Kveikt á jólatrénu á Stakkó á föstudaginn

Föstudaginn 29. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveitin leikur létt jólalög og börn af Víkinni–5 ára deild syngja. Helga Jóhanna Harðardóttir formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur segja nokkur orð. Lína Langsokkur verður á staðnum og jólasveinar færa börnum góðgæti. Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað […]

Leggja til að endurskoða deiliskipulagstillögu

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar var meðal annars til umræðu deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut. En á síðasta fundi óskaði Umhverfis- og skipulagsráð eftir greinargerð Skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa Alta. Greinargerð dags. 25. nóvember 2019 lögð fram. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista. Ráðið […]

Hjáleið í sund

Í dag þriðjudaginn 26. Nóv verður gangurinn sem nú er gengið í gegnum til að komst í sundlaugina lokað. Skipt verður um þak á honum og áætlað er að opna ganginn aftur föstudagsmorgun. Sömu klefar verða ennþá fyrir sundlaugargesti, en þar til gangurinn verður opnaður aftur verður gengið framhjá afgreiðslunni og inní sundlaugarsal. Annars ganga […]

Gjöf frá sjúkraþjálfurum í Vestmannaeyjum

Í dag, 25. nóvember er afmælisdagur Sóleyjar Ólafsdóttur og vilja sjúkraþjálfarar í Vestmannaeyjum minnast þeirrar einstöku konu með því að færa Gleðigjöfunum 100.000 krónur að styrk. Sóley var einstök kona og vakti athygli hvar sem hún kom fyrir einstaklega glaðlega framkomu, ósérhlífni og var samferðafólki sínu mikil fyrirmynd hvað hugarfar varðar og eru undirrituð þakklát […]

Dýpi í Landeyjahöfn mjög gott

Dýpið í Landeyjahöfn er óhemju gott miðað við árstíma. Lægðirnar sem hafa komið að undanförnu hafa í raun hjálpað til við dýkunina og fjarlægt sand af siglingasvæði Herjólfs í stað þess að bæta í sandinn. Því er svo komið núna að ekki er þörf fyrir dýpkunarskipið Dísu, í bili a.m.k., en hún hefði annars verið […]

Særður selur á Skipasandi

Lögreglu var á laugardag tilkynnt um sel á Skipasandi. Um var að ræða fullorðinn landsel en í ljós kom að dýrið var illa sært með með stóran skurð á kviði. Að höfðu samráði við dýralækni var dýrinu lógað. Ungur og efnilegur ljósmyndari, Ingi Gunnar Gylfason tók meðfylgjandi ljósmynd.   View this post on Instagram   […]

Lokatónn á glæsilegri afmælishátíð

„Við erum mjög ánægðir með að afmælisnefndin vilji ljúka formlegri afmælisdagskrá með þessum hætti og það gleður okkur að kirkjan taki þátt í afmælisfögnuðinum,“ sagði Viðar Stefánsson, prestur Landakirkju um sameiginlega messu kristinna safnaða og tónleika með landsþekktu listafólki í Landakirkju kl. 13.00 á sunnudaginn. „Kirkjan hefur svo sannarlega átt sinn sess í sögu Vestmannaeyja […]

Bræðurnir Egill og Heiðar í 11. Ljósopinu

Þegar Stefán Jónasson, í 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar kom með þá uppástungu að fá ljósmyndara í bænum til að sýna myndir sínar á tjaldi í Einarsstofu óraði engan fyrir umfanginu. Reiknað var með kannski þremur eða fjórum laugardögum og kannski tíu ljósmyndurum. Reyndin varð önnur og erum við að sigla í elleftu sýninguna á morgun […]

Fréttatilkynning frá Fyrir Heimaey

Fyrir Heimaey verður með súpufund á morgun laugardaginn 23. nóvember kl. 11:30 á Einsa Kalda. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður bæjarráðs sitja fyrir svörum. Valin málefni bæjarráðs verða rædd auk þess sem Íris Róberts mun fara yfir helstu atriði úr fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Boðið verður uppá súpu, brauð og kaffi. Allir […]

Endurbygging Skipalyftukants

Vestmannaeyjahöfn óskar eftir tilboðum í endurbyggingu Skipalyftukants. Stálþilið og þekjan í kring eru fyrir löngu orðin lúin og því brýn þörf á endurbótum. Helstu verkþættir í tilboðinu eru að brjóta 111 m af kantbita, taka upp 15 stálþilsplötur, reka niður 69 stálþilsplötur, setja upp 111 m af stálþilsfestningum, fylla um 2.800 m3 og steypa 111m […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.