Biðja foreldra að fylgja þeim yngstu að dyrum Hamarsskóla

Við viljum góðfúslega benda foreldrum og forráðarmönnum á að við Hamarsskóla koma sterkar hviður og því viljum við biðja ykkur að fylgja þeim allra yngstu að dyrum. Hægt er að koma norðan megin við húsið ef fólk kýs það frekar. (meira…)

Árni Friðriks­son fer til loðnu­mæl­inga nk. mánu­dag

Sam­komu­lag hef­ur náðst um að út­gerðir upp­sjáv­ar­skipa leggi Haf­rann­sókna­stofn­un lið við loðnu­leit og mæl­ing­ar í vet­ur. Leggja þær til tvö skip sem munu leita með rann­sókn­ar­skipi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Stofn­un­in greiðir um helm­ing kostnaðar við út­hald skip­anna, sam­tals um 30 millj­ón­ir króna. „Mér er létt. Þetta er mjög mik­il­vægt til að reyna að ná góðri mæl­ingu. Von­andi […]

Herjólfur III færður á Binnabryggju – Kviður í 38 m/s við Básasker

Herjólfur III var við það að losna frá bryggju vegna hvassrar vestanáttar sem nú gengur yfir Vestmannaeyjar þannig að brugðið var á það ráð að færa Skipið á Binnabryggju. Flotbryggja varð einnig fyrir tjóni í óveðrinu. Landgangur bryggjunnar liggur nú hálfur í kafi.   Vindhraðamælirinn á Stórhöfða hefur ekki sent frá sér merki síðan 7:00 […]

Viðureign FIV og FVA frestast til morguns

Viðureign í Spurningakeppni framhaldsskólanna þar sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum átti að mæta framhaldsskóla Vesturlands í fyrstu umferð hefur verið frestað vegna veðurs en skipuleggendur keppninnar ákváðu að fresta þessari viðureign vegna hugsanlera erfiðleika sem FVA gæti lent í að koma sér til Reykjavíkur vegna veðurs. En lið FIV keppir í hljóðveri í Eyjum. Viðureignin fer fram […]

Fella niður seinni ferð dagsins og fyrri ferðina á morgun

Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Herjólfi “í ljósi fyrirhugaðrar veðurspár og siglingar aðstæðna hafa skipstjórar Herjólfs tekið þá ákvörðun að fella niður seinni ferð dagsins sem og fyrstu ferð morgundagsins, 8. janúar.  Er þessi ákvörðun tekin með öryggi farþega og áhafnar í huga. Eftirfarandi ferðir hafa þá verið felldar niður: Frá Vestmannaeyjum kl: 17:00 […]

Foreldrar hvattir til að gæta að yngstu vegfarendunum

Lögregla bendir Vestmannaeyingum á að slæm veðurspá er fyrir næsta sólarhring. Um miðjan dag á að ganga í vestan hvassviðri eða storm. Búast má við að stöðugur vindur geti farið í allt að 26 m/s en mun hvassara í hviðum. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestmannaeyjar. Íbúar eru hvattir til að huga að […]

Loðnubrestur tvö ár í röð yrði þungt högg fyrir samfélagið

Bæjarráð Vestmannaeyja hittist á sérstökum aukafundi klukkan átta í morgun til þess að ræða stöðu og útlit loðnuveiða á árinu 2020. Samkvæmt fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru litlar líkur taldar á að Íslendingar muni veiða loðnu á árinu. Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar og stjórnvöld hafa ekki skipakostinn til þess, þar sem […]

FIV keppir í Spurningakeppni framhaldsskólanna í kvöld

Í kvöld keppir Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum á móti framhaldsskóla Vesturlands í fyrstu umferð Spurningakeppni framhaldsskólanna. Þau hefja leik klukkan 19:30 og er keppnin í beinni útsendingu á RÚV núll – ruv.is/null. Lið FIV skipa þau Sigurlás Máni Hafsteinsson, Rúnar Gauti Gunnarsson og Erika Ýr Ómarsdóttir. Keppnin hófst í gærkvöldi með fimm viðureignum. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir, dómarar […]

Sigl­ir senn fyr­ir raf­magni

Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur skipt­ir úr dísi­lol­íu í raf­magn sem hlaðið er úr landi upp úr miðjum mánuði, ef ekk­ert nýtt kem­ur upp á. Dísil­vél­in verður áfram notuð með en talið er að þegar hægt verður að sigla fyr­ir raf­magni úr landi muni 35-40% ol­íu­kostnaðar spar­ast, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Öll orka […]

Óskar Snær framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs

Óskar Snær Vignisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs karla. Óskar er tengdasonur Eyjanna en hann er giftur Ernu, dóttur Gogga Skærings og Guðnýjar. Óskar á fjölmarga leiki að baki með t.d. Hvöt og Þrótti Reykjavík. Þá lék hann eitt sumar með KFS. Við bjóðum Óskar hjartanlega velkominn til starfa! ibvsport.is greindi frá (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.