Óskar Snær framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs

Óskar Snær Vignisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs karla. Óskar er tengdasonur Eyjanna en hann er giftur Ernu, dóttur Gogga Skærings og Guðnýjar. Óskar á fjölmarga leiki að baki með t.d. Hvöt og Þrótti Reykjavík. Þá lék hann eitt sumar með KFS. Við bjóðum Óskar hjartanlega velkominn til starfa! ibvsport.is greindi frá (meira…)

Helgistund í Stafkirkjunni

Dagskrá þrettándahelgarinnar lýkur í dag með helgistund í Stafkirkjunni en séra Viðar Stefánsson fer með hugvekju. Sunnudagur 5. janúar 13:00 Helgistund í Stafkirkjunni. Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju. (meira…)

Glæsileg Þrettándahátíð – myndir

Þrettándagleði ÍBV var haldin með pompi og pragt í gærkvöldi. Dagskráin fór vel fram í köldu en annars góðu veðri. Gríla og allt hennar hiski kvaddi Eyjamenn með hefðbundinni skrúðgöngu, flugeldum og varðeldi sem reyndar varð víðfermari en til stóð. Ljósmyndari Eyjafrétta var á sjálfsögðu á ferli og tók þessar myndir.     (meira…)

ENGIN LEIT – ENGIN LOÐNA

Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar. Stjórnvöld hafa ekki yfir fullnægjandi skipakosti að ráða sem þarf til leitar og þau hyggjast ekki nýta sér aðra kosti í stöðunni, sem þeim þó stendur til boða; það er að semja við aðila um að annast hluta verkefnisins. Slíkt fyrirkomulag er þó vel þekkt. Að óbreyttu eru […]

Tröllagleði, búðaráp og bíó

Dagskrá þrettándagleðinnar heldur áfram í dag og hefst með tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni. Laugardagur 4. janúar 12:00-15:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Tröllagleði. Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Söndru Dísar Sigurðardóttur, handboltakonu. Endilega mæta sem flest. 12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum. Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum. 15:00 Eyjabíó. Þrettándinn – heimildarmynd um þrettándagleðina […]

Fimm konur sóttu um stöðu sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var auglýst laus til umsóknar í lok síðasta árs eftir að hér hafði ekki verið starfandi sýslumaður frá því snemma árs. Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um stöðuna, lista yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Sæunn Magnúsdóttir – staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum Aníta Óðinsdóttir – Lögmaður Arndís Soffía […]

Grímuball Eyverja vel sótt

Árlegur grímudansleikur Eyverja fór fram í dag og þar kenndi ýmissa grasa. Góð mæting var hinna ýmsu kynja vera og mikið stuð á svæðinu. Það voru að lokum frænkurnar Bjartey Ósk Sæþórsdóttir og Kolbrún Orradóttir sem báru sigur úr bítum en þær komu dulbúnar sem leigubíll á ballið. Búningurinn var samstarfsverkefni Bjarteyjar og pabba hennar og því […]

Þrettándinn, dagskrá og fleira

DSC 5105

Allt stefnir í ágætis veður í kvöld þegar þrettándahátíðin nær hámarki. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá dagsins ásamt nokkrum punktum sem er gott að hafa í huga. Föstudagur 3. janúar 14:00-15:30 Höllin Diskógrímuball Eyverja, Höllinni. Jólasveinninn mætir. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum. 19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og […]

Hægt að borga með kreditkortum hjá sýslumanni

Frá og með nýliðnum áramótum er hægt að greiða fyrir ýmis gögn og þjónustu sem sýslumenn veita með kreditkortum. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að greiða fyrir slíka þjónustu með reiðufé eða debetkorti. Frá og með 1. janúar 2020 má þó einnig greiða með kreditkorti.  Einnig má greiða með því að millifæra fjárhæðina […]

Aðgengismál í Herjólfi

Björg Ólöf Bragadóttir sagði farir sínar ekki sléttar á facebook síðu sinni fyrr í dag. Þar fer hún yfir samskipti sín við Herjólf og lýsir vandamálum sem hún og Valgeir eiginmaður hennar lentu í við að koma Valgeiri til Reykjavíkur í aðgerð en færsluna má lesa hér að neðan. Við hjá Eyjafréttum leituðum viðbragða hjá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.