Tengivagn í vandræðum

Betur fór en á horfðist þegar vegkantur gaf sig undan þunga tengivagns upp við Helgafell í morgunn. Kalla þurfti til tæki til að koma vagninum aftur upp á veg. Þungar vinnuvélar stóðu á pallinum sem áformað er að nota til malbikunar seinnipartinn í dag ef veður verður hagstætt.   (meira…)

Staðfestir nauðsyn þess að innanlandsflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni

Samgöngumál voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku þar var sett fram eftirfarandi áskorun. “Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á Reykjavíkurborg að láta af sífelldri aðför sinni að Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri og skorar á samgönguráðuneytið að ganga úr skugga um að Reykjavíkurborg vegi ekki frekar að öryggi innanlandsflugs með frekari skerðingu á starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri […]

Stormur í vatnsglasi eða rökræða án innihalds

Þær verða stundum skrýtnar umræðurnar um bæjarmálin hér í Eyjum; nú síðast um húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar. Hér er tilraun til að útskýra málið í eitt skipti fyrir öll: Íslandsbanki vildi ekki selja húsnæði sitt í hlutum heldur allt í einu.  Þess vegna þurfti að gera tilboð í allan eignarhluta bankans í einu lagi og gerði Vestmannaeyjabær […]

Leiðréttingar standast ekki skoðun

Yfirlýsingar bæjarstjóra í gærdag og gærkvöldi um að Lögmannsstofa Vestmannaeyja væri ekki að kaupa húsnæði 2. hæðar Íslandsbanka af Vestmannaeyjabæ heldur beint af Íslandsbanka halda ekki vatni og þarfnast nánari útskýringar af hálfu bæjarstjóra. Í bókun bæjarstjórnar frá því á fimmtudagskvöld stendur orðrétt: ,,Jafnframt leggur meirihlutinn til að gengið verði að lokatilboði Íslandsbanka um kaup […]

Blekkingarleikur í bæjarstjórn?

Fyrr í kvöld birtu vefmiðlar í Eyjum tilkynningu frá bæjarstjóra þar sem hún leiðréttir ranga orðanotkun á bæjarstjórnarfundi í gær varðandi kaup Vestmannaeyjabæjar á Íslandsbanka. Umrædd tilkynning barst ritstjóra Eyjafrétta ekki. Í tilkynningunni segir “að Vestmannaeyjabær myndi framselja hluta af húsnæði, sem áformað er að kaupa af Íslandsbanka, til félags í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyja. Einungis […]

Hagkvæm kaup bæjarins á húsi Íslandsbanka að Kirkjuvegi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær, samþykkti bæjarstjórn að ganga til kaups á kjallara, jarðhæð og hluta efri hæðar í húsi Íslandsbanka hf. að Kirkjuvegi 23.  Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sú að hún þykir hagkvæm fyrir Vestmannaeyjabæ og fellur vel að starfsemi og skipulagi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja. Ritstjóri Eyjar.net skrifar grein í vefmiðil sinn í tilefni […]

Vestmannaeyjabær fær 18 milljónir til ljósleiðaravæðingar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í dag úthlutun styrkja samtals að upphæð 443 milljóna kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, sem veittir eru í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Styrkir til sveitarfélaga námu að þessu sinni samtals 317,5 milljónir kr. Einnig var samið við Neyðarlínuna sem fékk 125,5 milljónir kr. […]

Eru fleiri pólitískir fulltrúar á launum lausnin?

Á bæjarstjórnarfundi í gær dró heldur betur til tíðinda þegar meirihlutinn samþykkti öllum að óvörum og enn og aftur án einhverra haldbærra skýringa að fjölga bæjarfulltrúum úr 7 í 9. Kostnaðarsamt og stækkar báknið Það er kostnaðarsamt að fjölga bæjarfulltrúum og eykur þenslu í stjórnsýslunni. Í Vestmannaeyjum eru starfandi pólitískar fagnefndir auk, bæjarráðs og bæjarstjórnar. […]

Stór dagur fyrir lýðræðið í Vestmannaeyjum

Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gærkvöldi var til umræðu endurskoðuð samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar. Hljómar vafalaust ekki spennandi í eyrum allra en umræðan var engu að síður áhugavert og skemmtilegt! Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur verið skipuð 7 fulltrúum allt frá kosningum 1994 þegar bæjarfulltrúum var fækkað úr 9 í 7 en fyrir þann […]

Bæjarstjórn í beinni

Klukkan 18:00 fer fram 1561. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Einarsstofu, safnahúsi. Hér má finna streymi frá fundinum ásamt dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201906119 – Kjör forseta og varaforseta skv. 7.gr. og kjör bæjarráðs skv. 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar 2. 202003120 – Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum 3. 201909118 – Húsnæðismál […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.