Eyjasynir sjá um tónlistina í guðsþjónustu Landakirkju á sunnudaginn

Hljómsveitin Eyjasynir mun sjá um tónlistarflutning í guðsþjónustu sunnudagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á fésbókarsíðu Landakirkju. „Hljómsveitin er skipuð ungu fólki sem hefur sótt nám í Tónlistarskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fá þau til okkar í Landakirkju á sunnudag. Guðsþjónustan hefst kl. 11 eins og hefðbundið er yfir sumartímann. Sr. Viðar þjónar fyrir […]

Rúmlega fjórðung minna lundavarp en á síðasta ári

Lundarall Náttúrustofu Suðurlands nú í júní leiðir það í ljós að almenn ábúð (egg/varpholu)  lækkar um 5% milli ára í 7 byggðum en hækkar í tveimur, Grímsey um 4,9% en mest þó í Lundey á Skjálfanda um heil 12,8%. Mesta lækkunin milli ára er í Elliðaey á Breiðafirði eða 33,7% og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum […]

Fjölmennt Orkumót farið af stað

Orkumótið hófst í morgun en þar keppa drengir á aldrinum 9-10 ára. “Þátttakan á mótinu í ár er góð en það verða 104 lið frá 34 félögum, til stóð að það yrðu 112 lið en þeim fækkaði um 8 eftir covid, sagði Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri” “Við erum að keyra á sama prógrammi varðandi sóttvarnir […]

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags verður haldinn miðvikudaginn 1. júlí n.k. Hefst fundurinn klukkan 20:00 í Týsheimilinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags (meira…)

Verð sjávarafurða lækkar enn frekar

Verð sjávarafurða lækkaði um 2,3% í erlendri mynt í maí frá fyrri mánuði samkvæmt verðvísitölu sjávarafurða sem Hagstofa Íslands birti í morgun og greint er frá í nýjasta fréttabréfi SFS. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem lækkun á sér stað og hefur tólf mánaða taktur vísitölunnar þar með tekið verulegan viðsnúning á örskömmum tíma, […]

Hvað á að gera við gamla pósthúsið?

Þegar gengið er um miðbæ Vestmannaeyjabæjar má sjá mikið af ónýttu húsnæði sem eitt sinn settu svip sinn á bæjarlífið með starfsemi sinni. Eitt af þessum húsum er að Vestmannabraut 22, þar sem Pósturinn og þar áður Póstur og sími voru til húsa. Þann 6. júní 2014 opnaði Íslandspóstur á nýjum stað í Vestmannaeyjum við […]

Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar um 13%

Bráðabirgðaskýrsla um niðurstöður alþjóðlegs leiðangurs frá maí síðastliðnum í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum liggur nú fyrir. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annara uppsjávartegunda. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður innan vinnuhóps Alþjóða Hafrannsóknaráðsins (ICES). Þátttakendur í […]

Þegar nóg er nóg!

Herjólfur Básasker

Það er kannski að æra óstöðugan að fjalla dulítið um Landeyjahöfn.  Þetta er heldur ekki beint um Landeyjahöfn, heldur hvernig við Eyjamenn nálgumst samgöngur okkar, fjöllum um þær á samfélagsmiðlum og hvort við gerum okkur grein fyrir hversu skaðleg þessi ótrúlega neikvæða umræða hefur á samfélagið okkar. Umræða hefur skapast um ferð Herjólfs á sunnudag […]

Dagskrá Goslokahátíðar er að taka á sig mynd

Dagskráin er að vanda fjölbreytt og verður meðal annars boðið upp á hinar ýmsu listasýningar alla helgina ásamt þrennum tónleikum í Eldheimum með Hálft í hvoru á fimmtudagskvöldið, Trillutríó á föstudag og Kára Egilssyni á laugardag. Eins verða 70 ára afmælis tónleikar í Höllinni á föstudagskvöld með Pálma Gunnars. Barnadagskráin verður að sjálfsögðu á sínum […]

Svipuð þátttaka og fyrir fjórum árum

Forsetakosningar fara fram 27. Júní næstkomandi. Kjörstaður í Vestmannaeyjum verður í Akóges, Hilmisgötu 15 og hefst kjörfundur kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu er með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum en heildarfjöldi greiddra utankjörfundaratkvæða hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum er nú 247, þar af eru 24 aðsend. Í síðustu forsetakosningum greiddu alls […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.