Landgangurinn við Herjólf hrundi

Nýi landgangurinn við Herjólf hrundi rétt í þessu af festingunum við afgreiðsluhúsið. Viðgerð hefur staðið yfir á landgangnum og verktaki gefið grænt ljós á notkun landgangsins. “Við vorum bara að bakka að þegar þetta gerðist. Það var umferð þarna í kring og mikil mildi að ekki fór verr,” sagði Gísli Valur Gíslason skipstjóri á Herjólfi í samtali við […]

Tómlegur Herjólfsdalur (myndir)

Brenna var tendruð á Fjósakletti í gærkvöldi við sérstakar aðstæður. Herjólfsdalur var lokaður fyrir umferð og því tómlegt um að litast. Leita þarf aftur til ársins 1976 til að finna mannlausan Herjólfsdal á föstudagskvöldi á þjóðhátíð en þá var þjóðhátíð síðast haldin á Breiðabakka. (meira…)

Þjóðhátíðarblaðið afhent kl. 14.00 í dag

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020 er komið út, en um helgina ganga sölubörn í hús í Eyjum þar sem hægt verður að nálgast blaðið. Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið í dag, laugardaginn 1. ágúst, milli kl. 14.00 og 14.30 til að fá afhent blöð. Blaðið fór í sölu í gær og var sölubörnum vel […]

Róleg nótt hjá lögreglunni

Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og engin alvarleg mál komu upp. Kveikt var í brennu á Fjósakletti kl. 23:00 í gærkveldi. Töluverður fjöldi áhorfanda var að fylgjast með þegar kveikt var í brennunni. Búið var að loka fyrir aðkomu að Herjólfsdal og var gæsla á vegum brennuleyfishafa og lögreglu. Fólk safnaðist saman […]

Um 380 milljónir í vaskinn

Fyrr í júlímánuði var tekin sú ákvörðun að engin Þjóðhátíð verður haldin í Vestmannaeyjum þetta árið en hátíðin er ein helsta tekjulind íþróttastarfs í eyjunni fögru. Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV hefur nefnt í fjölmiðlum að 60-70% af tekjum þeirra séu í „algjöru uppnámi“. Það liggur augum uppi að ÍBV mun verða af allmiklum tekjum […]

Brenna klukkan 22:00, Herjólfsdal lokað við Hamarsveg

Velunnarar bennunnar sendu rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kveikt verður í brennunni klukkan 22:00 í kvöld. Herjólfsdal verður lokað fyrir akandi og gangandi umferð við Hamarsveg kl 21:00. Fólk er beðið um að njóta brennunar úr fjarska og virða tilmæli ráðherra. Gæsla verður við golfvöllin sem tryggir að ekki […]

Töluvert um afbókanir hjá Herjólfi

“Það eru um 500 farþegar bókaðir í dag til Vestmannaeyja. Það er töluvert um afbókanir eftir að tilmæli og aðgerðir stjórnvalda fóru í loftið,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í morgun. Nú er kominn upp sú sérkennilega staða að frá hádegi í dag er farþegum með Herjólfi skylt að vera með grímur um borð […]

Þjóðhátíð er einstök upplifun!

Í ár eru 146 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Því er það mjög sérstök tilfinning að henni hafi verið aflýst í ár, en það gerðist síðast þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Þetta er sem sagt í fyrsta sinn í 105 ár sem Þjóðhátíð fellur niður; og í fyrsta og vonandi síðasta skiptið […]

Tjöldun Þjóðhátíðartjalda óheimil í Herjólfsdal

Að gefnu tilefni er rétt að koma því á framfæri að tjöldun Þjóðhátíðar eða samkomutjalda er óheimil í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgi. Í Herjólfsdal er rekið tjaldsvæði og gilda á svæðinu þær reglur um næði og frið gesta sem almennt eru í heiðri hafðar á tjaldsvæðum. F.h. Friðarbóls ehf. rekstraraðila tjaldsvæða. Páll Scheving (meira…)

Morgunútvarpið á Rás 2 sent út frá Vestmannaeyjum

Morgunútvarpið á Rás 2 var sent út frá Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn fagna Þjóðhátíð hver með sínu nefi að þessu sinni þar sem ekki verður um nein stórhátíðahöld að ræða. Margir hafa brugðið á það ráð að tjalda hinum hefðbundnu hvítu þjóðhátíðartjöldum úti í garði hjá sér og skapa þar álíka stemmingu og í dalnum, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.