Heiðra minningu látins vinar

Falleg sjón blasti við Eyjamönnum sem litið var til norðus í kvöld en nokkrir vinir Leifs Magnús sem lennti í hræðilegu slysi fyrr í vikunni höfðu tendrað kerti á Heimakletti til minningar um vin sinn. Þetta voru þeir Snorri Rúnarson, Arnar Gauti Egilsson og Hafþór Hafsteinsson. “Okkur fannst þetta falleg leið til að heiðra minningu […]
Fundu lík í Núpá

Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. Aðstandendur hans voru upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi. Nú rétt fyrir klukkan 15:00, var lögreglan upplýst um að […]
Nafn piltsins sem saknað er við Núpá

Pilturinn sem saknað er, við Núpá í Eyjafirði og leitað hefur verið að frá því tilkynning barst lögreglu um að slys hafi átt sér stað á miðvikudagskvöld, heitir Leif Magnús Grétarsson til heimilis að Heiðarvegi 58 Vestmannaeyjum. Hann er 16 ára gamall, fæddur í Noregi árið 2003. Leit heldur áfram. (meira…)
Jólakósý í Heimaey

Heimaey – vinnu og hæfingarstöð verður með opið hús milli frá 13:00-15:00 í dag. Við erum í jólaskapi og viljum endilega fá þig og þína til okkar í opið hús núna á föstudaginn. Kaffi, kakó, smákökur og jólamöndlurnar frægu verða á boðstólnum. Kjörið tækifæri til að fylla á kertabirgðirnar, versla merkimiða á pakkann og fá […]
Síldarhlaðborð ÍBV í kvöld

Stórglæsilegt síldarhlaðborð ÍBV verður í Kiwanis í kvöld klukkan 18.00. Verð er 3900 og fylgir einn danskur jóladrykkur með. Á þessu síldarhlaðborði verður síld frá bæði Vinnslustöðinni og Ísfélaginu. Boðið verður upp á þónokkur síldarsalöt sem verður hægt að skella á gæða rúgbrauð frá Eyjabakaríi. “Þetta veður bara svona kósí bara jólatónlist og maður er manns […]
Herjólfur í 60 ár

Þegar þetta er skrifað, kl. 14.00 í dag, fimmtudaginn 12. desember eru nákvæmlega 60 ár síðan fyrsti Herjólfur lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum. Þess verður minnst með ljósmyndasýningu í Einarsstofu kl. 17.00 í dag. Þar sýnir Sigurgeir Jónasson myndir sem hann hefur tekið af Herjóli, 1, 2 og 3 og líka af þeim fjórða þar […]
Þrettándinn í máli og myndum

Þessa dagana eru Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir að leggja lokahönd á heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum sem verður frumsýnd núna 27. desember næstkomandi. Hrefna Dína verður með fyrirlestur kl. 13.00 í Einarsstofu á laugardaginn sem hún byggir lokaritgerð sinni í þjóðfræði haustið 2012 um þrettándahátíðina í Vestmannaeyjum. Auk þess segir hún […]
Frábærir jólatónleikar

Kór Landakirkju hélt árlega jólatónleika sína í gærkvöldi. Mikill undirbúningur stendur á bakvið tónleikana og endurspeglaðist það í þéttum og samstilltum kór. Tveir einsöngvarar komu fram á tónleikunum það var annarsvegar hin unga og efnilega Dagbjörg Lena Sigurðardóttir sem skilaði sínum söng vel til áhorfenda. Aðal einsöngvari kvöldsins var Silja Elsabet Brynjarsdóttir sem hefur skipað […]
Fárviðri í Vestmannaeyjum í gær og síðastliðna nótt

Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og kl. 19:00 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, […]
Sextíu ára frá komu fyrsta Herjólfs minnst

Klukkan 14.00 á morgun, fimmtudaginn 12. desember eru 60 ár frá því fyrsti Herjólfur kom nýr til Vestmannaeyja. Það var mikið framfaraspor í samgögnum Eyjafólks því með tilkomu hans hófust reglulegar siglingar til Vestmannaeyja. Reyndar frá Reykjavík en einu sinni í viku var skutlast í Þorlákshöfn. Þessa verður minnst í Einarsstofu í Safnahúsi kl. […]