Dagskrá 16. júlí til minningar um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum

Á þessu ári eru rétt 390 ár frá þeim voðaatburði sem jafnan er nefndur Tyrkjaránið en dagana 16.-19. júlí árið 1627 komu að landi í Vestmannaeyjum þrjú sjóræningjaskip og herjuðu á Eyjamenn. Undanfarinn áratug hafa félagar í Sögusetri 1627 minnst þessara atburða með margvíslegri dagskrá. Að þessu sinni verður dagskráin í Sagnheimum sunnudaginn 16. júlí […]

HR bætir viðskiptafræði við í Eyjum

Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að bæta einu ári í viðskiptafræði í staðarnámi við námsframboð sitt í Vestmannaeyjum. Síðasta haust hófst kennsla á eins árs diplómanámi í haftengdri nýsköpun en frá og með næsta hausti mun Eyjamönnum einnig standa til boða að hefja nám í viðskiptafræði, með áherslu á sjávarútveg, í heimabyggð. �??Markmiðið með þessu […]

Huginn VE í sínum fjórða túr á makríl

Vinnsluskipið Huginn VE, sem nú er í sínum fjórða túr á makríl var að hífa þegar Eyjafréttir slógu á þráðinn til Guðmundar Inga Guðmundssonar skipstjóra eftir hádegið í gær. Voru þeir suðvestur af Surtinum rétt austan við Grindavíkurdýpið. �?eir hófu veiðar um miðjan júní og er Guðmundur Ingi ánægður með ganginn og þá einstöku blíðu […]

Nú tapast tækifæri, hráefni skemmist og fyrirtæki skaðast

Í síðustu viku komu saman fulltrúar allra stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar til að ræða stöðu sjávarútvegs og tengdra greina í Vestmannaeyjum með tilliti til samgangna og flutninga. Er ljóst að þeir anna engan veginn þörfinni. Var ráðherrum sent bréf þar sem þess er krafist að ferðum Herjólfs verði fjölgað úr sex á […]

Herjólfur aftur í slipp í september – Frá í þrjár vikur

�?að fellur fátt með Vestmannaeyingum í samgöngumálum þessa mánuðina. Herjólfur var einar fjórar vikur í slipp í vor og nú er ljóst að hann verður að minnsta kosti 19 daga frá eftir miðjan september. Í gær var í bæjarráði greint frá erindi frá Vegagerðinni í síðustu viku vegna fyrirspurnar bæjarstjóra en þar kemur fram að […]

Lögreglan – Skemmtanahald Goslokahátíðar gekk vel fyrir sig

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku og þá var nokkur erill um helgina án þess þó að upp hafi komið alvarleg mál. Skemmtanahald Goslokahátíðar gekk vel fyrir sig og engin teljandi mál sem upp komu þrátt fyrir að fjöldi manns hafi verið að skemmta sér. Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu en […]

Landsbankinn styrkir Lionsklúbb Vestmannaeyja

Lionsklúbbur Vestmannaeyja hlaut í gær umhverfisstyrk, upp á 250.000 krónur úr Samfélagssjóði Landsbankans. Styrkurinn er veittur til endurbóta á göngustíg að fuglaskoðunarhúsi í Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Árið 2009 reisti Lionsklúbburinn fuglaskoðunarhúsið og þá var gerður göngustígur til bráðabirgða. Einhverjar endurbætur hafa verið gerðar á stígnum síðustu ár en það hafa orðið nokkur óhöpp á stígnum […]

Avni Pepa á förum frá ÍBV

Varnarmaðurinn sterki í liði ÍBV Avni Pepa mun yfirgefa félagið í félagsskiptaglugganum sem opnar næsta sunnudag. Avni, sem leikið hefur 54 leiki fyrir ÍBV síðan hann samdi við félagið árið 2015, sagði á samfélagsmiðlum í dag að hann væri liðsfélögum sínum og öllum hjá ÍBV þakklátur. Jafnframt sagði hann það hafa verið heiður að fá […]

Ungir Eyjapeyjar tóku þátt í N1 mótinu síðustu helgi

Árlegt N1 mót fór fram um helgina en það er ætlað drengjum í 5. flokki í knattspyrnu. Að þessu sinni mætti ÍBV með sex lið til leiks. Árangur liðanna var misjafn eins og við mátti búast en reynslan sem leikmenn taka frá mótinu jafn dýrmæt. Fyrirkomulagið á mótinu er þannig að spilað er í riðlum […]

�?g er kvikmyndastjarna, ekki leikari

Eyjamaðurinn og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Hermann Hreiðarsson, var að sjálfsögðu staddur í Vestmannaeyjum á meðan Orkumótinu stóð. Síðustu daga hefur Hermann verið að láta til sín taka á allt öðrum vettvangi en hann er vanur en hann mun fara með hlutverk í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum. �?egar blaðamaður hitti Hermann á Týsvellinum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.