Við erum öll móðurmálskennarar

Eyjafréttir og Viska halda áfram með námskeiða/erinda lotuna, Viska – öllum til handa! Næsta námskeið sem boðið verður upp á er námskeiðið Við erum öll móðurmálskennarar í umsjá Önnu Sigríðar Þráinsdóttur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir málshátturinn. Foreldrar og forráðamenn, afar og ömmur, systkini og í raun allir sem koma að […]
Fráveitu framkvæmdir

Vegfarendur um hafnarsvæðið hafa orðið varir við framkvæmdir á víða á svæðinu. Ein þessara framkvæmda er lagning á nýrri fráveitulögn frá Sjóbúð að Brattagarði og uppsetning á sandgildru við Brattagarð. Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sagði í samtali við Eyjafréttir að það væri verið að nota tækifærið áður en framkvæmdir hefjast á Vigtartorginu. (meira…)
Heimsóknarreglur fyrir Hraunbúðir eftir 4. maí

Á heimasíðu Hraunbúða var í gær birt frétt um væntanlegar tilslakanir á heimsóknarbanni þar er tekið fram að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Þeir sem áforma að heimsækja íbúa á Hraunbúðum eru beðnir um að kynna […]
Sex vikur frá fyrsta smiti

Ekkert nýtt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum síðan fyrir viku og eru enn samtals 105 einstaklingar sem hafa greinst með staðfest smit. Þá er það einkar ánægjulegt að 103 hafa náð bata og því aðeins 2 í einangrun. Þá eru 10 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum. Nú eru sex vikur síðan fyrsta smitið greindist í […]
Efnahagsaðgerðir í þágu Suðurlands

Þegar ráðist er í jafn umfangsmiklar efnahagsaðgerðir og ríkisstjórnin hefur nú gert í tveimur þrepum og stórir atvinnuvegir eins og ferðaþjónustan hafa nær stöðvast er auðvelt að sjá hið smáa en ekki hið stóra. Það er heildarsamhengið sem skiptir máli og hvernig mismunandi aðgerðir spila saman og veita stuðning þar sem hans er þörf. Þrátt […]
Eðlileg krafa ríkið skapi atvinnugreininni sanngjarnt umhverfi

Bæjarráð ræddi stöðu sjávarútvegs í Vestmannaeyjum á tímum Covid-19 á fundi sínum í síðustu viku. Stjórnendur og starfsfólk fyrirtækjanna hefur lagt mikið á sig til að halda uppi sem eðlilegastri starfsemi og fyrirtækjunum gangandi. Það skiptir miklu máli að geta haldi uppi órofinni starfsemi á sama tíma og fyrirmælum er fylgt. Það hefur tekist vel. […]
Aflabrögð á fyrra helmingi fiskveiðiársins

Heildarafli íslenska flotans þegar fiskveiðiárið 2019/2020, sem hófst 1. september 2019, var hálfnað nam rúmlega 420 þúsund tonnum upp úr sjó. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 496 þúsund tonn. Þetta er samdráttur í heildarafla milli fiskveiðiára sem nemur um 15% eða um […]
Þyrla sótti veikan sjómann

Landhelgisgæslan sótti á ellefta tímanum í kvöld sjómann sem hafði verið við veiðar austur af Vestmannaeyjum og flutti til Reykjavíkur með þyrlu gæslunnar. Sjómaðurinn var veikur og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Eftir að veikindi mannsins komu upp var honum siglt til Vestmannaeyja, þangað sem hann var svo sóttur af Landhelgisgæslunni. Samkvæmt upplýsingum […]
Kom sér í sjálfheldu í Dalfjalli

Björgunarfélag Vestmannaeyja var boðað út í dag til að aðstoða einstakling sem var í sjálfheldu bak við Dalfjallið í skriðu. Engin hætta var á ferðum en einstaklingurinn treysti sér ekki lengra og hringdi þá í aðstoð að sögn Arnórs Arnórssonar formanns Björgunarfélagsins, um 10 félagar tóku þátt í verkefninu sem fékk farsælan endi. (meira…)
Spá 12% atvinnuleysi í apríl

Staða atvinnumála í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í síðustu viku. En atvinnumál eru meðal verkefna sem viðbragðsstjórn bæjarins hefur einbeitt sér að undanfarna daga og vikur. Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær hafi góða yfirsýn yfir stöðu atvinnumála í Vestmannaeyjum og fylgist með þróuninni. Fljótlega eftir að veirunnar varð vart í Vestmannaeyjum var leitað til […]