Lokað fyrir heimsóknir

Enn og aftur er óboðinn gestur mættur á Eyjuna. Í ljósi þess að upp hefur komið smit hér í Eyjum höfum við ákveðið að loka fyrir heimsóknir í eina viku, frá og með í dag. Næsta mánudag, 5. október, munum við endurskoða þessa breytingu. Er þetta gert með öryggi sjúklinga/heimilisfólks að leiðarljósi. Við sérstakar aðstæður […]
Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2021?” Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. […]
Áhöfnin á Þórunni í sóttkví

Allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni Sveinsdóttur VE eru komnir í sóttkví þetta staðfesti Gylfi Sigurjónsson skipstjóri í samtali við Eyjafréttir. „Já það var strákur með okkur í síðasta túr sem lauk á miðvikudag sem greindist smitaður á laugardaginn,“ sagði Gylfi. Allir áhafnarmeðlimir á Þórunni sem fóru í frí eftir síðasta túr eru nú í […]
Hvölunum sleppt í Klettsvík (myndband)

Sea Life Trust sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að hvölunum Litlu Grá og Litlu Hvít hafi verið sleppt lausum í Klettsvík. Þar kemur einnig fram að aðlögun hvalanna hafi gengið vel undir ströngu eftirliti. Meðfylgjandi myndband er tekið þegar hvalirnir fóru sinn fyrsta sundsprett í nýjum heimkynnum. (meira…)
Á pari við tímabilið í fyrra

Svo virðist sem síðustu lundapysjurnar séu að lenda í bænum þessa dagana. Þegar þetta er skrifað fannst aðeins ein í dag, mánudag og ein í gær, sunnudag, er heildarfjöldi skráðra pysja í Pysjueftirlitið komið upp í 7440. Er það nánast á pari við síðasta ár en þá fóru 7706 pysjur í gegnum eftirlitið. Eftir nokkuð […]
Minni sandur en vanalega á þessum árstíma

Áætlað er að Herjólfur fari í slipp í næstu viku og kemur þá Herjólfur III til með að leysa nýja Herjólf af á meðan. Um ábyrgðarskoðun á skipinu er að ræð sem getur tekið nokkrar vikur. Ljóst er að ef Herjólfur III á að halda uppi áætlun í Landeyjahöfn þarf að vera nægt dýpi fyrir […]
Samfélag manns og lunda

Í dag föstudaginn 25. september verður Lista og menningarfélags Vestmannaeyja með sýningu sem ber yfirskriftina “samfélag manns og lunda”. Sýningin er þriðja í sýningaröð listahússins sem átti að vera í apríl s.l. en var frestað vegna Covid-19. Verkin sem verða sýnd eru eftir félagsmenn og einnig verða nokkrir gesta listamenn. Það er mikil fjölbreyttni í […]
Þrír handteknir með kannabis

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum handtóku þrjá eftir að kannabisefni fundust í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um talsvert magn af kannabis að ræða en ekki fengust frekari upplýsingar um hversu mikið það væri. Efnið fannst að sögn við hefðbundið eftirlit. Þremenningunum sem voru handteknir í gærkvöld hefur öllum verið sleppt úr haldi. Rannsókn málsins verður […]
Sjáðu tankana rísa á þrem mínútum – myndband

Nýir hráefnistankar Ísfélagsins við FES komu til landsins laugardaginn 12. september og settir upp á sinn stað fyrr í vikunni. Við höfum sett saman myndband sem sýnir ferlið allt frá uppskipun og þar til uppsetningu er lokið. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um tankana og staðsetningu þeirra en ferlið sjálft er í það minnsta áhugavert. Myndbandið er svo kallað […]
„Hefur myndað ævilanga vináttu“

„Á tímum sem við nú upplifum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar. Veiran skæða hefur haft mikil áhrif og þá sérstaklega á samverustundir okkar við þá sem eldri eru og þá sem eiga lítið bakland.“ Segir Geir Jón Þórisson, formaður Rauða krossins í Vestmannaeyjum. Um nokkurt skeið hefur Rauði krossinn boðið upp á þjónustu í nærsamfélaginu sem […]