Herjólfur siglir ekki í dag vegna verkfalls

Vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi þriðjudaginn 7.júlí kemur Herjólfur ekki til með að sigla neina ferð í dag. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun miðvikudaginn 8.júlí. Frekari verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir viku og standa þá í tvo sólarhringa. (meira…)
Verkfall undirmanna á Herjólfi hefst á miðnætti

Boðaðar verkfallsaðgerðir sem undirmenn á Herjólfi höfðu boðað til voru dæmdar lögmæddar fyrir félagsdómi rétt í þessu. Málið var höfðað af Samtökum atvinnulífsins, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs gegn Sjómannafélagi Íslands um lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða undirmanna á Herjólfi sem eru meðlimir í Sjómannafélagi Íslands. Með þessu er ljóst að verkfall undirmanna á Herjólfi hefst […]
Laugardagur á goslokum (myndir)

Óskar Pétur kom víða við á laugardaginn og myndaði mannlífið og viðburði dagsins. (meira…)
Göngumessa, ratleikur og sýningar

Nú fer hver að verða síðastur að sjá skemmtilegar sýningar í tengslum við goslokahátíð. Göngumessa frá Landakirkja og ratleikur á vegum Ægis verða einnig á boðstólnum í dag. (meira…)
Föstudagur á Goslokum (myndir)

Það var nóg um að vera í gær föstudag á goslokahátíðinni. Óskar Pétur leit við á nokkrum stöðum og tók þessar myndir. (meira…)
Sundlaugapartý, Landsbankadagurinn, tónleikar og fleira

Goslokahátíð heldur áfram í dag hér má sjá það sem er á boðstólnum í dag. (meira…)
Síðdegistónleikar föstudag og laugardag í Eldheimum

Eldheimar hafa alltaf skipað stóran sess í viðburðum goslokahelgarinnar og á því er lítil breyting. Hulda Hákon byrjaði dagskrána með opnun sýningar í gær og svo rekur hver tónlistarviðburðurinn annan. Kl 17:00 í dag/föstudag verða tónleikar Trillu tríósins. Það er tríó ungra og mjög efnilegra tónlistarmanna: Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó Vera Hjördís Mattadóttir, söngur Símon […]
Áframhaldandi takmarkanir til 26. júlí

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta um þrjár vikur, þ.e. til 26. júlí. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður […]
Opið hjá Sea Life um helgina

Þar sem ekkert varð úr flutningi mjaldranna út í Klettsvík í bili er gestastofa Sea Life opin um helgina og hvalirnir verða til sýnis þar eitthvað áfam. (meira…)
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkomandi. Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra mat Páleyju hæfasta umsækjenda. Páley hefur frá árinu 2015 gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002. Hún var löglærður fulltrúi […]