Bærinn hefur greitt 566 milljónir með rekstri hraunbúða

Málefni Hraunbúða voru rædd á fundi bæjarráðs í gær. Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær lagt töluvert fé til reksturs Hraunbúða, dvalar- og hjúkrunarheimili, þrátt fyrir að ríkinu beri að fjármagna þann rekstur á fjárlögum. Framlög Vestmannaeyjabæjar til rekstursins hafa aukist frá ári til árs án þess að bærinn geti haft þar áhrif á. Í lok árs […]

Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum á Þorrablót (myndir)

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum bauð um liðna helgi starfsfólki sem hafði látið af störfum vegna aldurs hjá fyrirtækinu til Þorrablóts. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrrverandi starfsmenn hittast með þessum hætti og blóta saman Þorra. Mætingin var góð að sögn Þórs Vilhjálmssonar sem koma að skipulagningu blótsins. „Það var mjög góð mætin liðlega 50 manns. […]

Goslokanefnd 2020

Bæjarráð skipaði í gær í þau Ernu Georgsdóttur, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Þórarinn Ólason í Goslokanefnd fyrir árið 2020. Með nefndinni starfar Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. (meira…)

Varaafl í Vestmannaeyjum

Í fréttum síðustu daga hefur verið umræða um varaafl í Eyjum í kjölfar rafmagnsleysis um síðustu helgi. Í því sambandi er rétt að skýra aðeins fyrirkomulag þessara mála. Löggjafinn tók þá ákvörðun 2004 að frá 1.1.2005 yrði hlutverk raforkufyrirtækjanna þrískipt. Í fyrsta lagi fyrirtæki á samkeppnismarkaði sem framleiddu og seldu raforkuna, í öðru lagi Landsnet […]

Þyrla sótti sjúkling til Vestmannaeyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til þess að sækja sjúkling til Vestmannaeyja. Ekki var hægt að flytja sjúklinginn með flugvél vegna veðurs. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálf tólf í kvöld. ruv.is greindi frá (meira…)

Flutningur á raforku til Eyja kominn í lag

Landsnet hefur lokið viðgerðum á flutningskerfinu. Flutningur á raforku til Eyja er því orðinn eðlilegur. HS Veitur vilja þakka Eyjamönnum fyrir rafmagnssparnaðinn, sem varð til þess að skömmtun var í algjöru lágmarki. (meira…)

Enn þarf að fara sparlega með rafmagn

Ívar Atlason hjá HS veitum segir að enn sé verið að keyra varaafl á fullum afköstum en viðgerð stendur yfir. “Landsnet er að vinna að viðgerð á Hellulínu og Hvolsvallar línu”. Hann biður Eyjamenn að fara sparlega með rafmagn meðan þetta ástand varir. (meira…)

Dýpsta lægð sögunnar á leiðinni?

Nú þegar íbúar á sunnanverðu landinu eru farnir að treysta sér út eftir föstudagslægðina er rétt að fara að fjalla um næstu lægð sem dýpkar nú ört og nálgast landið hratt úr suðvestri. Samkvæmt spám staðnæmist lægðin svo suður af landinu. Vindur verður minni á landinu heldur verið hefur í dag. Þó verður hvasst (yfir […]

Skerðing á raforku í Vestmannaeyjum – Íþróttahúsið lokað

Þessa stundina eru Vestmannaeyjar keyrðir á varaafli þar sem Landsnet getur ekki afhent raforku til Eyja. Af þeim sökum þarf að skerða raforku og verður rafmagnslaust í hluta vestubæjar eftir hádegi í dag og fram eftir degi. Íþróttahús Vestmanneyja, þ.m.t. sundlaugin, verður lokað í allan dag vegna skorts á rafmagni. Lágmarksrafmagn er nú tryggt með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.