Vestmannaeyjabær setur ekki fjármuni í Laufeyjarverkefnið

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær hugmyndir og tillögur um þjónustumiðstöð á gatnamótun Suðurlandsvegar og Landeyjahafnarvegar, svokallað Laufeyjarverkefni. Sveinn Waage, einn forsprakka verkefnisins, hefur kynnt hugmyndirnar fyrir bæjarfulltrúum Vestmannaeyjabæjar, þar sem gert er ráð fyrir nýrri tegund þjónustumiðstöðvar, sem tekur m.a. mið af umhverfissjónarmiðum og fellur vel inn í landslagið. Bæjarráð fagnar frumkvæði aðila […]

Vestmannaeyjabær hættir rekstri Hraunbúða

Staða Hraunbúða var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær, bæjarráð samþykkti samhljóða að tilkynna Sjúkratryggingum Íslands og heilbrigðisráðherra um að bærinn muni ekki óska eftir framlengingu á rekstrarsamningi milli SÍ og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Hraunbúða. Bæjarstjóra er falið að koma þeim upplýsingum til ráðherra eftir fund bæjarstjórnarþann 28. maí nk. Þar kom einnig fram […]

Bærinn kaupir húsnæði Íslandsbanka

Bæjarstjóri kynnti fyrir bæjarráði á fundi þess í dag, drög að samkomulagi milli Vestmannaeyjabæjar og Íslandsbanka um kaup á húsnæði bankans við Kirkjuveg, sem hugsuð yrðu sem starfsaðstaða fyrir hluta af starfsemi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður þann 28. maí nk. Samkomulagið er gert með fyrirvara um […]

Aðgerðastjórn hefur lokið störfum

Með gleði og sól í hjarta tilkynnum við að aðgerðastjórn hefur lokið störfum og við tekur reglubundið starf almannavarnanefndar. Aðgerðastjórn hefur fundað reglulega frá 15. mars og yfirleitt daglega. Engin smit hafa verið greind í Eyjum síðan 20. apríl svo enn er heildarfjöldi smita 105. Öllum er batnað en nokkrir eru í sóttkví sem voru […]

Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar

Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Þetta kemur fram í frétt á vefnum visir.is. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. […]

Framhaldsskólinn útskrifaði 32 nemendur (myndband)

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum útskrifaði í gær 32 nemendur en athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni til þess að mögulegt væri að halda allar reglur um fjöld og tvo metra. Útskriftinni verða gerð góð skil í næsta tölublaði Eyjafrétta en hér að neðan má sjá myndbandsupptöku frá athöfninni. (meira…)

Fjöldamörk úr 50 í 200 manns og fleiri tilslakanir

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi á morgun mánudaginn 25. maí. Þar með verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og […]

Kiwanis menn færðu 1. bekk hjálma

Árlegur hjóladagur fór fram í Hamarsskóla í dag. Sett var upp merkt braut og bílastæðin bæði vestan og austan við skólan lokað svo nemendur höfðu stærra svæði til að hjóla á en venjulega. Lögreglan mætti og skoðaði hjól og hjálma barnanna. Þá fengu börnin í 1. bekk gefins hjálma frá Kiwanis og Eimskip en Kiwanis […]

Tafaleiðir framkvæmda og stjórnun í þágu fjöldans

Í vetur hafa náttúruöflin svo sannarlega minnt okkur á hvaða kraftar það eru sem raunverulega ráða ríkjum. Veikleikar í raforkukerfinu sem Landsnet hefur í mörg ár bent á voru afhjúpaðir.  Samgöngur stöðvuðust og hefur Öxnadalsheiðin til dæmis verið ófær 12 sinnum í vetur. Þá lágu fjarskipti niðri. Kerfið sjálft fer ekki að lögum Uppi er […]

Einstakt tækifæri fyrir GRV

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við HR og Háskólann í Þrándheimi, hefur óskað eftir samstarfi við GRV og Vestmannaeyjabæ um að framkvæma viðamikla menntarannsókn til 12 ára. Þetta yrði samanburðarrannsókn við skóla í öðrum landshluta og henni fylgja breyttar áherslur í námi nemenda sem og breyttir kennsluhættir. Miðað væri við að byrja rannsóknina strax […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.