Löndunarkraninn á Edinborgarbryggju ónýtur

Fram kom á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni að löndunarkrani sem stóð á Edinborgarbyrggu hefur verið dæmdur ónýtur og verið fjarlægður. Framkvæmdastjóri kynnti að kostnaður við kaup á nýjum krana geti verið allt að 7,5 milljónir auk uppsetningar. Niðurstaða ráðsins var að fela framkvæmdastjóra að afla tilboða í nýjan krana. (meira…)

Fjórar milljónir í umferðaljós

Umferðarljós á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri greindi frá innkaupum á nýjum umferðarljósum á gatnamótum Heiðarvegar/Strandvegar en áætlaður kostnaður Vestmannaeyjabæjar er um 4 milljónir, en gert var ráð fyrir upphæðinni í fjárhagsáætlun ársins 2020. Verkið er unnið í samstarfi Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar. (meira…)

Síðasti dagurinn til að skrá sig í Framhaldsskólann

Innritun í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum stendur yfir og er rafræn. Enn er hægt að skrá sig, en innritun í skólann fyrir haustið lýkur í dag miðvikudag. Til að sækja um í dagskóla https://mms.is/innritun-i-framhaldsskola Til að sækja um Fjarnám https://umsokn.inna.is/#!/applyModules (meira…)

50 milljónir að koma Blátindi í sýningahæft ástand

Blátindur VE 21 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri greindi frá samskiptum við kunnáttumenn í endurbyggingu tréskipa vegna hugsanlegra viðgerða á Blátindi VE. Fram hefur komið eftir skoðun að talið er að kostnaður við að gera bátinn sjóklárann sé ekki undir 80-100 milljónum króna. Að koma bátnum í sýningahæft ástand […]

Getur öllum orðið á?

Þrátt fyrir að nú sé vel liðið á árið 2020 með öllum þeim krefjandi verkefnum sl. mánuði þá getur öllum orðið á og oft hægt að gera betur. Sjálfur er ég engin undantekning enda bý ég ekki yfir því að vera fullkominn frekar en margur annar. Mín leið er að reyna að undirbúa mig sem […]

Útskrift GRV myndir og viðurkenningar

Grunnskólinn í Vestmannaeyjum útskrifaði nemendur úr 10. Bekk í gærkvöldi. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri fór yfir veturinn í ræðu sinni og þær sérstöku aðstæður sem krakkarnir upplifðu. „Það má segja að síðasta önnin ykkar í skólanum hafi einkennst af skrýtum tímum, heimsfaraldri sem setti stórt strik í skólagönguna. Þið þurftuð að aðlaga ykkur að fjarkennslu […]

Malbikað í næstu viku

Þann 15.-17. júní er áætlað að malbika í Vestmannaeyjum m.a. verða Heimagata og Helgafellsbraut malbikaðar. Hvetjum við því alla til þess að fjarlægja alla bíla og halda þeim götum auðum á meðan undirbúið er undir malbik og á meðan malbikað er, svo hægt sé að vinna verkið hratt og örugglega. Við biðjum fólk að sýna […]

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum aðstoðar Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu

Dómsmálaráðuneytið hefur falið Sýslumanninum í Vestmannaeyjum að aðstoða fjölskyldusvið Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við úrlausn sifjamála með notkun fjarfundabúnaðar. Markmið samstarfsins er að stytta biðtíma hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og greina frekar tækifæri fyrir notkun fjarfundarbúanaðar í viðtölum, óháð staðsetningu löglærðs fulltrúa sýslumanns. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum mun þannig tímabundið aðstoða við skilnaðarviðtöl og útgáfu skilnaðarleyfa að […]

Tæplega 300 fóru í útsýnisflug

Tæplega 300 manns skelltu sér í stórkostlegt útsýnisflug yfir Heimaey um liðna helgi og styrktu þannig um leið við Björgunarfélag Vestmannaeyja. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja sagðist í samtali við Eyjafréttir vera ánægður með það hvernig til tókst. “Ég vill koma á framfæri þakklæti til sem tóku þátt í þessu með okkur, bæjarbúum, og þeim […]

Sjómannadagshelgi (Myndir)

Hátíðarhöld í tilefni af Sjómannadeginum fóru fram með óhefðbundnu sniði um helgina. Enginn dansleikur var í Höllinni þetta árið sökum samkomu takmarkana en sjómenn gerðu sér glaðan dag með öðrum leiðum. Víða annarsstaðar á landinu voru hátíðarhöld felld niður eða haldin með fábreyttara sniði. Sjómannadagurinn var haldinn með glæsilegum hætti í Vestmannaeyjum eins og þessar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.