Efnt var til sérstaks hátíðarviðburðar í gær í tilefni þess að 50 ár séu liðin frá lokum eldgossins á Heimaey.
Veðrið lék við bæjarbúa og gesti sem margir hverjir tylltu sér í grasinu til að fylgjast með þeim ávörpum og tónlistaratriðum sem boðið var upp á.
Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar, flutti ræðu sína alfarið á sænsku sem vakti mikla lukku meðal hátíðargesta. Forseti Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna og bæjarstjóri Vestmannaeyja fluttu ávörp sömuleiðis.
Hér má sjá upptöku af hátíðarhöldunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst