Þriðji sigur kvennaliðsins í röð

Kvennalið ÍBV vann stórgóðan sigur á Þrótti í Laugardalnum í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri en fyrra mark ÍBV skoraði Karlina Miksone á 20. mínútu og fyrirliði ÍBV Fatma Kara innsiglaði sigurinn á 57. mínútu með fínu skoti. Þriðji sigur kvennaliðsins í röð því staðreynd og situr liðið nú í 4. sæti Pepsi Max […]
Fermingar hefjast í dag

Í dag hefjast fermingar með formlegum hætti en þeim var frestað í vor vegna COVID-19. Fermingardagarnir eru sex að þessu sinni og eru eftirfarandi; 15. ágúst 16. ágúst 22. ágúst 23. ágúst 5. september 12. september Við óskum fermingarbörnunum innilega til hamingju með jáið sitt góða og fjölskyldum þeirra til hamingju með ákvörðun barnsins 🙂 […]
Haustönn 2020 hjá FÍV

Nú líður að upphafi annarinnar og línur teknar að skýrast varðandi fyrirkomulag kennslunnar. Síðustu daga og vikur hafa stjórnendur unnið að því að setja saman bestu lausn svo hægt verði að kenna bæði í staðnámi og fjarnámi. Það er ljóst að næstu mánuði og misseri munum við þurfa að lifa með mismiklum samkomutakmörkunum vegna Covid-19, […]
Engin ný smit síðasta sólarhringinn

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn. Sex einstaklingar eru í einangrun í Vestmanneyjum og 75 í sóttkví. Tveir hafa lokið sóttkví. Sem fyrr ítrekar aðgerðastjórn mikilvægi þess að bæjarbúar standi saman og gæti áfram vel að eigin sóttvörnum og almennum smitvörnum. Við höfum staðið okkur vel, höldum því áfram! F.h. aðgerðastjórnar, Arndís […]
Pysjueftirlitið eingöngu rafrænt í ár

Margt er nú á annan veg í samfélaginu en áður, vegna Covid 19 og aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Lundapysjur láta slíkt ekkert á sig fá og næstu vikur eigum við von á fjölda lundapysja í bænum okkar og fjölda björgunarfólks sem kemur þeim til hjálpar. Fyrsta pysjan lét sjá sig í bænum […]
Fyrsti fundur samninganefnda SÍ og Herjólfs í morgun

Samninganefndir Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. hittust á sínum fyrsta fundi um kjör skipverja á Herjólfi eftir að verkfalli var aflýst. „Við ætlum að hittast aftur á þriðjudaginn og þangað til ætlum við að skiptast á gögnum,“ segir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, í samtali við mbl.is Samninganefndir Herjólfs ohf. og Sjómannafélagsins funduðu í […]
Tveir greindust með Covid-19 í Eyjum

Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest smit af COVID-19 síðasta sólarhringinn en þeir voru báðir í sóttkví við greiningu. Eru því samtals 6 í einangrun og 76 í sóttkví í Vestmannaeyjum. Verum áfram dugleg að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum til að vernda okkur sjálf og okkar viðkvæmasta fólk. F.h. aðgerðastjórnar, […]
Þrjár rafhleðslustöðvar á Básaskersbryggju

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja, sl. þriðjudag, lág fyrir beiðni um heimild til handa Herjólfi ohf til að sérmerkja þrjú bílastæði á Básaskersbryggju þar sem setja á upp rafhleðslubúnað fyrir rafbíla. Jafnframt er óskað eftir því að komast í rafmagn þar sem settur verður upp sér gjaldmælir. „Óskað er eftir að þessi staðsetning verði […]
Búið að tryggja að slíkt geti ekki komið fyrir aftur

Eins og Eyjafréttir greindu frá í byrjun ágúst þótti mildi að ekki urðu slys á fólki þegar landgangur við Herjólf hrundi til jarðar. Verið var að setja upp nýja göngubrú og grænt ljós komið á notkun hennar þegar hún hrundi. Við heyrðum í G. Pétri Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar með stöðuna á brúnni og hvort málið […]
Ekkert nýtt smit í Eyjum

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og er staðan því enn óbreytt. Fjórir einstaklingar eru í einangrun og 78 í sóttkví. Niðurstöður skimunar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar liggja fyrir og reyndust öll sýni sem tekin voru neikvæð. Aðgerðastjórn vil þakka starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum fyrir skjót viðbrögð og […]