Eliza Reid, forsetafrú – Kæru Eyjamenn!

Við minnumst þess núna að hálf öld er liðin frá goslokum. Það voru svo sannarlega gleðitíðindi þegar því mátti slá föstu að hinum hrikalegu eldsumbrotum væri lokið. Þessa sögu þekkið þið Eyjamenn auðvitað miklu betur en ég, ekki síst þau sem hér bjuggu þegar hamfarirnar hófust. Þá var ég reyndar ekki fædd. Auk þess verð […]

Happ að fá allan þennan vikur

„Ef við byrjum á hreinsuninni þá var strax byrjað að hreinsa til að komast um bæinn. Milli 60 og 70 prósent af öskunni, vikrinum féll fyrstu dagana frá 25. til 29. janúar og síðustu hrinurnar komu um miðjan febrúar og venjulegir bílar komust ekkert áfram. Því varð að hreinsa aðalgöturnar og við vissum líka strax […]

Bæjarstjórn fundar í Eldheimum

1596. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Eldheimum, 3. júlí 2023 og hefst hann kl. 12:00. Allir eru velkomnir. Hér má horfa á streymið. (meira…)

Dagskrá dagsins – 3. júlí

Vikulöng hátíðarhöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis byrja í dag, mánudaginn 3. júlí. Það verður nóg um að vera og byrjar dagurinn í pósthúsinu. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir daginn í dag. 09:30-17:00 Pósthúsið við Strandveg: Dagsstimpill tileinkaður 50 ára goslokaafmæli. 10:00 Básaskersbryggja: Varðskipið Óðinn leggst að Básaskersbryggju. 12:00 Eldheimar: Hátíðarfundur bæjarstjórnar. 13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg […]

Goslokalitahlaup í boði Ísfélagsins

Í tilefni þess að 50 ár eru frá því að eldgosið á Heimaey lauk verður hlaup í boði Ísfélagsins sem allir geta tekið þátt í þann 7. júlí kl. 15:30. Rútuferðir verða í boði frá bílastæðinu austan við Fiskiðju kl. 14:45. Upphitun hefst kl. 15:15 undir stjórn Íþróttaálfsins og ræsir hann hlaupið með litasprengju kl. […]

Þakklát mömmu fyrir hvatninguna

„Ég myndi segja að ég sé frekar fjölbreytt. Ef ég fæ leið á einhverjum stíl þá færi ég mig yfir í eitthvað allt annað” segir Sunna Einarsdóttir, ung og upprennandi myndlistakona og eyjamær sem verður með sýningu yfir Goslokin í Craciouskró á Skipasandi. Með henni verður Unnar Gísli Sigurmundsson, sem gengur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, […]

Hátíðarviðburður 3. júlí

Efnt er til sérstaks hátíðarviðburðar í tilefni þess að mánudaginn 3. júlí 2023, verða 50 ár liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Viðburðurinn fer fram á Skansinum þann 3. júlí 2023 og hefst kl. 17:00. Þar verða ávörp forseta Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna og bæjarstjóra Vestmannaeyja. Jafnframt […]

Nóg framundan hjá Memm

xr:d:DAFZLCupEGs:2,j:2816256527,t:23013020

Það stefnir í hörku dansiball á Skipasandi laugardagskvöldið 8. júlí þar sem eyjahljómsveitirnar Mucky Muck, Memm og Brimnes munu leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Nú á dögum hitti blaðamaður á Memm menn og konu á háalofti Hallarinnar þar sem stífar æfingar voru í gangi fyrir stóra kvöldið. Hljómsveitina skipa söngvararnir Hafþór Elí Hafsteinsson […]

Tvö varðskip til sýnis á Goslokahátíðinni

Varðskipið Óðinn, fyrsta safnskip Íslendinga, kemur til Vestmannaeyja að morgni goslokadagsins 3. júlí í tilefni Goslokahátíðar 2023. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, kemur með skipinu frá Reykjavík. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, segir að varðskipið sigli inn í Vestmannaeyjahöfn kl. 9.40 á mánudagsmorgun og mæta Herjólfi á leiðinni. Skipin munu heilsast með skipsflautum á […]

Ingó og BlazRoca á Goslokum

Þá er ekki nema undir vika í að Goslokahátíð 2023 gangi í garð mánudaginn þann 3. júlí. Goslokanefnd hefur nú skilað af sér hátíðardagskránni í endanlegri útfærslu. Meðal breytinga á dagskrá má nefna að varðskipið Þór verður nú að auki til sýnis ásamt varðskipinu Óðni, og í stað eins unglingaballs á föstudaginn fyrir árganga 2006-2009 í […]