Tæp ellefu prósent kvótans til Eyja

Ríflega 86% af heildaraflamarki nýs fiskveiðiárs sem hefst í dag fara til 50 fyrirtækja, sem er reyndar 1,7% lægri tala en í fyrra. Alls fá 416 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað veiiheimildum nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra. Í ár fær HB Grandi í Reykjavík, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa […]
Hundrað hlaupa í stað þrjúhundruð

Vestmannaeyjahlaupið fer fram í dag í ágætis veðri. Veðrið hefur þó sett sitt mark á hlaupið. Þar sem Herjólfur sigldi í gær og í dag í Þorlákshöfn er ekki von á mörgum hlaupurum af fastalandinu. “Vestmannaeyjahlaupið fer fram í dag í ágætu veðri. Um 100 manns munu hlaupa. Það hefðu verið 300 manns ef Herjólfur […]
Mörg handtök eftir í Herjólfi

Enn eru mörg handtök eftir við smíði Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í skipasmíðastöðinni í Póllandi. Stefnt er að afhendingu 15. nóvember en heimildarmenn blaðsins sem til þekkja telja það óraunhæfa dagsetningu og telja vel sloppið ef skipið fæst afhent á árinu. Það gæti jafnvel dregist frekar. Pólska skipasmíðastöðin Crist hefur tilkynnt Vegagerðinni að hún muni ekki afhenda […]
Breytingar á lóðum Grunnskóla Vestmannaeyja

Á fundi fræðsluráðs síðastliðinn mánudag var kynnt áætlun um breytingar á skólalóðum Hamarsskóla og Barnaskóla. Fengnir voru landslagsarkitektar til að leggja upp drög að lagfæringum og framkvæmdum við lóðirnar sem unnið verður eftir. Sem dæmi á að endurnýja yfirborð skólalóðanna a.m.k. að hluta, setja upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði, lýsing verður bætt, bætt við hjólastæðum, […]
Umhverfis Suðurland – Plastlaus september

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráð kom fram að Vestmannaeyjar eru þátttakendur í verkefninu Umhverfis Suðurland. En hvað er það? Umhverfis Suðurland er áhersluverkefni og sameiginlegt átak sveitarfélaganna fjórtán á Suðurlandi með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Það gengur út á öflugt árverkni- og hreinsunarátak þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn […]
Frístundastyrkur í boði frá 2ja ára aldri

Lagt var til á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær, þriðjudaginn 28. ágúst, að gerðar verði breytingar á aldursviðmiðum reglna um frístundastyrk þannig að styrkurinn gildi frá 2ja ára aldri í stað 6 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. október nk. „Það er stefna meirihlutans að betrumbæta og gera styrkinn […]
Stefnir í metþátttöku á laugardaginn

Allt stefnir í að metþátttaka verið í Vestmannaeyjahlaupinu í ár. „Hlaupið fer fram næstkomandi laugardag og nú þegar hafa skráð sig um 210 manns sem er meira en á sama tíma og þegar metið var sett 2011,” sagði Magnús Bragason einn skipuleggjanda Vestmannaeyjahlaupsins í spjalli við Eyjafréttir. „Margir af bestu hlaupurum landins hafa boðað komu […]
Enginn á móti uppbyggingu í Áshamri

Eyjafréttir sögðu frá því í gær að fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 27. ágúst síðastliðinn lá fyrir umsókn um lóð sunnan við Áshamar 1. Þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. En erindinu var frestað til næsta fundar ráðsins. Í kjölfarið sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBV í samtali við Eyjafréttir að […]
Minni þörf á dýpkun á næstu árum

Vegagerðin reiknar með að mun minna þurfi að dýpka í og við Landeyjahöfn á næstu þremur árum en þurft hefur síðustu fjögur árin. Stafar það af því að nýja Vestmannaeyjaferjan ristir grynnra en núverandi Herjólfur. Vegagerðin hefur boðið út dýpkun við Landeyjahöfn næstu þrjú árin. Miðað er við 300 þúsund rúmmetra dýpkun á ári, eða […]
Tjaldsvæði á Þjóðhátíð eða raðhús í Áshamrinum?

Fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 27. ágúst síðastliðinn lá fyrir umsókn frá Júlíusi Hallgrímssyni á lóðum sunnan við Áshamar 1. Þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. En erindinu var frestað á síðasta fundi ráðsins. Ráðið gat ekki svarað og sá sig knúið til að fresta erindinu aftur til næsta fundar. „Ráðið […]