Unnið við nýjan viðlegukant

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í lok síðasta mánaðar fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar yfir stöðuna á framkvæmdinni við Gjábakka. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að keyra rúmlega 3000 m3 af fyllingarefni fram af bryggjunni. 15 akkerissteinar komnir til Eyja. Búið er að reka niður austur kantinn og fyrstu 12 plöturnar á […]
Vinna að endurnýjun á samningi

Heilsuefling fyrir eldri borgara var til umfjöllunar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Samstarf Vestmannaeyjabæjar og Janusar heilsueflingar á verkefninu “Fjölþætt heilsuefling 65 í Vestmannaeyjum” var rætt og hugmynd að áframhaldandi samningi kynnt. Núverandi samningur rennur út í lok ágúst og óskaði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir samþykki ráðsins fyrir að endurnýja hann til […]
Yfirlýsing frá Þjóðhátíðarnefnd

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir helgina þar sem fram kemur djúpt þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Þar er sérstaklega vikið að þeirri miklu samstöðu sem myndaðist innan samfélagsins yfir hátíðna. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: Kæru Eyjamenn og þjóðhátíðargestir, Þjóðhátíðin í Eyjum 2025 verður líklega sú […]
Samveran er það sem stendur upp úr á Þjóðhátíð

Systurnar Þórunn Día og Eygló Myrra Óskarsdætur láta sig sjaldan vanta á Þjóðhátíð í Eyjum. Þær eiga rætur að rekja til Vestmannaeyja og eru að eigin sögn miklar Eyjakonur í sér og koma reglulega til Eyja að heimsækja ættingja og vini, enda er afi þeirra enginn annar en Svavar Steingrímsson og amma þeirra heitin Eygló […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suðurland og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. ágúst kl. 22:00 og gildir hún til 2. ágúst kl. 02:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverð rigning. Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að […]
Óeðlilegur fjöldi dauðra dúfa í Eyjum

Matvælastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni ábendingu vegna óeðlilegs fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Er almenningi ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna. Tilkynning MAST í heild sinni: „Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Ástæður fyrir dauða fuglanna er í rannsókn. Meðan niðurstöður […]
Féll strax fyrir þjóðhátíð

Kom fyrst á þjóðhátíð 19 ára – Nú í forystu í undirbúningi og framkvæmd Hvað fannst þér um þjóðhátíð þegar þú mættir í fyrsta skipti í Dalinn? „Mér fannst hún æðisleg. Þess vegna kom ég aftur og aftur og upplifunin, bara VÁ! Maður gat ekki hugsað sér að fara eitthvað annað þó fleiri útihátíðir væru […]
Götulokanir vegna Þjóðhátíðar

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ er farið yfir götulokanir um Þjóðhátíð. Hér að neðan má sjá götulokanirnar betur útlistaðar. Götulokanir við Lundann, föstudag, laugardag og sunnudag frá 15:00 – 20:00. Götulokanir miðbær, laugardag og sunnudag frá 12:00 – 20:00. (meira…)
Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði Tenerife

Kona um fimmtugt hlaut fyrsta vinning í Lottó síðastliðinn laugardag og vann rúmar 9,3 milljónir króna í einföldum potti. Miðann keypti hún í Lottóappinu, líkt og hún er vön, og kom vinningurinn henni skemmtilega á óvart, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. „Ég sá að fyrsti vinningur hefði farið á miða keyptan […]
Ný fyrirliðabönd í sölu

Þjóðhátíðarnefnd hefur í ár nýtt átak undir heitinu „Er allt í lagi?“ Skilaboðin eru einföld og skýr og til þess ætluð að minna okkur á að gæta að okkur sjálfum og að hvort öðru. Þannig eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að kanna aðstæður óhikað og spyrja einfaldlega „Er allt í lagi?“ Eyjamenn þekkja mikilvægi […]