Skerðing á raforku í Vestmannaeyjum – Íþróttahúsið lokað

Þessa stundina eru Vestmannaeyjar keyrðir á varaafli þar sem Landsnet getur ekki afhent raforku til Eyja. Af þeim sökum þarf að skerða raforku og verður rafmagnslaust í hluta vestubæjar eftir hádegi í dag og fram eftir degi. Íþróttahús Vestmanneyja, þ.m.t. sundlaugin, verður lokað í allan dag vegna skorts á rafmagni. Lágmarksrafmagn er nú tryggt með […]

Sinntu á fjórða tug verkefna (myndir)

Veður er farið að ganga veruleg niður í Vestmannaeyjum og engar aðstoðarbeiðnir borist tið aðgerðastjórnar síða um kl. 11. Aðgerðastjórn hætti því störfum kl. 12 en hún tók til starfa á miðnætti. Á fjórða tug verkefna var sinnt af hendi Björgunarfélags Vestmannaeyja og lögreglu. Ljóst er að viðvaranir og undirbúningur íbúa og eigenda fyrirtækja skipti […]

Stofnanir og leikskólar Vestmannaeyjabæjar verða áfram lokaðir

Leikskólar og stofnanir Vestmannaeyjabæjar opna ekki kl.12 í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir í fyrr tilkynningu. Veður er enn slæmt og rafmagn óstöðugt. Fólk er beðið að halda sig heima og fylgjast með tilkynningum. Tekin verður ákvörðun með opnun á Íþróttahúsinu kl. 15 í dag Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri (meira…)

Blátindur er sokkinn

Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn rétt í þessu. Áður höfðu starfsmenn hafnarinnar náð bátnum sem losnaði frá festingum sínum á Skansinum. Blátindur VE21 var smíðaður í Eyjum 1947 af Gunnari Marel Jónssyni og var samfellt í útgerð til ársins 1992 en var endurgerður að frumkvæði áhugamannafélags um endurbyggingu vélbátsins sem stofnað var árið 2000. Blátindur losnaði […]

Blátindur losnaði og flaut inn í höfn

Blátindur hefur losnað af festingum sínum og flotið til vesturs í átt að Vestmannaeyjahöfn. Háflóð var við Vestmannaeyjar klukkan 9:26. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar fóru á Lóðsinum og náðu bátnum en hann er að sögn viðstaddra við það að sökkva. Bátnum var komið fyrir við Skansinn 2018 en þá var hann færður í lægi sem útbúið var […]

Útköllin orðin 25

Ennþá er hvasst í Vestmannaeyjum kl. 9. Vindhraði var 38 m/s en 54 m/s í hviðum. Það hefur heldur lægt síðan í nótt er mesti vindhraði var 44 m/s. Íbúar eru enn hvattir til að vera ekki á ferðinni. Það er hálka á götum, krapi og mikil bleyta. Það sem af er nætur hafa komið […]

Eyjamenn beðnir að spara rafmagn

Eyjamönnum var að berast eftirfarandi skilaboð frá HS veitum: Kæri viðskiptamaðurFlutningskerfi Landsnets hefur laskast í óveðrinu og er rafmagn í Eyjum eingöngu framleitt með ljósavélum. Biðjum alla að spara rafmagn eins og kostur er, annars þarf að grípa til skömmtunar. (meira…)

Rafmagnið í Eyjum hangir á bláþræði

Mjög lítið þarf til svo að rafmagnið detti út í Vestmannaeyjum, þar sem nú er stjörnuvitlaust veður að sögn Ívars Atlasonar hjá HS Veitum. Í gær var haft samband við öll fyrirtæki í Eyjum og þau beðin um að keyra niður alla starfsemi eins og mögulegt er í dag. Aðeins þá sé möguleiki að halda […]

Veðrið gæti haldist stöðugt svona næstu 2-3 tímana

Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjafréttir að búast megi við því að veðrið gæti haldist stöðugt svona næstu 2-3 tímana. Verkefni næturinnar hafi verið af öllum toga en fá þeirra hefðu verið stór eignatjón. „Austan áttin hentar okkur oft betur en norð-vestanáttin sem við vorum að fást við í Desember.“ Arnór […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.