Lífróður í ólgusjó verkfalla

Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. Herjólfur er á sama tíma undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stjórn Herjólfs gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda ferðamanna í sínum rekstraráætlunum. Rétt eins og hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við […]

Takk fyrir mig frumflutt (myndband)

Ingólfur Þórarinsson

Lagið Takk fyrir mig í flutningi Ingó Veður­guðs var frumflutt á FM957 í morgun. Lagið er  þjóð­há­tíðar­lagið í ár. Höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir en Ingó hefur glætt Þjóðhátíð lífi síðustu ár eins og landsmenn þekkja. Lagið heitir Takk fyrir mig. Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa […]

Bygging slökkvistöðvar á áætlun

Framvinduskýrsla vegna  að Heiðarvegi 14 var lögð fyrir framkvæmda og hafnarráð í vikunni þar kemur fram að verkið er á áætlun og gengur vel. Búið er að fylla upp og slétta jarðveg austan og vestan við slökkvistöð verið er að vinna í jarðvegsskiptum framan við þjónustumiðstöð vegna stigahúss, plans og veggja en þar er mikið […]

Að gefnu tilefni

Í yfirlýsingu sem Jónas Garðarsson f.h. Sjómannafélags Íslands sendi frá sér í gær beinir hann spjótum sínum að bæjaryfirvöldum og bæjarstjóra Vestmannaeyja og sakar þau um að vilja ekki gera kjarasamning við starfsfólk í Sjómannafélagi Íslands sem starfa umborð í Herjólfi. Jónas Garðarsson veit fullvel að þessir aðilar eru eigendur að félaginu en fara ekki […]

Brennan verður á sínum stað

„Brennan verður á sínum stað á miðnætti á föstudegi það var ákveðið í vor og því verður ekki breytt,“ sagði Bragi Magnússon brennustjóri í samtali við Eyjafréttir. Hefð er fyrir því að vinna við brennuna uppi á Fjósakletti hefjist í kringum mánaðamótin júní/júlí. „Það stóð náttúrulega alltaf til að halda Þjóðhátíð í einhverri myndi og […]

Löndunarkrani á Edinborgarbryggju kostar um 10 milljónir

Löndunarkrani á Edinborgarbryggju var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir liggur að kostnaður við nýjan löndunarkrana á Edinborgarbryggju mun vera um 10 milljónir með uppsetningu. Í ljósi aðstæðna ákvað ráðið að endurnýjun á löndunarkrana við Edinborgarbryggju yrði tekin inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. (meira…)

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brotið grunnréttindi launafólks

Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki. Bæjaryfirvöld í Eyjum beita […]

Áhyggjur af rekstrarlegri stöðu Vestmannaeyjahafnar

20200409 114314

Sex mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar. Var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarrás í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 178 milljónir en rekstrargjöld utan fjármagnsliða 186 milljónir. Áætlun ársins 2020 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu 220 milljónir og gjöld um 180 milljónir. Ljóst er að tekjur eru verulega undir væntingum […]

Herjólfur III liggur enn

Herjólfur III liggur enn bundinn við bryggju í Vestmannaeyjum.  Herjólfur átti að sigla til Landeyjahafnar klukk­an 9:30 í morg­un, en eins og áður hef­ur verið greint frá sigl­ir Herjólf­ur III í dag í stað þess nýja vegna verk­falls áhafnarmeðlima Herjólfs sem eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Samkvæmt afgreiðslu Herjólfs er stefnt á að fara úr höfn […]

Í hvaða veröld lifa þernur og hásetar Herjólfs?

Í dag er þriðji dagurinn, sem verkfallsaðgerðir á Herjólfi lama samfélagið. Hver verkfallsdagur kostar samfélagið okkar tugi ef ekki hundruð milljóna. Lítið samfélag, sem situr nú þegar uppi með hundruð milljóna króna tjón vegna Kórónaveirufaraldurins. Það má vel vera að mönnum finnist samt í góðu lagi að berja á bæjaryfirvöldum, stjórn og framkvæmdastjóra Herjólfs. Ég […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.