Jólahúsið 2019

Árlega velja Lionsmenn í Vestmannaeyjum, í samstarfi við HS veitur, jólahús Vestmannaeyja. Í ár var húsið við Bröttugötu 16 valið og eru þau Gísli Stefánsson og Guðrún Bergrós Tryggvadóttir sem eiga jólahúsið í ár. (meira…)

Húsnæðismál og velferð barna í brennidepli

Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar er hálfnað og þykir mér á þeim tímamótum vert að líta um öxl. Ég fer fyrir mikilvægu ráðuneyti og víðfeðmum málaflokkum sem snerta almenning allan. Húsnæðismál eru þar ofarlega á blaði og einsetti ég mér strax í upphafi að mynda traustari umgjörð um húsnæðismál á Íslandi en verið hefur. Í þeim efnum […]

Eyjafréttir í jólaskapi

Tveir heppnir einstaklingar fá ókeypis áskrift fyrir sig og vin, út árið 2020. Núverandi áskrifendur eiga að sjálfsögðu möguleika á að fá áskrift ársins ókeypis! Eina sem þarf að gera er að like-a við facebooksíðuna okkar, deila og merkja þann vin sem þú vilt gleðja í kommenti. Dregið verður 31. desember. (meira…)

Ársrit ÍBV

Út er komið ársrit ÍBV fyrir árið 2019. Um er að ræða samantekt á árinu sem er að líða. Ársritið kemur út á rafrænu formi og má finna viðtöl við okkar bestu leikmenn, þjálfara, Margréti Láru, Gumma Tóta o.fl. o.fl. Hlekkurinn á ársritið er hér: https://issuu.com/ibvsport/docs/ibv_arsrit_2019?fbclid=IwAR2pDjlqNqg7e3Od6bOUR3-zClMMFEtXGJPGwxL-zucjKVFpvjiJee_AwBY (meira…)

Niðurstöður stofnmælingar botnfiska

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu þar sem greint er frá helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska að haustlagi  sem fram fór dagana 26. september til 3. nóvember sl. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1996. Stofnvísitala þorsks hefur lækkað töluvert frá árinu 2017 þegar hún mældist sú hæsta frá upphafi haustmælingarinnar og er […]

Lægsta tilboð í Skipalyftukant tæpar 100 milljónir

Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem fór fram í vikunni var greint frá því að þann 12.desember sl. voru opnuð tilboð í endurbyggingu Skipalyftukants árið 2020. Þrjú tilboð bárust í verkið en það var bygingarfyrirtækið Ísar ehf sem var lægst með boð uppá 98.645.800 kr. en kostnaðaráætlun hönnuðar nam Kr. 116.345.050 Hér má sjá […]

Jólafjör í Íslandsbanka á Þorláksmessu

Á milli kl 14-15 á Þorláksmessu, verður jólafjör í Íslandsbanka Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög, jólasveinninn kíkir í heimsókn og öll börn fá glaðning. Kaffi og konfekt í boði fyrir viðskiptavini Endilega kíkið við milli kl. 14-15 – Hlökkum til að sjá ykkur Jólakveðjur Starfsfólk Íslandsbanka Vestmannaeyjum (meira…)

Jólablaði Eyjafrétta dreift til áskrifenda í dag

Efnismikið og myndarlegt Jólablað Eyjafrétta er borið út til áskrifenda í dag miðvikudaginn 18. desember. Í blaðinu má m.a. lesa um fótbolta- og frímerkjaáhuga Guðna Friðriks Gunnarssonar, sem er langt út fyrir mörk hins eðlilega. Fyrsta blaðaviðtalið sem Helgi Bernódusson, Eyjamaður og fyrrum skrifstofustjóri veitir. Margrét Lára Viðarsdóttir sem nýverið lagði fótboltaskóna á hilluna ræðir […]

Senda viðbragðsaðilum þakk­ir

Aðstand­end­ur Leifs heit­ins Magnús­ar Grét­ars­son­ar This­land á Íslandi og í Nor­egi hafa sent björg­un­ar- og viðbragðsaðilum þakk­ir sín­ar: „Í síðustu viku gerðist sá sorg­legi at­b­urður að dreng­ur­inn okk­ar Leif Magnús Grét­ars­son This­land lést af slys­för­um þegar hann féll í Núpá í Sölva­dal. Í þeirri miklu sorg sem slys­inu fylgdi fyr­ir fjöl­skyldu og vini Leif Magnús­ar […]

Einsi kaldi og Cristiano Ronaldo elska íslenskan saltfisk

Nú á dögum hélt Eyjapeyinn og matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason til Portúgal með það markmið að kynna íslenska saltfiskinn þar í landi. Einar Björn, eða Einsi kaldi eins og hann er jafnan kallaður, var í þessari ferð fulltrúi markaðsvekefnisins „Bacalhau da Islandia” sem Íslandsstofa hefur staðið að síðan árið 2013, í samstarfi við framleiðendur og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.