Níundi bekkur undir landsmeðaltali í ensku og stærðfræði

Skólastjóri GRV fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk sem fram fóru í mars sl. á fundi fræðsluráðs í vikunni. Nemendur þreyttu próf í íslensku, stærðfræði og ensku og var skólinn á pari við landsmeðaltal í íslensku en undir í ensku og stærðfræði. Sami árgangur var rétt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði í […]
Kaldar kveðjur frá yfirstjórn

Það er algjörlega ólíðandi að yfirleitt skuli vera byrjað á að segja upp ræstingafólki þegar þarf að spara hjá fyrirtækjum og stofnunum. Drífandi í Vestmannaeyjum og Báran stéttarfélag á Selfossi sendu frá sér eftirfarandi ályktun vegna fyrirhugaðra uppsagna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Báran og Drífandi stéttarfélög mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands – HSU. […]
Þegar stjórnendur hafa endanlega gefist upp þá er það þekkt leið að reka ræstingafólkið

Sameining allra sjúkrahúsa á suðurlandi í HSU, sem átti að skila svo mikillri hagræðingu hefur snúist upp í andhverfu sína. Svo dæmi sé tekið hefur þjónustan í Vestmannaeyjum hríðversnað. Verðandi mæður geta ekki treyst á að eiga börnin í sinni heimabyggð, engin skurðstofa, enginn svæfingalæknir, engin augnlækningaþjónusta, öllu stefnt á yfirfull sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Það […]
Rafrænn skóladagur í Hamarsskóla (myndband)

Þar sem ekki er hægt að hafa hefðbundinn skóladag brugðum kennarar og nemendur í Hamarsskóla á það ráð að gera myndband til að sýna frá verkefnum nemenda. Krakkarnir leiða áhorfandann í gegnum skólann, sýna og segja frá því helsta sem þau hafa haft fyrir stafni í vetur. Hérna er skóladagur Hamarsskóla 2020 á rafrænu formi. […]
Sýslumaðurinn með tvö störf fyrir námsmenn á háskólastigi

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sóttist eftir stuðningi frá Vinnumálastofnun fyrir sumarstörfum fyrir námsmenn og fékk úthlutað fyrir tveimur störfum. Vinnumálastofnun stýrir átakinu varðandi sumarstörf námsmanna sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Sveitarfélögin auglýsa þessi störf á sínum heimasíðum en störf hjá hinu opinbera verða auglýst og opnað fyrir umsóknir þann 26. […]
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja braut lög

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi brotið gegn ákvæðum laga með því að hafa ekki tilkynnt fjármálaeftirlitinu strax og lífeyrissjóðnum varð ljóst að eignir sem ekki eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði hafi farið yfir lögbundið hámark, að því er segir í niðurstöðu stofnunarinnar. Þar segir að fjármálaeftirlitið hafi beðið […]
Áfengisneysla í 10. bekk langt undir landsmeðaltali

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnti niðurstöður könnunar Rannsóknar & Greiningar á nemendum í 8., 9. og 10. bekk í febrúar 2020 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Meðal þess sem þar kemur fram er að áfengis og tóbaksneysla í 10. bekk í Vestmannaeyjum er langt undir því sem gerist á landinu öllu. Vímuefnaneysla í 10. […]
Við munum halda áfram að trompa!

Það gerist endrum og sinnum að fólk gefur sig á tal við mig og ræðir málefni bæjarins. Í það spjall er ég alltaf tilbúinn við hvern sem er, hvort sem sá fylgir mér að málum eða ekki. Og það sem meira er að þá gerist það sömuleiðis að fólk hrósar fyrir það sem vel er […]
Ekkert nýtt smit í mánuð

Ekki hefur greinst nýtt Covid-19 smit í Vestmannaeyjum frá því 20. apríl. Heildarfjöldi smita stendur enn í 105. Fyrsta smitið í Vestmannaeyjum var greint þann 15. mars síðastliðinn. Á landinu öllu hafa greinst 1.802 tilfelli og eru þrír einstaklingar í einangrun í dag samkvæmt vefsíðunni covid.is (meira…)
Ísfélagið setur upp bronsstyttu af Ása í Bæ

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær beiðni Ísfélags Vestmannaeyja um leyfi til að koma fyrir bronsstyttu af Ása í Bæ við flotbryggjurnar á Smábátasvæði. Í umsókninni kemur fram að um er að ræða styttu í raunstærð sem sitja mun á steini og verða lýst upp (með gamaldags ljósastaur eða með öðrum hætti). Ási í Bæ […]