Fimmtudagur á Goslokum (myndir)

Goslokahátíð hófst í gær í blíðskaparveðri með fjölbreyttri dagskrá. Óskar Pétur var að sjálfsögðu á ferðinni og myndaði mannlífið. (meira…)

Endurteknar mótefnamælingar vegna Covid-19

Ákveðið hefur verið í samstarfi við Íslenska Erfðagreiningu að endurtaka mótefnamælingar m.t.t. Covid-19 hjá einstaklingum sem hafa haft staðfest Covid-19 smit. Tilgangurinn er að kanna þróun mótefnamyndunar hjá einstaklingum sem hafa smitast af veirunni. Einstaklingar sem hafa haft staðfest smit og hafa ekki farið í mótefnamælingu áður, er einnig boðið að koma. Sýnatökur fara fram […]

Stórsýning Tóa Vídó á Goslokahátíð

Þór Tói Vídó (Tói Vídó) er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann hefur tekið ljósmyndir frá árinu 2009 og fangar ótrúlega fallega sýn aðallega af náttúru eyjanna og lífríki allt í kring. Hann hefur einnig tekið töluvert af ljósmyndum af meginlandinu. Tói Vídó er sonur Sigga Vídó og Erlu Vídó sem flestir Vestmanneyingar ættu að […]

Áhafnarmeðlimir á Herjólfi hafa boðað til verkfalls

Kosning um tímabundna vinnustöðvun um borð í Herjólfi meðal félagsmanna Sjómannafélags Íslands fór fram í síðustu viku. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu en 17 greiddu atkvæði, allir með vinnustöðvun að sögn Jónasar Garðarssonar hjá Sjómannafélagi Íslands. Fyrsta verkfall hefst á miðnætti þriðjudaginn 7. Júlí og stendur í sólarhring. Næsta vinnustöðvun stendur í tvo sólarhringa […]

Skemmtilegur fjölskylduratleikur í boði hjá Ægi

Íþróttafélagið Ægir stendur fyrir fjölskylduratleik um Vestmannaeyjar á sunndaginn kemur og hefst kl. 13.00 á malarvellinum við Löngulág. „Ratleikurinn verður fullur af fróðleik um eyjuna okkar og koma vísbendingarnar úr öllum áttum bæði frá gamla tímanum og úr nútímanum en einnig þarf að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir á leiðinni. Vísbendingarnar koma til með að vera […]

Lögreglufélag Vestmannaeyja krefst þess að gengið verði frá samningum

Lögreglufélag Vestmannaeyja hélt félagsfund síðastliðinn mánudag. Aðalumræðuefnið var eðlilega yfirstandandi kjaraviðræður lögreglumanna. Í ályktun af fundinum hvetur félagið fjármálaráðherra til að semja nú þegar við Landssamband lögreglumanna. Ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja. „Það er ótækt að lögreglumenn hafi verið samningslausir í á annað ár og því krefjumst við að fjármálaráðherra gangi frá samningum við Landssamband lögreglumanna […]

Vestmannaeyjar fyrsti bærinn til að 5G-væðast í heild sinni

Vestmannaeyjar eru orðnar hröðustu eyjar landsins og jafnvel heimsins en Nova hefur nú komið upp 5G sendum í Eyjum sem margfalda munu mögulegan nethraða heimila í bænum frá því sem áður var. Bærinn er sá fyrsti til að 5G-væðast í heild sinni hér á landi en Nova vinnur nú að því að byggja upp þjónustusvæði […]

Mjaldrarnir með magakveisu

Til stóð að mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít færu út til nýrra heimkynna sinna í Klettsvík næstkomandi föstudag. Því hefur nú verið slegið á frest í nokkrar vikur vegna þess að dýralæknar Sea Life hafa greint bakteríu sýkingu í maga dýranna. Frá þessu er greint á facebook síðu Sea Life Trust. Um væga sýkingu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.