Jólatónleikar Kórs Landakirkju í kvöld kl. 20:00

Kirkjukór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína í kvöld, 11. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust. Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og […]

Komin yfir 100 verkefni, “með því verra sem við höfum fengist við”

“Þetta er svona með því verra sem við höfum fengist við,” sagði Arnór Arnórsson í samtali við Eyjafréttir. “Reynslu boltarnir eru að bera þetta saman við veðrið 1991 en það voru ekki svona nákvæmar skráningar eins og núna. Þannig það er erfitt að segja.” Útköll björgunarsveitarinnar eru komin yfir eitt hundrað og en þau hafa staðið yfir […]

Skólahald hefst kl. 10:00

Góðan dag. Það er enn bálhvasst og eftir samtal við lögregluna höfum við ákveðið að skólahald hefjist ekki fyrr en kl. 10 í dag. En þá á veðrið að hafa gengið niður. Skólinn er að sjálfsögðu opinn frá 7:40 en eðlilegt skólahald hefst ekki fyrr en kl. 10. Minnum á reglur skólans um veður og […]

Mikið tjón í FES, komin yfir 160 verkefni hjá Björgunarfélaginu

Mikið tjón hefur orðið á FES og ekki sér fyrir endann á því, óttast er að meira fari af klæðningunni á norður hlið húsins. Einnig hefur orðið tjón á salthúsinu hjá Vinnslustöðinni. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru útkallsverkefni hjá Björgunarfélaginu komin yfir 160 og óttast eru að þau verði fleiri þegar líður á nóttina. (meira…)

Útköllin nálgast 80 – myndir

Það er lítið lát á útköllum hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Útköllin eru á áttunda tug og tjónið mikið. Vindhraði hefur gengið lítillega niður á Stórhöfða en búast má við að hvasst verði fram undir morgun. Óskar Pétur er búinn að fara víða um bæinn og taka meðfylgjandi myndir. (meira…)

Fólk hvatt til að teipa stórar rúður

Tilkynning til íbúa í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands má búast við að þessi mikli vindur standi yfir framá nótt og jafnvel innundir morgun. Íbúar eru hvattir til, þar sem stórar rúður eru í húsum, að teipa rúðurnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt á áttundatug verkefna vegna veðurs. Fólk er beðið um að […]

Komin rúmlega 50 verkefni hjá Björgunarfélaginu

Björgunarfélag Vestmannaeyja er nú að störfum í átta hópum víða um bæinn en rúmlega 40 manns eru að sinna útköllum þessa stundina. Arnór Arnórsson formaður BV segir mikið tjón af fjúkandi þakplötum víða um bæinn. Arnór ýtrekar að fólk eigi að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur yfir. Meðal vindhraði klukkan 19:00 var 40 […]

Björgunarfélagið fengið tvö útköll – myndir

Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa borist tvær hjálparbeiðnir í óveðrinu sem gengur yfir landið. Annarsvegar er um að ræða þakplötur að fjúka á Brekastíg og á Vallagötu splundraðist kofi í veðrinu. Meðalvindhraði á Stórhöfða var 33 m/s og fór yfir 40 m/s í hviðum klukkan 17:00. Óskar Pétur var að sjálfsögðu ekki langt undan með myndavélina og […]

“Versta veðrið gengur yfir í kvöld”

Fátt hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarin sólarhring en veðurspár og ofsaveður. Okkur fannst því tilvalið að heyra í Arnóri Arnórssyni formanni björgunarfélags Vestmannaeyja hvort einhver sérstakur undirbúningur væri fyrir þessu veðri. „Ég er svo sem alveg rólegur, verstu spár gera ráð fyrir því að vindur gæti farið í 30 m/s um níu leitið í kvöld. Þetta er […]

Förum varlega yfir hátíðirnar

Á facebook síðu slökkviliðs Vestmannaeyja byrtist eftirfarandi póstur en vert er að hafa þessa hluti í huga á næstu vikum. Nú þegar aðventan stendur sem hæst með öllum sínum fallegu rafmagns og kertaljósum viljum við minna fólk á að fara varlega fram að- og yfir hátíðirnar og tryggja öryggi sitt og sinna með því að….. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.