Einstæðir tónleikar og sameiginleg messa í Landakirkju

Á sunnudaginn næsta, 24. nóvember nk. verður einstæður viðburður í Landakirkju þegar kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum sameinast í messu í Landakirkju. Á undan verða tónleikar með landsþekktu listafólki. Það tekur einnig þátt í messunni ásamt kórum safnaðanna. Á eftir verður samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í Safnaðarheimilinu. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13:00 með tónleikum þar sem […]
Bæði skip komin í lag

Viðgerðum er lokið á Herjólfi og Herjólfi III en bæði skipin biluðu á sama tíma og því ekki hægt að sigla samkvæmt áætlun framan af degi. Starfsmenn Herjólfs ohf. og Skipalyftunnar ehf. í Vestmannaeyjum hófust handa í Herjólfi III í morgun og voru vélar ferjunnar komnar í lag og í gang kl. 16:30 í dag. […]
Egill í Einarsstofu – Svaðilför í Surtsey og siglt um heimshöfin

Egill Egilsson og Heiðar bróðir hans verða með 11. sýninguna í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardaginn. „Ég er fæddur 23. nóvember 1947 og byrja því afmælisdaginn með því að sýna úrval af þeim myndum sem ég hef tekið í gegnum tíðina,“ segir Egill. „Ég byrjaði að taka myndir […]
Breytingar á skipulagi Hafrannsóknastofnunar – Uppsagnir ná ekki til Eyja

Ákveðið hefur verið að breyta skipulagi Hafrannsóknastofnunar. Það er gert til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Fagsviðum er fækkar úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Í tengslum við flutning á starfsemi stofnunarinnar úr Reykjavík á einn stað í Hafnarfirði munu verða breytingar í rekstri stoðþjónustu stofnunarinnar, störfum þar fækkað og […]
Þróttur – ÍBV 16 liða úrslit í bikar – Streymi

Við viljum minna á bikarleikinn hjá strákunum gegn Þrótti í dag kl.19:30! Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í varpi þeirra Þróttara: https://www.netheimur.is/throttara-streymi/ Þeir sem eiga tök á eru hvattir til að mæta og hvetja strákana áfram, sigur í kvöld færir okkur einu skrefi nær Final 4. (meira…)
Eyjafréttir komnar á netið, bornar út í dag

Eyjafréttir eru á leiðinni inn um valdar lúgur í bænum í dag. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um skemmtilegt þemaverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja við ræddum við nemendur og kennara og kynnumst stærðfræðispæjurum úr Eyjum. Við kynnum okkur starfið hjá stærsta Kiwanisklúbbi í Evrópu, forvitnumst um blóðsykursmælingar hjá Lions, Sighvatur Jónsson gerir upp æskuhræðsluna í […]
Bæjarráð fundaði með heilbrigðisráðherra

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar fundaði í dag með heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Megin áherslur fundarins með ráðherra var staða sjúkraflutninga en bæjarstjórn sendi frá sér ályktun um alvarlega stöðu sjúkraflugs nú á dögunum. Einnig voru rædd takmörkuð framlög vegna öldrunarmála en rekstur Hraunbúða er orðinn kostnaðasamari á sama tíma og aðkoma ríkisins, sem ber ábyrgð á fjármögnun, hefur […]
Tilkynning frá Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Eins og flestir vita eru stórar framkvæmdir í gangi í sundlaugarklefunum og gufubaðinu.Framkvæmdir í karlaklefa ganga vel og er Siggi Múrari byrjaður að flísa eins og vindurinn. Föstudaginn 22. Nóvember munum við svo loka kvennaklefanum og byrja að skipta um þakið á honum í næstu viku. Kvennaklefinn mun því færast í nýju leikfimisklefana og áfram […]
Lífrænn úrgangur frá upphafi til enda

Hvað verður um lífræna úrganginn okkar? Við hjá Umhverfis Suðurland í slagtogi við Árna Geir vin okkar, fórum á stúfana og fengum að kynnast því ferli sem fer í gang þegar búið er að sækja lífræna úrganginn. Niðurstöðuna settum við svo saman í stutt myndband, en eftir að hafa horft á það ætti enginn að […]
Þyrlupall á Heimaey eigi síðar en árið 2021

Á fundi bæjarráðs í gær var til umræðu beiðni Alþingis um umsagnir um tillögu til þingsályktunar um þyrlupall í Vestmannaeyjum. Samkvæmt tillögunni er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja og verkinu verði […]