Fiskibarinn opnar aftur

Fiskibarinn opnaði á nýjan leik sl. laugardag en staðurinn hefur færst frá Strandveginum yfir á á Skólaveg 1, í gamla Vöruhúsið. (meira…)

�?orleifur Gaukur & Ethan Jodziewicz á Háaloftinu í kvöld

Munnhörpuleikarinn margfrægi �?orleifur Gaukur er mættur á land eftir nám í Berklee College of Music. Í þetta skiptið tekur hann með sér Ethan Jodziewicz, einn fremsta Roots-bassaleikara heims. Ethan er á milli túra með Grammy-tilnefndu Sierra Hull og hefur hann spilað með öllum frá Bela Fleck til David Grisman. Einstök blanda þeirra af Bluegrass og […]

Númerslausa bíla burt

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fjarlægja númerslausa bíla af götum bæjarins sem og af lóðum. �?etta hefur gengið þokkalega en alltaf skjóta ný �??hræ�?? upp kollinum. Átakið hefur verið unnið með fyrirtækinu Vöku, sem hefur komið til Eyja með flutningstæki og fjarlægt þá bíla sem eftir standa. �?etta er dýrt og lendir […]

Bæjarstjórn átti fund með samgönguráðherra

Núna um helgina átti bæjarstjórn fund með Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra um stöðu samgangna og framtíðina hvað þær varðar. Á fundinum lýstum við bæjarfulltrúar skoðunum okkar og stefnu eins og hún hefur verið samþykkt á almennum borgarafundi og á fundum bæjarstjórnar. Ráðherra tók vel í þær hugmyndir og hjá honum kom fram vilji til að núverandi […]

Fjárfestar kaupa eignir í Eyjum af miklum móð

Færst hefur í aukana síðustu vikur að stór fasteignafélög kaupi upp fasteignir í Vestmannaeyjum og veðji þannir á hækkandi fasteignaverð samfara bættum samgöngum til og frá Eyjum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fjárfesta hafa mikla trú á áhrifum nýrrar Landeyjahafnar. Visir.is greinir frá. �??Við á landsbyggðinni vitum sem er að í hvert skipti sem […]

Mistur í lofti

Mikið mistur hefur verið yfir Vestmannaeyjum í dag sem óneitanlega minnir á mistrið í kjölfar eldgossins í Eyjafallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011. Sjón er sögu ríkari en hér má sjá myndir frá deginum sem ljósmyndari Eyjafrétta tók. (meira…)

Pepsi-deild karla Víkingur �?. 0:3 ÍBV

0-1 Alvaro Montejo (’21) 0-2 Arnór Gauti Ragnarsson (’78) 0-3 Arnór Gauti Ragnarsson (’92) Rautt spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Víkingur �?. (’54) Fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild karla er lokið. Víkingur fékk ÍBV í heimsókn til �?lafsvíkur í fyrsta leik 4. umferðar deildarinnar. Fotbolti.net greinir frá. Bæði lið höfðu unnið einn leik fyrir leikinn í […]

Líknarkonur höfðu betur í slagnum um húsmæðraorlofið

Fyrir bæjarráði í síðustu viku lá fyrir innheimtubréf um greiðslu orlofs húsmæðra sem miðast við 106,40 kr. á hvern íbúa í Vestmannaeyjum miðað við vísitölu neysluverðs í febrúar árið 2016 samkvæmt Hagstofu Íslands. Var þess óskað að Vestmannaeyjabær greiði Kvenfélaginu Líkn 602.674 kr. vegna orlofs húsmæðra. Í fundargerð segir að bæjarráð hafi áður lýst yfir […]

Pepsi-deild kvenna: Góður sigur ÍBV á FH

ÍBV og FH mættust á Hásteinsvelli í dag í blíðskaparveðri. Leikurinn endaði með 1:0 sigri Eyjakvenna en það var Kristín Erna Sigurlásdóttir sem gerði markið á 35. mínútu leiksins. Góður sigur ÍBV sem voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Hér má sjá myndir frá leiknum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.