Herjólfi snúið við á leið til Þorlákshafnar

Tilkynning var að berast frá Herjólfi en þar kemur fram að ekki sé veður til siglinga og er Herjólfur því að snúa við til Vestmannaeyja! Því fellur 20:45 ferðin niður sem áætluð var frá Þorlákshöfn í kvöld. Ákvörðun sem þessi er tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. (meira…)

Skipar hæfnisnefndir vegna stöðu Sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna skipunar í stöðu Ríkislögreglustjóra: Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, formaður, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara og mannauðssýslu ríkisins Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor í HR Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna embætta Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum: Kristín […]

2Þ átti lægsta tilboð í nýja slökkvistöð

Nú fyrir stundu voru opnuð tilboð í byggingu nýrrar slökkvistöðvar og breytingar á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar að Heiðarvegi 14. Heildarstærð viðbyggingar er 635 m2 og endurbætur á eldra húsnæði um 280 m2. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau bæði undir kostnaðaráætlun sem var kr. 455.831.100. 2Þ ehf.  bauð kr. 407.591.617 og Steini og Olli […]

Björg ráðin til Fiskistofu

Á haustmánuðum auglýsti Fiskistofa eftir sérfræðingi á veiðieftirlitssvið stofnunarinnar. Var tekið fram í atvinnuauglýsingunni að aðsetur starfsmannsins yrði á Akureyri, Ísafirði eða í Vestmannaeyjum. Björg Þórðardóttir hefur nú verið ráðin í stöðuna. Björg er sjávarútvegsfræðingur með mastersgráðu í forystu og stjórnun, fædd árið 1989. Hún er í sambúð með Birni Björnssyni og eiga þau eina […]

47 ár frá því Heimaeyjargosið hófst

Í dag eru 47 ár síðan Heimaeyjargosið hófst. Rétt eftir miðnætti 23. janúar 1973 opnaðist jörðin austan við Kirkjubæ, sem fóru undir hraun eins og svo fjölmörg önnur hús á næstu vikum og mánuðum. Vel tókst að koma Eyjamönnum frá Heimaey þar sem flotinn var að mestu leyti í landi vegna óveðurs daginn áður en […]

Dreifing á Eyjafréttum frestast til morguns, komnar á netið

Nýjasta blað Eyjafrétta er komið á vefinn en verður því miður ekki borið út til áskrifenda á fyrr en á morgun fimmtudag vegna óviðráðanlegra orasaka. Í blaðinu er meðal annars fjallað um Nordic fab lab bootcamp og rætt við Frosta Gíslason um málið. Gunnar Már Kristjánsson segir okkur frá því hvernig VKB villingur verður prestur í Noregi. Þá gerum við einnig ýtarlega grein […]

Viðgerðir við FES

Fiskimjöls verksmiðja Ísfélagsins, FES varð fyrir talsverðu tjóni í óveðrinu sem gekk yfir landið þann 10. Desember síðastliðinn. Þá rofnaði klæðning á norðurgafli hjúsins og hráefnistankur beyglaðist undan vindinum. Viðgerðir hafa staðið yfir undanfarna daga við heyrðum í Páli Scheving og spurðum hann út í málið. „Við erum að setja gjarðir á tankinn, samkvæmt sérfróðum það á að duga gagnvart burðarþoli.“ Páll sagði […]

Nýr samningur er mikil afturför frá fyrri samningi

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru samningsaðilar Vestmannaeyjabæjar og hafa umboð til að berjast fyrir hönd sveitafélagsins um bættan þjónustusamning við ríkið en Hraunbúir fellur undir þennan samning. “Yfirlýsing samningsnefndar SFV segir allt um stöðu mála í samskiptum við ríkið og lýsa vel stöðu reksturs Hraunbúða. Það er með ólíkindum hvernig framkoma ríkisins er í þessu […]

Meiri ofankoman en við höfum séð í mörg ár

Framkvæmdir hafa staðið yfir við Ægisgötu og tafið umferð við götuna. Um er að ræða breytingar á yfirfallslögn. “Við erum að setja yfirfall á Kirkjuvegslögnina og vonumst með því til að létta á miðbæjarkerfinu. Ofankoman undanfarna mánuði hefur verið meiri en við höfum séð í mörg ár og verðum við að reyna að bregðast við […]

Gamli lögreglubíllinn settur á safn

Síðastliðin 19 ár hefur lögreglan í Vestmannaeyjum keyrt um á Ford Econoline. Sá bíll er 24 ára gamall og er ekinn 150.000 km. Hann hefur nú lokið sínum ferli sem lögreglubíll og hefur verið afhentur Lögregluminjasafninu til varðveislu. Enn eru tveir eða þrír sambærilegir bílar eftir í notkun hjá lögreglunni í landinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.