Dagskrá dagsins – 4. júlí

Annar í goslokum er runninn upp og ættu bæjarbúar og gestir að hafa um nóg úr að velja úr dagskrá dagsins. Hana má sjá hér að neðan. 10:00-14:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning. 10:00-14:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning. 13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn […]

Börnin mála vegg við Tangagötu – Myndir

Börnin og sólin létu sig ekki vanta í dag þegar byrjað var að mála vegg við Tangagötu undir leiðsögn Gunnars Júlíussonar. Gunnar er grafískur hönnuður og listamaður og varð verk hans fyrir valinu til þess að prýða þennan vegg bæjarins í tilefni 50 ára gosloka hátíðar. Í verkinu er blandað saman heitum og köldum goslokalitum […]

Hátíðarhöld í blíðskaparveðri kl. 17 í dag

Hátíðarviðburður í tilefni 50 ára goslokaafmælis verður á Skansinum í dag klukkan fimm og eru bæjarbúar og gestir hvattir til þess að mæta. Forseti Íslands flytur ávarp en hann mætti til Vestmannaeyja í morgun með safnskipinu Óðni sem verður til sýningar í kvöld. Forsætisráðherra Íslands, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna […]

Eliza Reid, forsetafrú – Kæru Eyjamenn!

Við minnumst þess núna að hálf öld er liðin frá goslokum. Það voru svo sannarlega gleðitíðindi þegar því mátti slá föstu að hinum hrikalegu eldsumbrotum væri lokið. Þessa sögu þekkið þið Eyjamenn auðvitað miklu betur en ég, ekki síst þau sem hér bjuggu þegar hamfarirnar hófust. Þá var ég reyndar ekki fædd. Auk þess verð […]

Happ að fá allan þennan vikur

„Ef við byrjum á hreinsuninni þá var strax byrjað að hreinsa til að komast um bæinn. Milli 60 og 70 prósent af öskunni, vikrinum féll fyrstu dagana frá 25. til 29. janúar og síðustu hrinurnar komu um miðjan febrúar og venjulegir bílar komust ekkert áfram. Því varð að hreinsa aðalgöturnar og við vissum líka strax […]

Bæjarstjórn fundar í Eldheimum

1596. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Eldheimum, 3. júlí 2023 og hefst hann kl. 12:00. Allir eru velkomnir. Hér má horfa á streymið. (meira…)

Dagskrá dagsins – 3. júlí

Vikulöng hátíðarhöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis byrja í dag, mánudaginn 3. júlí. Það verður nóg um að vera og byrjar dagurinn í pósthúsinu. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir daginn í dag. 09:30-17:00 Pósthúsið við Strandveg: Dagsstimpill tileinkaður 50 ára goslokaafmæli. 10:00 Básaskersbryggja: Varðskipið Óðinn leggst að Básaskersbryggju. 12:00 Eldheimar: Hátíðarfundur bæjarstjórnar. 13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg […]

Goslokalitahlaup í boði Ísfélagsins

Í tilefni þess að 50 ár eru frá því að eldgosið á Heimaey lauk verður hlaup í boði Ísfélagsins sem allir geta tekið þátt í þann 7. júlí kl. 15:30. Rútuferðir verða í boði frá bílastæðinu austan við Fiskiðju kl. 14:45. Upphitun hefst kl. 15:15 undir stjórn Íþróttaálfsins og ræsir hann hlaupið með litasprengju kl. […]

Þakklát mömmu fyrir hvatninguna

„Ég myndi segja að ég sé frekar fjölbreytt. Ef ég fæ leið á einhverjum stíl þá færi ég mig yfir í eitthvað allt annað” segir Sunna Einarsdóttir, ung og upprennandi myndlistakona og eyjamær sem verður með sýningu yfir Goslokin í Craciouskró á Skipasandi. Með henni verður Unnar Gísli Sigurmundsson, sem gengur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, […]

Hátíðarviðburður 3. júlí

Efnt er til sérstaks hátíðarviðburðar í tilefni þess að mánudaginn 3. júlí 2023, verða 50 ár liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Viðburðurinn fer fram á Skansinum þann 3. júlí 2023 og hefst kl. 17:00. Þar verða ávörp forseta Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna og bæjarstjóra Vestmannaeyja. Jafnframt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.