Fjórir sóttu um starf fulltrúa á skipulags- og byggingadeild

radhustrod_ráðhús_merki_cr

Vestmannaeyjabær auglýsti þann 21. febrúar sl.* laust til umsóknar starf fulltrúa skipulags- og byggingadeildar á tæknideild. Tekið var fram í auglýsingunni að um sé að ræða 100% starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur rann út á mánudaginn sl. Samkvæmt upplýsingum frá Brynjari Ólafssyni framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar voru fjórir […]

Jóker-vinningur til Eyja

Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot útdrætti kvöldsins en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra tæplega  127 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku og Þýskalandi. Þá voru átta miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra tæpar 18 milljónir króna í sinn hlut.  Miðarnir voru keyptir  í Lettlandi, Póllandi […]

Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja

Skak 20250309 160210

Skákþingi Vestmannaeyja 2025 sem hófst 2. febrúar sl. lauk  9. mars . Keppendur voru 10 og voru tefldar níu umferðir og tók hver skák yfirleitt 2-3 klst. Mótið fór fram í skákheimili Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9  á sama  stað og skákkennsla  barna  sem TV  annast  fer fram   á mánudögum kl. 17.30-18.30. Skákstjóri var Sæmundur […]

Framlagið muni skerðast um tæpar 80 milljónir

default

Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var til umfjöllunar hjá bæajarráði Vestmannaeyja í liðinni viku. Fyrir liggja í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins auk þess að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Umsagnarfrestur er til 5. […]

Sigurður Smári til Laxey

Siggi Smari

Búið er að ráða Sigurð Smára Benónýsson til starfa hjá Laxey. Frá þessu er greint á facebook-síðu fiskeldisfyrirtækisins. Sigurður er með sveins- og meistarabréf í húsasmíði og lauk námi í byggingafræði frá Vitus Bering í Horsens, Danmörku. Frá árinu 2007 hefur hann einnig verið löggildur mannvirkjahönnuður. Sigurður hefur áralanga reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. […]

Fóru yfir heilbrigðismálin í Eyjum með ráðherra

20200522 153258

Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann í janúar að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að fara yfir stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Sá fundur var sl. mánudag í heilbrigðisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir mönnun grunnþjónustu HSU í Vestmannaeyjum og stöðu starfsstöðvarinnar almennt. Staða sjúkraflugs og sjúkraþyrlu var rædd og hvort fyrirsjáanlegar breytingar væru […]

Vilja fund með Vegagerðinni til að fara yfir stöðuna í Landeyjahöfn

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Bæjarráð Vestmannaeyja fór yfir stöðuna í samgöngum á milli lands og Eyja á fundi sínum í gær. Í síðustu viku var tilkynnt að innviðaráðuneytið hafi tryggt Vegagerðinni fjármagn til að framlengja samningi við Mýflug og var ríkistyrktu flugi til Vestmannaeyja þannig framlengt um tvær vikur og flogið fram í miðjan mars. Samgöngur við Vestmannaeyjar hafa […]

Kristín hjá Deloitte: 44 ára starfsreynsla

Kristín Gunnarsdóttir er Eyjamaðurinn að þessu sinni, en hún er starfsmaður hjá Deloitte þar sem hún hefur starfað í bráðum 44 ár. Kristín hefur margra ára reynslu hjá fyrirtækinu og er sannkölluð fyrirmynd í starfi, þar sem hún hefur ávallt sinnt starfi sínu að mikilli fagmennsku. Er við hæfi að hún sé Eyjamaðurinn í blaði […]

Mars Aglowsamvera í kvöld

Mars Aglow samveran verður í kvöld  5.  mars  kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Því miður féll febrúarfundurinn niður vegna veðurs – rauð viðvörun um allt land. Við stefnum að því að hafa mars fundinn á svipuðum nótum og febrúarfundurinn átti að vera.      Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu,  syngum saman  og  heyrum […]

Myndir af veðrinu síðastliðna daga

Veðrið hér í Eyjum hefur leikið Eyjamenn grátt upp á síðkastið þar sem hvassviðri og mikill öldugangur hefur sett svip sinn á daglegt líf. Afleiðingarnar hafa meðal annars verið takmarkaðar siglingar milli lands og Eyja sem hafa sett strik í reikninginn hjá þeim sem hafa þurft að ferðast á milli. Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta náði […]