Skólahald næstu vikna

Á morgun miðvikudaginn 15. apríl hefst skóli á ný við Grunnskólan í Vestmannaeyjum, skólahald verður með sama hætti og var áður en við fórum í fjarkennslu. Ljóst er að starfsemi og þjónusta skólans verður með breyttu sniði a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi, eða til 4. maí. Hvað tekur við eftir það, er enn […]
Björgunarfélag Vestmannaeyja frestar aðalfundi

Samkvæmt lögum félagsins á aðalfundur okkar að vera haldinn fyrir 30 apríl ár hvert, en í ljósi samkomubanns verður aðalfundur Björgunarfélagsins og bátasjóðsins frestað þar til þetta er liðið hjá og verður þá boðað til fundarins með löglegum hætti, þ.e tveim vikum fyrir fund. (meira…)
Svar til Sindra

Sæll aftur Sindri Ég ætla ekki orðlengja þetta mikið frekar en vil þó segja eftirfarandi um grein þína ”Að velja sér slagina”: Af textanum má skilja að ég hefði ekki átt að lýsa skoðun minni á ritstjórnarstefnu þinni í fyrradag; í fyrsta lagi af því að það eru páskar og í öðru lagi af því […]
Ekkert nýtt smit í fimm daga

Ekkert smit hefur greinst síðan 6. apríl í Vestmannaeyjum og eru því komnir 5 dagar án þess að nýtt smit greinist. Hafa verður í huga að við skimun Íslenskrar erfðagreiningar bættust mörg smit við dagana 3.-5. apríl sem hefðu líklega greinst síðar hefði skimun ÍE ekki farið fram. Það er of snemmt að fagna, við […]
Líklegt er að takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar

Upplýsingafundur almannavarna fór fram klukkan 14:00 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir fóru yfir stöðuna í COVID-19 faraldrinum. Gestir á fundinum voru þeir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur kom inn á það á fundinum að engum núverandi aðgerðum verður ekki aflétt […]
Að velja sér slagina

Á tímum alheimsfaraldurs þar sem ástandið í Eyjum hefur verið sérstaklega tvísýnt hóf Páll Magnússon alþingismaður páskahátíðina með því að segja upp áskrift að Eyjafréttum og senda undirrituðum í leiðinni kaldar kveðjur. Ástæðu skírdagsuppsagnarinnar kvað hann vera þá að ég birti ekki tiltekna facebookfærslu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum síðdegis á mánudag. Það þykir alþingismanninum ljóst að […]
Mikilvægt að hlúa að geðheilsunni

Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is. Félagið er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu. Á síðunni má nálgast upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Nú sem aldrei fyrr er sérlega mikilvægt að hlúa að […]
Davíðssálmur í dymbilviku

Það fer lítið fyrir almennu helgihaldi þessa páskana í Landakirkju eins og annars staðar. Séra Guðmundur Örn Jónsson birti þetta myndband í vikunni þar sem hann les upp úr Davíðssálmi 139 auk þess að fara með bænir. Þetta verður næst því sem við komumst inn í Landakirkju þessa páskana. (meira…)
Starfsfólki og foreldrum ber að þakka fyrir jákvæðni, þolinmæði og þrautseigju á þessum erfiðu tímum

Viðbrögð vegna veiruógnunar voru rædd á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Þar var farið yfir stöðuna í GRV, leikskólunum, tónlistarskóla, frístundaveri og hjá dagforeldrum. Fræðslufulltrúi lagði fram minnisblað um starfið í fræðslu- og uppeldisgeiranum frá því samkomubann hófst þann 15. mars sl. Nemendur GRV mættu í skólann í fjórar kennslustundir á dag fyrstu vikuna. Mæting […]
Ekkert nýtt smit í Eyjum á síðasta sólarhring

Ekkert smit hefur greinst síðastliðinn sólarhring í Vestmannaeyjum og er það í fyrsta skipti frá 17. mars sl. Enn er fjöldi staðfestra smita 103 en fjölgar í hópi þeirra sem hafa náð bata og eru þeir orðnir 34. Virk smit eru því 69. 210 eru í sóttkví. Með tilkynningunni er súlurit yfir aldursdreifingu smita í […]