Lögreglustöðin í Vestmannaeyjum lokuð öðrum en starfsmönnum

Vegna COVID-19 faraldursins mun lögreglustöðin í Vestmannaeyjum verða lokuð öðrum en starfsmönnum lögreglu um takmarkaðan tíma. Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunnar en hún sinnir að sjálfsögðu öllum verkefnum sem koma upp en með þessu er leitast við að koma í veg fyrir að smit berist inn á lögreglustöð. Það er því rétt að […]

Bænastund í dag, sunnudagaskóli fellur niður

Helgihald dagsins verður með öðru sniði vegna komandi samkomubanns. Af þeim sökum hefur sunnudagaskólanum verið aflýst. Klukkan 14:00 verður hins vegar stutt bænastund í kirkjunni sem er opin öllum. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Þá verður Kitty við orgelið en þó án kórs Landakirkju. Eðli komandi vikna samkvæmt er ýmislegt sem veldur […]

Þrettán í sóttkví í Vestmannaeyjum

Hjörtur Kristjánsson framkæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér í gærkvöldi upplýsingar um stöðuna á Kórónaveirunni. Þar kemur fram að 13 einstaklingar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Enginn með staðfest smit hafa komið upp í Vetmannaeyjum enn sem komið er. (meira…)

Skóflustunga tekin að nýrri slökkvistöð

Í hádeginu í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri slökkvistöð að Heiðarvegi 14. Um er að ræða byggingu nýrrar slökkvistöðvar og breytingar á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar að Heiðarvegi 14. Heildarstærð viðbyggingar er 635 m2 og endurbætur á eldra húsnæði um 280 m2. Það er byggingarverktakinn 2Þ ehf sem annast verkið en áætlað er að hefja […]

Starfsdagur á mánudag

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélagið vinnur nú að skipulagningu starfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í grunnskólum, leikskólum, tónlistarskóla, […]

Ábending til farþega

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid-19 vill Herjólfur ohf koma á framfæri: Komi til þess að einstaklingur sem eru að koma af þeim svæðum sem skilgreind eru sem hættusvæði, einstaklingar sem hafa verið í sóttkví eða einstaklingar sem sýna flensueinkenni, þurfi að ferðast milli lands og Eyja, skal áður en til brottfarar […]

Allt messuhald fellur niður í Landakirkju

Um hádegi í dag var gefin út tilskipun stjórnvalda um samkomubann sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars næstkomandi. Fljótlega sendi biskup Íslands út tilkynningu þess efnis að allt messuhald og vorfermingar falla niður innan Þjóðkirkjunnar. Er sú ákvörðun tekin með almannaheill í húfi eins og segir í tilkynningu biskups. Samkomubann hefur talsverð áhrif […]

Samkomubann hefur ekki áhrif á farþegafjölda í Herjólfi

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. […]

Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við […]

Eagles messunni frestað aftur

Rock Band The Eagles on Rock

Eagles messunni sem átti að vera nk. sunnudag, 15. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Landakirkju. Þeir sjálfboðaliðar sem taka þátt í starfi kirkjunnar eru okkur gríðarlega mikilvægir og nauðsynlegt að þeir finni til öryggis og vellíðan þegar þeir gefa vinnu sína. Þá er einnig vert […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.