Ráðherra um tvíbytnumálið – Ákvörðun liggur fljótlega fyrir

Í dag er að vænta niðurstöðu samgönguráðherra vegna stjórnsýslukæru Vestmannaeyjabæjar vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að banna siglingar tvíbytnunnar Akraness á milli lands og Eyja um �?jóðhátíðina. Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir við Morgunblaðið í gær að hann hafi kallað eftir frekari gögnum og rökstuðningi frá Samgöngustofu. Jón benti á að skammur tími væri til stefnu og […]

Braut rúðu og var stungið inn

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar tókst með ágætum og engin alvarleg mál sem upp komu. Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu í liðinni viku en hann hafði verið til óþurftar á einu af veitingastöðum bæjarins og braut m.a. rúðu. Alls […]

Sindri VE 60 farinn til veiða fyrir Vinnslustöðina

Páll Pálsson ÍS-102 hefur skipt um lit og nafn og heitir nú Sindri VE-60. Vinnslustöðin keypti togarann af HG í Hnífsdal og er honum ætlað að fylla skarð Gullbergs VE sem var afhent nýjum eigendum um mánaðarmótin. Vinnslustöðin er með nýjan ísfisktogara, Breka VE, í smíðum í Kína en dregist hefur að ljúka frágangi og […]

Dísa mætt – Greið leið úr Landeyjahöfn á þjóðhátíð

Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag, að dæluskipið sé að vinnu þar sem það hafi grynnkað í höfninni undanfarið þar sem sandur hafði safnast fyrir. Sigurður Áss segir að stefnt sé að því að dýpkun ljúki í lok vikunnar þannig að leiðin verður greið úr Landeyjahöfn á �?jóðhátíð. Af mbl.is. […]

Fréttatilkynning – Nýir eigendur á 900 Grillhúsi

Hjónin Hólmgeir Austfjörð og Jóhanna Inga Jónsdóttir hafa rekið 900 Grillhús og Topppizzur frá árinu 2006 og hafa því rekið veitingahúsið í ellefu ár. Nú hyggjast Grillhúshjónin söðla um og hafa selt reksturinn. Ellefu ár hafa liðið hratt, verið ánægjuleg og tryggir viðskiptavinir hafa verið traust undirstaða að farsælum veitingastað. �?ann 1. ágúst n.k. taka […]

Jafntefli niðurstaðan í leik ÍBV og Stjörnunnar – myndir

ÍBV og Stjarnan mættust í fjörugum leik í Pepsi-deild karla í dag þar sem lokatölur voru 2:2. Mikkel Maigaard kom heimamönnum yfir eftir um 13 mínútna leik en gestirnir úr Garðabænum jöfnuðu metin fimm mínútum síðar úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu einnig vítaspyrnu á 22. mínútu en þá steig Gunnar Heiðar �?orvaldsson á punktinn og skoraði […]

Pepsi-deild karla: ÍBV-Stjarnan í dag kl. 17:00

ÍBV og Stjarnan mætast öðru sinni í þessari viku á Hásteinsvelli í dag kl. 17:00, nú í Pepsi-deildinni. Á fimmtudaginn mættust liðin í bikarnum en þar höfðu Eyjamenn betur 1:2. (meira…)

Vestmannaeyjabær leggur fram stjórnsýslukæru til Innanríkisráðuneytis

Eftir að fyrir lá að við gætum ekki fengið skip sem er nákvæmlega eins og Akranesið með öll sömu skírteini og Samgöngustofa hafði gefið vilyrði fyrir óskuðum við eftir því að Akranesið sjálf kæmi til þessarar þjónustu. Eimskip brást hratt við og vildi fyrir alla muni vinna með okkur að slíkri tilraun og í raun […]

Eyjamenn komnir í úrslit

ÍBV tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikars karla þegar liðið sigraði Stjörnuna á útivelli í kvöld, lokastaða 1:2. Stjörnumenn komust yfir á 60. mínútu leiksins en þar var að verki Hilmar Árni Halldórsson. Hafsteinn Briem jafnaði hins vegar metin skömmu seinna eftir undirbúning Kaj Leo í Bartalsstovu. Á 73. mínútu var Færeyingurinn aftur á ferðinni […]

Hildur Sólveig – Menntun í Vestmannaeyjum er öflug og góð

Í nútímasamfélagi skiptir aðgengi að menntun sköpum. Samfélagið breytist hratt og líklegt er að ráðandi hluti barna á leikskóla komi til með að vinna störf sem við eigum ekki nöfn yfir í dag. Ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað stefnu og stjórn í þessum málaflokki er rík og mikilvægt að hvergi sé slegið af þegar sótt er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.