóða upp á einstaka innsýn í list og sögu Eyjanna. Safnahelgin er orðin fastur liður í […]
Dömu- og herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV býður Eyjamönnum til tveggja stórviðburða um næstu helgi þegar bæði dömu- og herrakvöld verða haldin í Golfskálanum – og ljóst er að stemningin verður eftir því! Fyrst á dagskrá er dömukvöld handboltans sem fer fram föstudagskvöldið 31. október. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Veislustjóri verður Hrund Scheving. Einar Ágúst […]
Veturinn heilsar með viðvörunum

Fyrsti vetrardagur var síðastliðinn laugardag. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrstu lægð vetrarins en hún nálgast nú landið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 28. okt. kl. 18:00 og gildir til kl. 12:00 á miðvikudag. Í viðvörunarorðum segir: Líkur á snjókomu eða […]
Ársþing SASS: Farsæld barna og byggðaþróun í brennidepli

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) stendur nú yfir í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi. Um 100 fulltrúar frá öllum 15 sveitarfélögum á Suðurlandi sækja þingið, ásamt alþingismönnum, starfsmönnum samtakanna og öðrum opinberum starfsmönnum. Meginmarkmið þingsins er að móta sameiginlegar tillögur og ályktanir í hagsmunagæslu fyrir landshlutann í heild. Á þinginu í ár er sjónum […]
Hex Hex Dyeworks með litríka pop-up búð í Safnahúsinu

Áhugi á handavinnu breyttist í litríkt ævintýri þegar Ásdís Björk Jónsdóttir og Elfar B. Guðmundsson stofnuðu Hex Hex Dyeworks, sem framleiðir handlitað garn úr völdum efnum. Næsta laugardag opna þau litla pop-up búð í anddyri Safnahússins, þar sem gestir geta kynnt sér garnið og handverkið á bak við það. Hex Hex Dyeworks er lítið fjölskyldufyrirtæki […]
Lífleg skákkennsla hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja er hafin og hefur farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kennslan hófst um miðjan september og fer fram á laugardögum frá kl. 10:30–12:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9, á jarðhæð. Á haustönn 2025 hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag þar […]
Gagnrýnir bæinn vegna tafa og framkvæmda — bæjarráð hafnar beiðni um kaup

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur hafnað beiðni Þrastar Johnsen um að sveitarfélagið kaupi eignir við Skólaveg 21B og Sólhlíð 17, verði byggingarleyfi fyrir þær ekki veitt. Málið tengist áralangri deilu um byggingarheimildir og aðgengi að Alþýðuhúsinu, sem Þröstur segir hafa orðið fyrir tjóni vegna framkvæmda. Götur lokaðar og aðgengi torveldað Í erindi Þrastar Johnsen, sem hann sendi […]
Bleiki dagurinn haldinn í dag

Í dag, miðvikudaginn 22. október, er bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Þá klæðast margir bleiku til að sýna samstöðu með þeim sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og til að minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Hér í Eyjum tóku margir þátt í deginum, meðal annars starfsfólk Skiplyftunnar sem klæddist bleiku í dag Hér […]
Hélt fyrst að þetta væri grín

Fyrsti vinningurinn í Lottó um síðustu helgi hljóðaði upp á heilar 172.467.020 krónur og var hann sá stærsti hingað til. Af þeim 16.892 vinningshöfum sem fengu vinninga voru tveir spilarar þó heppnastir allra er þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu hvor um sig rúmlega 86,2 skattfrjálsar milljónir, segir í tilkynnnigu frá Íslenskri Getspá. […]
Kvennafrídagurinn

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 þar sem sveitarfélög eru hvött til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í kvennaverkfalli sama dag. Kvennaárið 2025 er tileinkað baráttu […]