1. maí með öðru sniði

Í fyrsta skipti síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á Rúv (kl. 19:40). Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar einkenna […]

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019  

9e22a5b72e94ee82ecb4a4782f854d59

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019 verður tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs og að rekstur bæjarins hefur gengið vel. Árið 2019 námu heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar 6.372 m.kr. og rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði 5.682 m.kr. Rekstrarafkoma sveitarfélagsins var jákvæð um 665,9 m.kr samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins […]

Ferðum Herjólfs fjölgar aftur

Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft áhrif á áætlun Herjólfs ohf. undanfarnar vikur eins og samfélagið allt í Vestmannaeyjum hefur fundið fyrir. Nú þegar aflétting samkomubanns hefst er mikilvægt að mæta eins og kostur er þörfum íbúa og lögaðila um frekari siglingatíðni. Því hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið breytingar á siglingaáætlun í tveimur áföngum, sem hér segir: […]

104 af 105 hafa náð bata

Enn er heildarfjöldi smita 105, allir nema einn hafa náð bata og 11 eru í sóttkví. Öll þurfum við að vera á varðbergi áfram, gæta að eigin sóttvörnum, 2 metra reglunni og virða samkomubann. Góða helgi og gangi ykkur vel. f.h. aðgerðastjórnar Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri. (meira…)

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er átaksverkefni og samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja starfandi ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirtæki sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu, sé miðað við s.l. rekstrarár. Umsjón og ábyrgð sjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS fer með hlutverk úthlutunarnefndar. Við mat á umsóknum skipar stjórn SASS […]

Smáey í söluskoðun

Smáey VE skip Bergs-Hugins var tekin upp í slipp í gær en skipið hefur verið sl. tvo mánuði í leigu hjá Samherja. Ástæða þess að Samherji leigði skipið til veiða var seinkun á afhendingu nýs Harðbaks. Smáey hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík og mun skipið verða afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Um […]

Sýnatökur m.t.t. COVID-19

Dagana 1. – 3. maí n.k. verður í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu boðið upp á sýnatökur í Vestmannaeyjum fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 – á sambærilegan hátt og verið hefur í gangi fyrir einstaklinga sem hafa verið í sóttkví og einangrun. Um er að ræða rannsókn þar sem […]

Styrkur fyrir nemendur sem vinna lokaverkefni á Suðurlandi

Atvinnuskapandi nemendaverkefni á Suðurlandi er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Verkefninu er ætlað að hvetja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem stýra verkefninu. Nemendur vinna raunhæf verkefni, til dæmis lokaverkefni, með það að markmiði að verkefnið leiði til atvinnu- og eða nýsköpunar á Suðurlandi. Mikilvægi […]

Íris á N4

Íris Róbertsdóttir var gestur í upplýsingaþætti N4 um kóróuaveirufaraldurinn í gær. Hún ræddi um mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar og segir mikilvægi stofnunarinnar hafi sannað sig, þrátt fyrir að þurft hafi að berjast fyrir tilvist hennar í gegnum árin. (meira…)

Margháttuð viðbrögð… og fleiri í vændum

Fólk býr á heimilum Beinn stuðningur ríkisins við fyrirtæki og heimili með tveimur aðgerðaráætlunum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er orðinn víðtækur. „Heimilin í landinu“ eru aðeins önnur orð yfir „fólkið í landinu“. Grunngæðum samfélagsins er því miður misskipt en viðbrögð við faraldrinum ná til allra með einhverjum hætti. Myndarlegar upphæðir ganga núna til geðheilbrigðisþjónustu, heilsugæslu, átaks […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.