Við erum öll mengunarvarnir

Mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær þar kom fram að reglulega berast fréttir af fugladauða í fjörum í kringum Vestmannaeyjar. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum segir í grein á vefmiðlum að olían eigi að einhverjum hluta uppruna sinn innan hafnar en að vandamálið sé stærra. Framkvæmdastjóri hefur fundað tvisvar […]
Verulegur tekjumissir fyrir höfnina

Komur farþegaskipa árið 2020 voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri fór yfir bókanir vegna farþegaskipa árið 2020. Fram kom að bókaðar voru 83 komur en vegna ástandsins í heiminum hafa þegar 19 komur verið afbókaðar og tekur fjöldinn breytingum svo til daglega. Ljóst er að tekjumissir hafnarinnar verður verulegur ef […]
Sóttkví og tíðarfar seinkar íbúðum fyrir fatlaða

Á fundi bæjarráðs í gær fór bæjarstjóri yfir bréf Magnúsar Sigurðssonar, f.h. Steina og Olla um stöðu framkvæmda við byggingu íbúða fyrir fatlaða við Strandveg 26. Vegna tíðarfars í vetur hefur uppsteypu hússins seinkað og vegna sóttkvíar starfsfólks fyrirtækisins í vor er ljóst að enn frekari seinkun verður á afhendingu hússins sem átti að afhendast […]
Varaafl í Vestmannaeyjum stendur til bóta

Bæjarráð fundaði í hádeginu í gær þar sem meðal annars var til umræðu úrbætur á varaafli í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir svarbréfi sem henni barst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við bréfi bæjarstjóra um nauðsyn á úrbótum á varaafli í Vestmannaeyjum, þar sem m.a. kom fram að úrbóta er þörf ef ekki eigi að skapast […]
Stærð hafnarinnar hamlar skipakomum til Vestmannaeyja

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar sem framkvæmdastjóri greindi frá erindi Vestmannaeyjahafnar til Vegagerðarinnar vegna framtíðarþróunar hafnarinnar en þar kemur fram að þróun flutningaskipa og farþegaskipa hefur verið þannig að stærð og athafnasvæði hafnarinnar er farið að hamla komum skipa til Vestmannaeyja. Farið var fram á samstarf með Vegagerðinni til að meta framtíðarmöguleika […]
Sjávarútvegur – kjölfesta atvinnulífsins

Sjávarútvegurinn hefur í gegnum aldanna rás verið undirstöðuatvinnugrein landsins. Líkt og núverandi seðlabankastjóri Dr. Ásgeir Jónsson lýsti vel þá hefur sjávarútvegur verið ,,brimbrjótur tækniframfara og nýsköpunar í íslensku hagkerfi”. Sjávarútvegurinn hefur með frumkvöðlastarfsemi sinni verið ein frumforsenda framþróunar og aukinnar hagsældar íslensks samfélags svo lengi sem elstu menn muna. Sjávarútvegur er hreyfiafl framfara Vestmannaeyjar eru […]
Óli Jóns gefur út sína þriðju bók

Í dag kemur út þriðja bókin eftir rithöfundinn Ólaf Jónsson bókin er líkt og fyrri bækur sett saman af nokkrum smásögum. Óli sagði í samtali við Eyjafréttir að bókin væri góð blanda af spennusögum og venjulegum sögum. Óli er spenntur fyrir útkomu bókarinnar en hún hefur verið í vinnslu í nokkur ár en síðasta bók […]
Nýr landgangur fyrir Herjólf

Unnið er að útboði á uppsetningu á nýrri landgöngubrú fyrir Herjólf. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjafréttir. Landgangurinn var smíðaður í Póllandi og kom með skipinu til landsins á síðasta ári. Ekki hefur unnist tími til að setja upp nýja landganginn en til stendur að koma honum upp nú þegar […]
Engin hátíðarhöld sumardaginn fyrsta

Þar sem enn er í gildi samkomubann vegna veiruógnar hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að fella niður hátíðarhöld í tilefni af sumardeginum fyrsta þann 23. apríl næst komandi. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar er fólk hvatt til að fagna deginum með fjölskyldu sinni eða þeim allra nánustu og virða fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. (meira…)
Eitt nýtt smit – var ekki í sóttkví

Síðdegis í dag bættist við eitt staðfest smit og er heildarfjöldi staðfestra smita í Vestmannaeyjum því orðinn 105. Aðilinn var ekki í sóttkví en möguleg tengsl eru við þekkt smit. Þá hafa 92 náð bata og því aðeins 13 manns með virk smit. Sex eru í sóttkví í Vestmannaeyjum og hafa þeir aldrei verið eins […]