Enn fjölgar í Eyjum

Íbúum í Vestmannaeyjum fjölgaði um 25 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. júlí sl. Þetta gerir 0,57% aukningu og er íbúafjöldi nú orðinn 4383. Fjölgun á landinu öllu nam 0,89%. Mest hlutfallsleg fjölgun var á Suðurlandi um 1,4% eða 433 íbúa. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 1.503 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til […]
Styrkir vegna áskorana sem hafa fylgt COVID-19 faraldri í félagsþjónustu og barnavernd

Byggðastofnun hefur auglýst styrki til sveitarfélaga vegna áskorana sem hafa fylgt COVID-19 faraldri í félagsþjónustu og barnavernd vorið 2020. Umsóknum skal skila eigi síðar en þriðjudaginn 1. september 2020 í gegnum umsóknagátt á vef Byggðastofnunar. Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að veita 30 milljónum kr. til að takast á við áskoranir sem fylgja Covid-19 […]
Flutningi mjaldrana frestað

Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít verða að bíða enn um sinn eftir því að komast í varanleg heimkynni sín í Klettsvík. Fyrirhugað var að flytja hvalina í morgunn en hvassviðri snemma í morgun truflaði þau áform þetta staðfesti Audrey Padgett í samtali við Eyjafréttir rétt í þessu. „Við þurfum að getað stólað á góða þrjá klukkutíma í veðrinu og eins […]
Mjaldrarnir fara út í Klettsvík í fyrramálið

Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít verða fluttar út í Klettsvík snemma í fyrramálið. Audrey Padgett forstöðumaður SEA LIFE Trust segir að þrotlausar æfingar og undirbúningur hafa staðið yfir síðustu vikur og allt ætti að vera til reiðu fyrir næsta skrefið í ferlinu. Audrey vildi koma eftir farandi skilaboðum til sjófarenda í Vestmannaeyjum. „Við viljum […]
Lóðhátíð á Instagram (myndir)

Það fór ekki framhjá neinum að ekki var haldin Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði um liðna Verslunarmannahelgi. Þess í stað tóku Eyjamenn hátíðina í sínar hendur og tjölduðu í görðum sínum eða nýttu önnur húsaskjól sem samastað fyrir fjölskylduna. Svokölluð Lóðhátíð var haldin þess í stað með lágstemmdum hætti. En ef skoðaðar eru nokkrar þær myndir […]
Rafmagn frá landi rofið í nótt

Að kvöldi þriðjudagsins 4. ágúst og aðfaranótt miðvikudagsins 5.ágúst fer fram vinna við Rimakotslínu1 í dreifikerfi Landsnets á Hvolsvelli og í Rimakoti. Vegna þessa þarf að rjúfa rafmagn frá landi á bilinu 23:00 á þriðjudagskvöldið til kl. 05:00 aðfaranótt miðvikudags. Þetta þarf þó ekki að þýða að rafmagnslaust verði í Eyjum því vélar HS Veitna […]
Einn gisti fangageymslu

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Töluverð ölvun var í bænum og mikið um gleðskap í heimahúsum og görðum sem lögregla þurfti að hafa afskipti af. Einn gisti fangageymslu sl. nótt vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Tveir aðilar voru handteknir og var annar hinna handteknu færður í fangageymslu vegna gruns um sölu fíkniefna. […]
Þjóðhátíð er ekki eini gullkálfur Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð er ekki eina tilefni landsmanna til þess að skella sér til Vestmannaeyja að sumarlagi enda eru haldin þar tvö fjölmenn fótboltamót og Goslokahátíð í þokkabót. Aftur á móti sækja ekki jafn margir þessa viðburði en 1.120 keppendur komu saman á Orkumótinu (Pollamótið), auk fararstjóra, þjálfara, foreldra og annarra sem fylgja liðinu, 760 keppendur voru […]
Þjóðhátíð um allan bæ (myndir)

Skemmtanahald næturinnar fór vel fram samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni, en nokkuð var um slíkt í heimahúsum og görðum hér í bæ. Bárust lögreglu tilkynningar um hávaða og skotelda sem skotið var upp víðsvegar um bæinn. Einn var í fangaklefa en sá fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Óskar Pétur tók púlsinn á nokkrum stöðum og smellti […]
Kortavelta um Þjóðhátíð að meðaltal 79 milljónir

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sækja u.þ.b. 15 þúsund manns á ári hverju og hefur hátíðin verið haldin árlega síðan árið 1901 að undanskildum styrjaldarárunum 1914 og 1915. Hátíðin var fyrst haldin árið 1874 til að fagna þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar sem og þeim tímamótum að Íslendingar fengu afhenta sína fyrstu stjórnarskrá frá Danakonungi. Heildarkortavelta í Vestmannaeyjum […]