„Nú verður skipt um rúm – það er löngu tímabært!“

Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskra Getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í tilkynningu frá Getspá segir að hún hafi fengið í sinn hlut rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina […]
Byggðakerfið flyst milli ráðuneyta

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála. Breytingin var rædd og samþykkt á fundi […]
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins haldnir í Herjólfsdal

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélagsins, fara fram í Herjólfsdal dagana 9.-10. ágúst. Um er að ræða fjölskylduvænan viðburð þar sem allir geta tekið þátt og sýnt stuðning við einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Styrkleikunum ganga þátttakendur með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Gengið er í hring í kringum tjörnina í Herjólfsdal, að gamla […]
Sjötíu keppendur í 16 flokkum

Meistaramót GV fór fram í nýliðinni viku. 70 keppendur voru skráðir til leiks í 16 flokkum, þarf af 11 í meistaraflokki karla og 5 í meistaraflokki kvenna. Veðrið lék við keppendur alla 4 keppnisdagana þó að stundum hafi verið vindasamt. Örlygur Helgi Grímsson, 15 faldur klúbbmeistari GV hóf mótið best allra og kom í hús […]
Skora á stjórnvöld að endurskoða málið

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri ákvörðun stjórnvalda að knýja í gegnum Alþingi með fordæmalausum hætti lagabreytingu um stórfellda hækkun á veiðigjaldi, þvert á aðvaranir fjölda fagaðila hjá hinu opinbera, sveitarfélaga, sérfræðinga og atvinnulífsins. Svona hefst ályktun Útvegsbændafélags Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um veiðigjald. Enn fremur segir í ályktuninni að með […]
Forvarnir í forgrunni á Þjóðhátíð: „Er allt í lagi?“

Þjóðhátíðarnefnd hefur síðastliðin ár staðið á bak við forvarnarverkefni á borð við Bleika fílnum, Sofandi samþykkir ekkert og Verum vakandi. Í ár verður engin breyting þar á og mun nefndin standa fyrir átaki undir yfirskriftinni „Er allt í lagi?“. Átakið byggir á einföldum en áhrifaríkum skilaboðum sem hvetja gesti til að sýna ábyrgð, bæði gagnvart […]
Höggin látin dynja á landsbyggðinni

Í ljósi síðustu viðburða í stjórnmálum ætla ég að birta grein sem ég skrifaði í Bæjarlífið í Morgunblaðinu í apríl sl. Allt snerist um tímann sem umræða um hækkun veiðigjalda tók á Alþingi, fréttalið RÚV með skeiðklukku í hendi en aldrei rætt um efnisatriði. Þó forsætisráðherra hafi andstyggð á einhverjum fjórum eða fimm fjölskyldum úti […]
Eyjasýn ehf. á tímamótum

Á aðalfundi Eyjasýnar ehf. í maí sl. var kosin ný stjórn og í henni sitja Guðmundur Jóhann Árnason, Sigurbergur Ármannsson og Sara Sjöfn Grettisdóttir. Í varastjórn eru Ólafur Elísson og Helga Kristín Kolbeins. Guðmundur er verkefnisstjóri mannauðs- samfélags- og umhverfismála hjá Ísfélaginu. Sigurbergur er útgerðarstjóri Bylgju VE og Sara Sjöfn, eigandi Póleyjar þekkir vel til […]
Næst skal greina uppbyggingu innviða

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir innviðauppbygging. Þar segir að mikilvægt sé að horfa til framtíðar og kortleggja tækifæri sem núverandi uppbygging öflugra fyrirtækja getur haft á samfélagið, m.a. gríðarleg fjárfesting í landeldi. Halda þarf utan um öll þau tækifæri sem skapast á næstu árum, draga úr hættunni á að missa af […]
N1 Friðarhöfn – Ennþá gamla góða Skýlið í hugum Eyjamanna

Skýlið, Friðarhafnarskýlið og nú N1 við Friðarhöfn á sér áratuga langa sögu sem griðastaður sjómanna, starfsfólks fyrirtækja í grenndinni, bæjarbúa sem finnst gaman að virða fyrir sér lífið við höfnina og ferðamenn sem finnst gott að kíkja við og slaka á. Nú ráða þar ríkjum, Kristján Georgsson og Ágúst Halldórsson sem sjá um allt sé […]