Clara valin í U-19

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 landsliðsins valdi í dag Clöru Sigurðardóttur í æfingahóp liðsins er kemur saman dagana 22.-24. jan. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir La Manga mótið sem verður haldið á Spáni í byrjun mars og fyrir milliriðil er leikinn verður í Hollandi um miðjan apríl. (meira…)
Erlingur hefur leik á EM

Evrópumót karla í handbolta hefst í dag með fjórum leikjum en mótið fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans fá verðugt verkefni í fyrsta leik þar sem þeir mæta Þjóðverjum í C-riðli mótsins klukkan 17:15 í Þrándheimi í Noregi. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2 (meira…)
Gæslan sótti tvo sjúklinga til Eyja

Áhöfnin á TF-EIR sótti tvo sjúklinga til Vestmannaeyja á þriðja tímanum í dag. Vegna veðurs reyndist ekki unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja. TF-EIR lenti á flugvellinum í Vestmannaeyjum þar sem tveir sjúklingar fóru um borð. Á bakaleiðinni var skyggni orðið slæmt og þegar komið var Lækjarbotnum í nágrenni Hólmsár var ákveðið að lenda […]
FIV hefur lokið keppni í Gettu betur

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum mætti framhaldsskóla Vesturlands í fyrstu umferð í Spurningakeppni framhaldsskólanna þar sem Eyjamenn fengu 10 stig gegn 24 stigum mótherjana og hafa því lokið keppni í Gettu betur þetta árið. Lið FIV skipa þau Sigurlás Máni Hafsteinsson, Rúnar Gauti Gunnarsson og Erika Ýr Ómarsdóttir. (meira…)
Surtsey í þrívídd

Síðastliðið sumar fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands til Surtseyjar í þeim tilgangi að kortleggja eyjuna með myndatöku úr dróna og þyrlu. Ein af afurðum kortlagningarinnar er nákvæmt þrívíddarlíkan sem nú hefur verið birt á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Verkefnið er eitt af þeim fyrstu sem unnin eru á nýrri loftljósmyndastofu sem vistuð er á […]
Eyjafréttir bornar út á morgun fimmtudag – komnar á netið

Vegna samgönguerfiðleika milli lands og Eyja frestast dreifing á Eyjafréttum í Vestmannaeyjum um sólarhring. Blaðið er komið á vefinn hér til hliðar og geta óþreyjufullir áskrifendur kíkt á blaðið hér á netinu. Meðal efnis í blaðinu er val á Fréttapýramídanum 2019, Útskrift frá FIV þá fengum við líka nokkra vel valda bæjarbúa til að gera […]
Fjöldi svefnrýma í Herjólfi tvöfaldast í febrúar

Skortur á svefnrýmum um borð í Herjólfi hefur verið áberandi í umræðunni eftir áramót. Sjóveikir farþegar liggjandi á göngum skipsins hafa því miður verið algeng sjón upp á síðkastið. Í smíðalýsingu skipsins var sett inn viðbót þar sem gert var ráð fyrir því að bæta við 32 færanlegum svefnrýmum og samið við FAST, fyrirtæki í […]
Átta peyjar skrifuðu undir

Óhætt er að segja að penninn hafi verið á lofti hjá ÍBV í gær þegar 8 peyjar skrifuðu undir samning við ÍBV í fótboltanum. Þetta eru þeir Arnar Breki Gunnarsson, Borgþór Eydal Arnsteinsson, Björgvin Geir Björgvinsson, Daníel Már Sigmarsson, Leó viðarsson, Magnús Sigurnýjas Magnússon, Sigurlás Máni Hafsteinss og Tómas Bent Magnússon. Knattspyrnuráð karla leggur ríka […]
Biðja foreldra að fylgja þeim yngstu að dyrum Hamarsskóla

Við viljum góðfúslega benda foreldrum og forráðarmönnum á að við Hamarsskóla koma sterkar hviður og því viljum við biðja ykkur að fylgja þeim allra yngstu að dyrum. Hægt er að koma norðan megin við húsið ef fólk kýs það frekar. (meira…)
Árni Friðriksson fer til loðnumælinga nk. mánudag

Samkomulag hefur náðst um að útgerðir uppsjávarskipa leggi Hafrannsóknastofnun lið við loðnuleit og mælingar í vetur. Leggja þær til tvö skip sem munu leita með rannsóknarskipi Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin greiðir um helming kostnaðar við úthald skipanna, samtals um 30 milljónir króna. „Mér er létt. Þetta er mjög mikilvægt til að reyna að ná góðri mælingu. Vonandi […]