Tæp ellefu prósent kvótans til Eyja

Ríf­lega 86% af heild­arafla­marki nýs fisk­veiðiárs sem hefst í dag fara til 50 fyr­ir­tækja, sem er reynd­ar 1,7% lægri tala en í fyrra. Alls fá 416 fyr­ir­tæki eða lögaðilar út­hlutað veii­heim­ild­um nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra. Í ár fær HB Grandi í Reykja­vík, líkt og í fyrra, mestu út­hlutað til sinna skipa […]

Hundrað hlaupa í stað þrjúhundruð

Vestmannaeyjahlaupið fer fram í dag í ágætis veðri. Veðrið hefur þó sett sitt mark á hlaupið. Þar sem Herjólfur sigldi í gær og í dag í Þorlákshöfn er ekki von á mörgum hlaupurum af fastalandinu. “Vestmannaeyjahlaupið fer fram í dag í ágætu veðri. Um 100 manns munu hlaupa. Það hefðu verið 300 manns ef Herjólfur […]

Mörg hand­tök eft­ir í Herjólfi

Enn eru mörg hand­tök eft­ir við smíði Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs í skipa­smíðastöðinni í Póllandi. Stefnt er að af­hend­ingu 15. nóv­em­ber en heim­ild­ar­menn blaðsins sem til þekkja telja það óraun­hæfa dag­setn­ingu og telja vel sloppið ef skipið fæst af­hent á ár­inu. Það gæti jafn­vel dreg­ist frek­ar. Pólska skipa­smíðastöðin Crist hef­ur til­kynnt Vega­gerðinni að hún muni ekki af­henda […]

Breytingar á lóðum Grunnskóla Vestmannaeyja

Á fundi fræðsluráðs síðastliðinn mánudag var kynnt áætlun um breytingar á skólalóðum Hamarsskóla og Barnaskóla. Fengnir voru landslagsarkitektar til að leggja upp drög að lagfæringum og framkvæmdum við lóðirnar sem unnið verður eftir. Sem dæmi á að endurnýja yfirborð skólalóðanna a.m.k. að hluta, setja upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði, lýsing verður bætt, bætt við hjólastæðum, […]

Umhverfis Suðurland – Plastlaus september

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráð kom fram að Vestmannaeyjar eru þátttakendur í verkefninu Umhverfis Suðurland. En hvað er það? Umhverfis Suðurland er áhersluverkefni og sameiginlegt átak sveitarfélaganna fjórtán á Suðurlandi með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Það gengur út á öflugt árverkni- og hreinsunarátak þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn […]

Frístundastyrkur í boði frá 2ja ára aldri

Lagt var til á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær, þriðjudaginn 28. ágúst, að gerðar verði breytingar á aldursviðmiðum reglna um frístundastyrk þannig að styrkurinn gildi frá 2ja ára aldri í stað 6 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. október nk. „Það er stefna meirihlutans að betrumbæta og gera styrkinn […]

Stefnir í metþátttöku á laugardaginn

Allt stefnir í að metþátttaka verið í Vestmannaeyjahlaupinu í ár. „Hlaupið fer fram næstkomandi laugardag og nú þegar hafa skráð sig um 210 manns sem er meira en á sama tíma og þegar metið var sett 2011,”  sagði Magnús Bragason einn skipuleggjanda Vestmannaeyjahlaupsins í spjalli við Eyjafréttir. „Margir af bestu hlaupurum landins hafa boðað komu […]

Enginn á móti uppbyggingu í Áshamri

Eyjafréttir sögðu frá því í gær að fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 27. ágúst síðastliðinn lá fyrir umsókn um lóð sunnan við Áshamar 1. Þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. En erindinu var frestað til næsta fundar ráðsins. Í kjölfarið sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBV í samtali við Eyjafréttir að […]

Minni þörf á dýpk­un á næstu árum

Vega­gerðin reikn­ar með að mun minna þurfi að dýpka í og við Land­eyja­höfn á næstu þrem­ur árum en þurft hef­ur síðustu fjög­ur árin. Staf­ar það af því að nýja Vest­manna­eyja­ferj­an rist­ir grynnra en nú­ver­andi Herjólf­ur. Vega­gerðin hef­ur boðið út dýpk­un við Land­eyja­höfn næstu þrjú árin. Miðað er við 300 þúsund rúm­metra dýpk­un á ári, eða […]

Tjaldsvæði á Þjóðhátíð eða raðhús í Áshamrinum?

Fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 27. ágúst síðastliðinn lá fyrir umsókn frá Júlíusi Hallgrímssyni á lóðum sunnan við Áshamar 1. Þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. En erindinu var frestað á síðasta fundi ráðsins. Ráðið gat ekki svarað og sá sig knúið til að fresta erindinu aftur til næsta fundar. „Ráðið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.